Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 68

Skessuhorn - 23.11.2016, Qupperneq 68
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 201668 LITIR: www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is 2.900 ISK LITIR: 1.480 ISK 2.900 ISK Hjónin Ólafur Árni Benediktsson og Guðrún Ágústsdóttir minnast þess bæði að kjöt hafi verið reykt heima fyrir þegar þau voru að alast upp en reykkofa höfðu þau ekki þegar þau fóru að búa á Stóra- Vatnshorni í Haukadal árið 1957. Það var svo fyrir um 15 árum síð- an að þau hjónin tóku að reykja sitt jólakjöt en þá hafði Árni reist þeim reykkofa í landi Stóra-Vatns- horns þar sem dóttir þeirra býr í dag ásamt fjölskyldu. Reykkofinn var reistur á gömlum tóftum sem Árni telur hafa verið gamla rétt. Segja má að þetta hafi byrjað þegar Árni fór á grjóthleðslunámskeið hjá Guðjóni Kristinssyni hleðslumeist- ara en á námskeiðinu var hlaðið á gömlu tóftirnar þar sem kofinn stendur nú. Eftir námskeiðið fékk Árni þá hugmynd að nýta þá vinnu sem þarna hafði farið fram, kláraði hleðsluna og byggði kofann. Í kofanum er reykt kjöt, heima- gerð bjúgu og stundum lax. Þegar fréttaritari leit við voru þau hjón- in að klára að hengja upp bjúgu og Árni að hefjast handa við að kveikja upp í, en þarna er allt tað- og birki- reykt. Hangikjötið fór upp um tveimur vikum fyrr. Ólíkar aðferðir Guðrún er frá Kirkjuskógi í Suður- dölum en Árni frá Hömrum í Hauka- dal. Þótt bæði hafi kynnst því að mat- ur væri reyktur heima fyrir hafa þau hvort sína sögu að segja. „Heima var reykt í gömlu torfhúsi eða hlóðaeld- húsi en það var samtengt íbúðarhús- inu og innangengt í eldhúsið okkar. Ég man að reykinn lagði í milligang- inn,“ rifjar Guðrún upp. Heima hjá Árna á Hömrum var aðeins annar háttur á. „Heima voru stundum nokkur stykki sett í stromp- inn þegar það var verið að þvo þvott en þá var þvottavatnið soðið á hlóð- um og kveikt upp í taði og mó. Kjötið var látið hanga talsvert lengi og síð- an geymt í ornuðu heyi. Það lá við að heyið væri brennt, það var svo brúnt,“ segir Árni. Þessa geymsluað- ferð þekkti fréttaritari ekki svo Árni bætir við: „Og eggin voru geymd í ösku.“ „Í Kirkjuskógi var þvotturinn þveginn í gamla eldhúsinu og amma bakaði oft flatkökur á eftir, þá skellti hún þeim á glóðirnar. Það voru sér- stakir þvottadagar hálfsmánaðarlega. Þvotturinn var settur í bleyti daginn áður og þvegið á bretti og skrúbbað,“ segir Guðrún. Þá bætir Árni við „Ullin var þvegin heima. Togið tekið af þel- inu og spunnið. Ég tvinnaði á rokk og snældu en þetta var þó mikið að leggjast niður þegar ég var svona 16-17 ára.“ Ríkisrafmagnið kom 1972 Fyrsta hjúskaparár Árna og Guð- rúnar á Stóra-Vatnshorni var þvott- ur þveginn á hlóðum úti við læk. „Ég var ekki voða lagin við að halda eldi í því. En ég var eitthvað að reyna,“ segir Guðrún. Hún bætir því við að þetta hafi verið að leggjast af á þess- um tíma. Um 1960 fengu þau ljósa- mótor og litlu síðar stærri mótor sem einnig knúði þvottavél. Ríkis- rafmagnið kom svo 1972 í Hauka- dalinn. Farið með geyminn í hleðslu Talið berst aðeins að jólahaldi á uppvaxtarárum hjónanna. Bæði eru á því að jólin hafi verið mjög hátíð- legur tími og allt í föstum skorð- um. „Það var mikil kyrrð sem færð- ist yfir á aðfangadagskvöld,“ seg- ir Guðrún. Jólatré voru sett upp á aðfangadag og kveikt á kertunum á aðfangadagskvöld. „Það var sungið í kringum jóla- tréð á aðfangadagskvöld, jóla- dag, gamlárskvöld, nýársdag og á þrettándanum. Svo var húslest- ur á aðfangadagskvöld og nýárs- dag,” segir Árni. Á heimili Guð- rúnar var ekki húslestur en allir áttu að hlusta prúðir á útvarpsmess- una. Árni man eftir þeim tíma þeg- ar útvarp var ekki til á hans heim- ili en þá var farið á aðra bæi ef eitt- hvað sérstakt var í útvarpinu. “Ég man að við keyptum útvarp 1944 eða 1945. Þá þurfti að fara með geyminn að Háafelli til að hlaða hann því þar var vatnsaflsstöð.“ Tímarnir hafa augljóslega breyst og það er notalegt að heyra sög- ur frá gamla tímanum þótt maður vilji helst ekki hverfa frá þeim nú- tíma þægindum sem bjóðast í dag. Og það er ekki laust við að einhver jólatilfinning fylgi með þegar ekið er út Haukadalinn með sterka reyk- lyktina í fötum og nýfallinn snjór loksins farinn að sjást á jörðu. sm Jólaundirbúningurinn í reykkofanum Árni og Guðrún framan við reykkofann. Kveikt upp í kofanum. Allt er tað- og birkireykt á Vatni. Bjúgu, hangiket og annað góðmeti komið í reyk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.