Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 33
Foreldrar Bunuels Leonardo og sýna mér; þetta var sérstaklega myndarlegur maður, mun fallegri en sonurinn, með þykkt og dökkt afturgreitt hár, og nítjándualdarlegt yfirvaraskegg sem með aðstoð ofurlítils ímynd- unarafls hefði verið nóg að stroka út af myndinni til að gera þá Leonardo og Aðalstein ekki svo ólíka hvorn öðrum. 6 Á mánudeginum - sama degi og það varð ljóst að ég sjálfur kæmist ekki til Ástu á laugardagskvöldið - hringdi Aðalsteinn í nrig og sagðist vera að hugsa um að þiggja boðið, hvort ég gæti látið Ástu vita? „Ertu að hugsa um það, já?“ spurði ég. „Já.“ „Þannig að þú ert ekki alveg laus við að vera forvitinn um hvernig þessi Sesselja lítur út?“ Aðalsteinn svaraði með því að ítreka hvort ég gæti staðfest fyrir sig boðið til Ástu. „En varstu ekki að tala um að það gæti hugsanlega haft áhrif á það sem myndi gerast í framhaldinu? Það er að segja að fara í boðið?“ „Sagði ég það?“ „Eitthvað á þá leið, já.“ „Haft áhrif á það sem gerðist í framhaldinu?“ „Ef ég á að vitna alveg beint í þig,“ hélt ég áfram, „- ég man það eins og það hafi staðið á prenti og ég hafi lesið það aftur og aftur ~ þá sagðirðu að „þetta hljómaði vissulega eins og verið væri að skipuleggja eitthvað sem síðan myndi hafa áhrif á það sem gerðist í framhaldinu“. Svo bættirðu við einhverju á þá leið að ef ekkert gerðist, þá gerðist heldur ekkert í framhaldi af því. Þannig að ef eitthvað er að marka þín eigin orð, þá ættirðu að hugsa þig vand- lega um áður en þú þiggur boðið til Ástu. Enda erum við að tala um heimboð á laugardagskvöldi, til manneskju sem þú þekkir; nianneskju af sama kynstofni og þú, með mjög svipaðar hugmynd- ir um hvernig fólk á vorum tíma á að umgangast hvert annað.“ Mér fannst hann eiga það skilið að vera strítt svolítið, og ég bætti við þeirri spurningu hvort hann væri viss um að sú ákvörðun að TMM 2005 • 4 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.