Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 81
MEGAS - GAMALL OG NÝR sem „úrelts" (sjá: Skafti Þ. Halldórsson, 1977, 15) má telja undantekn- ingu. En flutningur textanna er ekki það eina sem heldur kveðskapar- heimi Megasar saman. í ljóðum sínum notar hann oft vísanir til sinna eigin kvæða og skrumskælir gamla lagatexta sína. Á plötuna Á bleikum náttkjólum (1977) setur hann t.d. kímið lag, „Jón Sívertsen og sjálfstæðisbarningur ísfirskra“. Textinn er byggður á kvæðinu „Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbarátta íslendinga“ á fyrstu plötu Megasar, en hann er brenglaður og settur inn alls konar fyndinn viðauki: „.. .um dúntekju réttmætleg gögn öll og gæði/ og góð bílastæði / .../ frítt fæði“ (Textar; 139). Merkingin gufar vissulega upp úr orðunum; þeim er breytt og bætt er inn í línurnar vegna hljóms og bragarháttar. Orðin „íslendingar“, „íslenskur“ víkja alls staðar fyrir orðunum „ísfirskur“, sjálf- stæðisbaráttan er gerð enn staðbundnari með tilvísun til uppruna Jóns Sigurðssonar og „sjálfstæðisbarátta“ verður „sjálfstæðisbaslið“. Stundum býr skáldið til ný merkingarlaus orð, t.d. „geimréttarhagfræði“, „harð- plastmódelkoppur". Þetta vísar til nonsense-ljóða breskra höfunda, eins- og Edwards Lear og Lewis Carroll, sem Megas tileinkaði sér á unga aldri að eigin sögn (Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson, 2001). Útúrsnúning- urinn fylgir frumtextanum nákvæmlega nema í þriðja erindi þar sem textinn er gjörbreyttur. Þar er um að ræða baráttu fyrir „bjórneyslu og innflutningsfrelsi“ í staðinn fyrir tungumálið og landið (líklega brýnasta baráttumálið á þeim árum þegar bjór var ekki seldur í Ríkinu!). En það fyrsta sem lesendum/hlustendum dettur í hug í sambandi við þetta Ijóð er gamli textinn hans Megasar en ekki sjálfstæðisbarátta íslendinga gegn Danaveldi sem slík. „Jón Sívertsen“ er skilinn sem framhald eða endurút- gáfa á þessum texta. Málið snýst ekki um það hvort sjálfstæðisbaráttan hafi tekist, einsog í frumkvæðinu, heldur hvort það hafi yfirleitt verið nokkurt vit í henni. Einsog stendur í lokaerindinu verður landið fang- elsi, þótt það sé „bólstrað og rósmynstrað og hurðalaust", sama hvort „sjálfstæðisbaslið“ fyrir frelsi til allskonar óþarfra hluta heldur áfram eða ekki. Nafnið „Jón Sigurðsson“ í ljóðinu þýðir alls ekki neitt - það er bara eitthvert frægt nafn, svo það er engin furða þó að það brenglist og verði „Sívertsen“. Það er ekki hægt að skilja og túlka ljóðið á réttan hátt nema maður hafi alltaf fyrra kvæði Megasar um Jón Sigurðsson í huga. „Heilræðavísur þriðja og síðasta sinni“ (sama, 209) er ennfremur eðlilegt framhald af fyrri heilræðavísum Megasar og skopstæling á þeim. Heilræðavísum er ætlað að veita áhyggjufullum einstaklingi huggun og lausn vandamála. Vísurnar eru allar byggðar upp eftir sama munstrinu: vandamálaþula í erindunum, lausn vandamálanna í stefunum og e.t.v. lýsing sælu í hugsanlegu „himnaríki“ að lokum. Þriðju heilræðavísurnar TMM 2005 ■ 4 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.