Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 94
Menningarvettvangurinn Nær hefði verið, að mati dyravarðarins, að halda veislu fyrir almenning eins og þegar Friðrik prins gifti sig. Þá voru haldnir tónleikar undir berum himni fyrir almenning sem flykktist að. Sjálfur hafði dyravörðurinn staðið rétt hjá prinsinum á skemmtuninni og var að vonum sæll með það. En hefði Andersen langað til að bjóða almenningi í veisluna sína? Hann var afar upptekinn af frægð í lifanda lífi og fannst hún það eina sem tryggði eilíft líf. Kannski hefði hann orðið stórhrifinn af að hitta Tinu Turner og Harold Bloom. Það er raunar mat Niels Kofoed, eins helsta sérfræðings Dana í Ander- sen, að afmælisnefndin hafi viljað kynna skáldið út á við í léttum dúr - hafa þetta ár Andersen light. Blaðamaður Weekendavisen telur upp það sem henni finnst að hefði átt að gera fyrir peningana: Til dæmis hefur lengi verið lýst eftir nýrri þýðingu á heildarverkum Andersens á ensku. Flest eru ævintýrin aðeins til í aldargamalli þýðingu sem þar á ofan er löguð að ungum lesendum með tilheyrandi ritskoð- un og barnamáli. Einnig hefði verið við hæfi að setja upp eitthvert eða einhver af þeim 50 sviðsverkum sem Andersen lét eftir sig, og styrkja það fólk sem var með raunhæfar áætlanir um góða hluti en sjóðstjórnin hafnaði. Gáum að því að Jónas verður 200 ára 2007 - er búið að panta Tinu? Ort til Marínu Sigurður Pálsson skáld er í fararbroddi í Tímaritinu að þessu sinni. Ljóðið er úr bók sem er að verða tilbúin í handriti en kemur ekki út fyrr en á næsta ári og losnar þvi „við þetta jólaflóð, farsællega,“ skrifar hann mér í tölvuskeyti: „ég er orðinn frekar þreyttur á þessu metsölulistaþvargi, miklu bóksöluhnjaski en að því er virðist í fljótu bragði, minnkandi áhuga á bókmenntum,“ segir hann enn fremur. Seinna í skeytinu segir um sjálft ljóðið: - Þú sérð á heiti ljóðsins hver er ávörpuð. í bókinni verður þetta ljóð í kafla sem væntanlega mun heita Ávörp. Ég fékk nefnilega nýlega í hendur bók með enn fleiri þýðingum á ljóðum Marínu á frönsku og einn af hennar helstu þýðendum á það mál er Henri Deluy. - Henri þessi Deluy hefur ritstýrt Action Poétique í yfir fímmtíu ár (eh oui!) og var hér í mánuð í hittifyrra og gerði Islandshefti af AP með ljóðum eftir ein sjö átta íslensk skáld, frábærri yflrlitsgrein um íslenska ljóðlist í þúsund ár eftir Torfa Tulinius o.fl. Henri er kapítuli útaf fyrir sig, ágætis ljóðskáld sjálfur, en aðallega snilldarþýðandi (fyrir utan óviðjafnanlegt úthald sem ritstjóri sem er menningarverðmæti í sjálfu sér) - en semsagt, eftir þennan pakka af ljóðum Marínu, til viðbótar við það sem ég hafði áður lesið, varð mér ljóst sem aldrei fyrr að hún er í öndvegi. Topp tíu? - gæti einhver spurt. Svar mitt er já. - Og ég var eiginlega að þakka henni fyrir það. Eins og ljóðaunnendur vita hefur Ingibjörg Haraldsdóttir bæði þýtt ljóð eftir Marínu Tsvetajevu og ort til hennar þannig að Marína er orðin hluti af íslensk- um bókmenntum - ef ekki beinlínis íslandsvinur. 92 TMM 2005 • 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.