Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 16
Seinna uppgötvaði ég að þeir voru náttúrulega innblásnir af súrreal-
istunum. Sigfús þekkti þá t.d. vel og hans fræga grein „Til varnar skáld-
skapnum“ er unnin út frá sjónarhóli menntaðs síðsúrrealista, manns
sem hefur lært allt af súrrealismanum sem hægt var að læra.
Maður sogaði þessa skáldskaparfræði í sig. Svo var kominn tími til
að taka þetta eitthvað lengra. Því að þetta var ekki nóg. íslenska nútíma-
ljóðið var orðið settlegt á þessum tíma. Hannes Sigfússon gengur lengst
í Imbrudögum í því að leysa veruleikann algerlega upp. Ég varð fyrir
mestum áhrifum frá honum.“
Það er áhugavert að veltafyrir sér hvernigþúferð aðþessu, að taka eitt
skrefí viðbót við módernismann. Einn þeirra áhrifavalda sem þú nefnir
stundum er Dagur Sigurðarson sem fékkst við svipað verkefni. Hans
aðferð var að afhelga tungumálið, klæða það úr sparifötunum. En það er
ekki þín aðferð. Þið Dagur eigið lítið sameiginlegt efvið horfum á Ijóðmál
eða yrkingaraðferðir. Þú beitir áfram vopnum módernistanna, flóknum
myndhverfingum og stílbrögðum.
„Vissulega. En á sama tíma var ég undir heilmiklum áhrifum frá því
verkefni Dags að afhelga ljóðið. Ég las t.d. ljóð á pönkkonsertum. Mér
fannst ég líka vera að segja sömu hlutina og Dagur, ég var að tala um
sætu stelpuna og tunglið alveg eins og hann. En svo er kynslóð þarna á
milli - listaskáldin vondu - og þau höfðu auðvitað áhrif á mann. Það
var einhver lífsgleði og leikur svo sýnilegur þar og stór hluti af því sem
ég hef verið að gera er að leika mér.“
Þúflytur Ijóð á pönktónleikum og tengist pönkinu sterkt. Samt er Ijóst
þegar maður les Ijóðin þín að þú kannt miklu betur á Ijóðmálið en margir
pönkarar á hljóðfœri. Viðhorfið sem Einar Örn hefur verið gerður ábyrg-
urfyrir - „það er ekki hvað þú getur heldur það sem þú gerir sem skiptir
máli“ - er hvergi að sjá þarna. Þetta eru Ijóð manns sem veitfullkomlega
hvað hann er að gera.
„Ég tókþetta mjög alvarlega. Fyrir mér var uppreisnin ekki bara falin
í að öskra, þá hefði ég bara gert það. Og maður gerði það svosem á milli
ljóða og í lyftunni í Asparfellinu.
Ég veit ekki af hverju en ég hef alltaf verið vandvirkur og vinnusam-
ur. Ég uppgötvaði snemma að það þyrfti ofboðslega nákvæmni bæði til
að koma til skila þeim kenndum sem ég var að glíma við og til þess að
ljóðið virkaði. Það þarf mikla hnitmiðun í hinu súrrealíska ljóði, í mynd-
hverfingum og hinum óvæntu uppákomum."
Þú fórst aldrei í háskóla en ert feikilega vel sjálfmenntaður. Ég man
að það kom mér mest á óvart þegar við töluðum fyrst saman, maður var
búinn að lifa með verkum þínum og þar var allt á skjön eða á jaðrinum,
14
TMM 2005 • 4