Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 122
Bókmennti r
ýmsu sem tefur börn í fjallgöngu, svo sem krækiberjum, gömlum refabúum,
helli sem þarf að skoða. Síðan hefst næsta svipmynd á þessa leið:
Sit á Bjólfinum, skóstærð fjörutíu. Húsið mitt er eldspýtustokkur langt fyrir neðan,
garðurinn horfinn. ... Guð er ekki hér. (26)
Sólin sest að morgni er stutt bók, lítil frásögn að umfangi. Og í henni gerist ekki
margt stórra atburða. Samt er þetta stór frásögn. Opin, gjöful og næm. Frásögn
sem gefur lesandanum hlutdeild í lífi, þroska og tilfinningum á mörgum plön-
um; frásögn sem að mörgu leyti minnir á tónverk í byggingu sinni og stígandi,
tónverk sem spilað er mjúklega og lágstemmt á tærar flygilnótur en opnar dyr
að sinfóníuhljómsveitinni sem spilar undir, þungt og harmrænt, þótt ekki
heyrist til hennar. Lesandinn heyrir hana samt innra með sjálfum sér.
Haukur Már Helgason
Að hitta gatið á höfuðið
Steinar Bragi Guðmundsson: Sólskinsfólkið. Bjartur 2004.
Ari kemur til íslands til að kenna kúrs við Háskóla íslands um heimspeki
nýaldar, eða eins og hann kynnir viðfangsefnið sjálfur: „I þessu námskeiði ætl-
um við að skoða heimspeki nýaldarinnar ... heimspeki Descartes, cógítóið, eða
cogito ergo sum - ég hugsa, þess vegna er ég, hvað þetta þýðir ... og í framhaldi
færum við okkur yfir í Hume, trúarbrögðin, orsakalögmálið, meðal annars, og
Leibniz ... mónöðurnar, og Kant, forskilvitlega heimspeki hans, og svo mun ég,
ef til vill, ef tími gefst til, koma aðeins inn á Hegel, díalektík og ... við munum
sjá, hvað það er sem ..(s. 26)
Ef einhver heimspekingur þessa tímabils er lykillinn að bók Steinars Braga,
Sólskinsfólkið, ef hún hnitar hringi í kringum einhverja grundvallarhugmynd
nýaldar, er það þó kannski hughyggja Berkeleys, gatið í upptalningunni. Sú
tilgáta að sönn þekking á heiminum fáist ekki fyrr en skynjunin hefur verið
strípuð af allri hugsun, allri tilbúinni merkingu tungumálsins, er eiginlega
sannreynd af persónum bókarinnar. Persónur bókarinnar hírast einmitt þar
á mörkunum, falla loks yfir mörkin hinum megin tungumálsins og eru þá
staddar í martröð sundurslitinna tákna og fyrirbæra - ef þær hafa þá öðlast
sanna þekkingu á heiminum er hún ekki tekin út með sældinni. Martröðin
er ekki ósvipuð því að skruna gegnum útvarpsrásir á FM-bylgju ... eða vera
sjálfur útvarp sem er skrunað gegnum FM-bylgju - segi ég til krækja í næstu
staðhæfingu:
Fjölmiðlaafurðir poppmenningarinnar virðast sterkari - í öllu falli augljós-
120
TMM 2005 • 4