Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 91
Þriggja stafa maður
Hvernig á ég að geta hugnast smekk og sjálfbirgingshætti annarra eða full-
nægja þörfum þeirra? Sumir skilja of lítið, sumir of mikið; þeir virða bækur eftir
sömu aðferð og fólk; þeir dæma ekki eftir persónuleikanum heldur ytri búnaði,
eins og Austin segir; þeir athuga ekki hvað skrifað er heldur hver skrifar; nafn höf-
undarins skapar eftirspurn, þeir meta ekki málminn heldur stimpilinn sem er á
honum; þeir líta aðeins á ílátið, ekki innihaldið. Ef hann er ekki ríkur, á merkum
stað, kurteis og hugrakkur, mikill doktor, þakinn titlum en ekki að sama skapi
hæfileikaríkur, þá er hann bjáni. En, eins og Baronius sagði um verk Caraffa
kardínála: Sá er svín sem afneitar manni vegna fátæktar hans. Sumir eru, vegna
vinskapar, of hlutdrægir til að sýna hroka, aðrir hafa fordóma og byrja að karpa,
svívirða, draga niður í svaðið og skammast; þeir álíta kannski allt sem ég geri fyrir
neðan allar hellur. Sumir eru eins og býflugur eftir hunangi, sumir eins og köngu-
lær að safna eitri. Hvað á ég að gera í slíku tilviki? Ef þú kvartar í þýskri krá yfir
fæðunni eða húsnæðinu svarar gestgjafinn önugur: Ef þér líkar þetta ekki, farðu
þá á annan veitingastað. Ég segi: Ef þér líkar ekki við skrif mín, farðu þá og lestu
eitthvað annað.
H-H-G í þessu samhengi
Eins og fram hefur komið fannst mér texti Burtons geta átt örlítið
erindi til okkar. Ákveðið umburðarlyndi einkennir efnismeðferð hans.
Kannski lítum við ekki alltaf nægilega vel í eigin barm og dæmum þá
kannski aðra óþarflega hart. Ég á hér einkum við eitt tiltekið ‘fórnar-
lamb’ sem réðst í það stórvirki að skrifa um nóbelsskáldið okkar í óþökk
sumra.
Heimildir:
Robert Burton (Democritus Junior): The Anatomy of Melancholy. New York
Review Books. Classics. New York 2001 (1621).
Dagný Kristjánsdóttir. Undirstraumar. Greinar og fyrirlestrar. Háskólaútgáfan.
Reykjavík 1999.
Eiríkur Jónsson. Rætur íslandsklukkunnar. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykja-
vík 1981.
Finna B. Steinsson. The Anatomy of Melancholy. Sýningarskrá vegna sýningar í
Listasafni alþýðu 17. apríl - 9. maí 2004. Reykjavík 2004
TMM 2005 • 4
89