Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 113
Bókmenntir á einum stað: „Algeng fararefni manna á miðöldum eru allt upp í tvö tonn af voðum sem þarf að byrja á því að koma í verð í útlöndum.“ (LR:17) Sem er hárrétt, en svo kemur túlkunin: „íslenskt vinnuafl er svo ódýrt að þrátt fyrir flutningskostnað er afurðin samkeppnisfær við heimatilbúinn varning". Ég lít þvert á móti þannig á að það hafi verið hárflutningskostnaður, fremur en ódýrt vinnuafl, sem gerði vaðmálið samkeppnisfœrt. Og meina þá: samkeppnisfært við aðrar útflutningsvörur, því að eitthvað urðu ferðamenn að taka með sér sem gjaldeyri. Meðan flutningskostnaður útilokaði vörur eins og smjör, skreið eða óunna ull, þá borgaði sig að flytja vaðmál, sem fól meira verðmæti í hverju tonni, jafnvel þótt vinnuaflið hefði verið nákvæmlega jafndýrt á íslandi og í „viðskiptalöndunum“. Hér þykist ég sem sagt geta leiðrétt Pétur (með rökum sem í hagfræði milli- ríkjaviðskipta eru kennd við „hlutfallslega yfirburði" gagnstætt „algerum yfir- burðum“). Veit ég þó vel að margir kollegar mínir, og kannski flestir, myndu fallast á hans túlkun, enda er hún fyllilega hlutgeng í fræðilegri umræðu. í skáldskapnum sjálfum er höfundur ekki aðeins bundinn af kröfum stílsins, heldur sviptur þeirri afsökun að skera upplýsingar við neglur heimildanna. Sagnfræðingur getur leyft sér að segja þá sögu sem heimildir leyfa, ræða hrein- skilnislega hvar þær brestur og hvernig helst megi geta í eyður þeirra. Skáldið verður að geta í eyðurnar vafningalaust. Þá er vandi að fylla upp í útlínur atburðanna án þess að misstíga sig á smáatriðum. Á flestu slíku skortir mig þekkingu til að dæma um lýsingar Péturs, og efasemdir mínar snerta helst smáatriði. Eitt ágreiningsefni tel ég umræðu vert: Þar er komið sögu að Sunnlendingar hafa stráfallið í plágunni miklu (Svarta- dauða), svo að fjarskyldir erfingjar komast að óvæntum eignum. Söguhetjan er stödd í Fljótshlíðinni og „gerir sér að nýju ferð niður á Breiðabólstað til að kanna sóknartöl (kirkjan heldur til haga víðtækum ættfræðifróðleik þar eð hún bannar sifjar í fjórða lið).“ (VT:43) Hér er síst ofmælt um hjúskapar- tálmana, því að skyldleiki hjónaefna, og þó ekki væri nema tengdir, í fimmta og jafnvel sjötta lið krafðist undanþágu sem kostaði peninga. Það er ekki að tilefnislausu að Pétur skáldar skýringu á því hvernig hægt var að framfylgja svona reglum. En eiginlega hafði hann sjálfur gefið betri skýringu í bókinni á undan. Þar ræðir um hjúskaparmál Alienóru (eða Elínóru) af Akvitaníu, nú Frakkadrottn- ingar en síðar Englandsdrottningar, móður Ríkharðs ljónshjarta og þeirra bræðra. Hún er orðin langþreytt á fyrri manninum, Loðvíki helga Frakkakon- ungi, og „fer fram á skilnað. Eftir fimmtán ára sambúð hefur henni borist vitn- eskja um frændsemi í fimmta og sjötta lið. Hún ætlar að taka kirkjuna á orðinu sem bannar blóðsifjar í sjöunda lið.“ (LR:48) Þarna er svarið. Svona reglum var ekki hœgt að framfylgja, nema að litlu leyti og á næsta tilviljunarkenndan hátt, því að tæmandi fróðleikur um fram- ættir fólks lá einfaldlega ekki fyrir. Ekki einu sinni hjá háaðli Evrópu, hvað þá meðal óbreyttra Fljótshlíðinga. Kirkjan hafði stigið hænufet til móts við TMM 2005 • 4 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.