Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 30
Bragi Ólafsson
á bakvið eyrað - eins og ég geri ráð fyrir að hægt sé að orða það
- hlýtur hann að vilja hafa þau þar út af fyrir sig.
3
Á laugardeginum, þremur dögum eftir að Ásta hringdi í mig og
ég hringdi í Aðalstein, sló ég á þráðinn til Ástu og sagði henni að
Aðalsteinn ætlaði að hugsa sig um hvort hann kæmi í boðið næsta
laugardag.
„Hann verður bara að taka sér þann tíma sem hann þarf til að
hugsa málið,“ sagði Ásta, og ég fann á henni að hún var upptekin
við eitthvað, ég þóttist jafnvel skynja að einhver væri hjá henni,
líklega alveg við hlið hennar.
„Ég bíð þá bara eftir að hann hringi,“ sagði ég.
„Má ég hringja í þig seinna í dag?“ spurði Ásta, og staðfesti þar
með þann grun minn að hún hefði ekki tíma fyrir mig í augnablik-
inu.
Hún hringdi aldrei aftur. Ég reyndi að ná í Aðalstein til að segja
honum að hafa sjálfur samband við Ástu og láta hana vita hvort
hann kæmi í boðið - það væri auðvitað óþarfi fyrir mig að vera
einhver milliliður - en ég náði aldrei í hann. Ég frétti síðan tveim-
ur dögum síðar, frá öðrum kunningja mínum, að Aðalsteinn hefði
verið á tónleikum með bandarískum píanóleikara sem lék nútíma-
tónlist á einhvers konar dvergpíanó.
Ég hafði reyndar spurt hann nokkrum dögum áður hvort hann
ætlaði sér að fara á tónleikana - ég vissi að hann var spenntur fyrir
þeirri tegund tónlistar sem leikin er á svona leikfangahljóðfæri
- en þá sagðist hann ekki komast; móðir sín væri búin að bjóða
sér í leikhús þetta kvöld, nokkuð sem ég vissi að stássdrengur-
inn Aðalsteinn Enok Guðnýjarson þoldi ekki: leikhús. Allra síst
leiksýningar eins og þá sem móðir hans hafði boðið honum á;
sýningu sem krafðist einhvers konar þátttöku leikhúsgesta.
4
Þegar komið er inn í íbúðina hjá Ástu, innan úr forstofunni
- það er að segja ef hún er ekki búin að breyta til síðan ég kom
28
TMM 2005 • 4