Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 129
Bókmenntir stiklað á stóru yfir það langa tímabil Evrópusögunnar sem nefnt er miðaldir og sem löngum hefur þótt drungalegt og fátæklegt í samanburði við það sem fór á undan og það sem kom á eftir, að minnsta kosti hvað „afrek mannsand- ans“ varðar. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega við lestur bókarinnar hvort hún sé fyrst og fremst yfirlitsrit sem rekur sögu og heimspeki vísindanna frá upphafi og til vísindabyltingar, eða hvort höfundinum finnst einfaldlega að rétta leið- in til að skýra eðli vísindabyltingarinnar fyrir lesendum sé sú að rekja fyrst ákveðna sögu, eins og þessi bylting væri rökrétt afleiðing hennar, rétt eins og kommúnistarnir töldu nauðsynlegt að rekja mannkynssöguna til að geta skýrt eðli öreigabyltingarinnar með tilhlýðilegum hætti. Andri virðist sjálfur taka af öll tvímæli um að hann lítur svo á að síðari skilningurinn sé réttur. Hann segir bókina fjalla um vísindabyltinguna, hvað í henni hafi falist og hvernig beri að skýra hana (bls. 7) og fullyrðir svo að til- teknir atburðir í fornöld og síðar skipti máli fyrir vísindabyltinguna á 16. og 17. öld (bls. 9). Hann talar einnig um framvindu og það er Ijóst að hann kýs að sjá vísindabyltinguna í ljósi heilsteyptrar framvindu sögunnar og ef til vill framþróunar hugmyndanna frá því í fornöld og fram á nýöld. Það má segja að þessi sýn Andra á vísindabyltinguna sé hefðbundin, og strax á fyrstu síðum bókarinnar er ljóst að markmið hans er ekki að gera uppreisn gegn eða hverfa frá hefðbundinni söguskoðun í þessum efnum, heldur þvert á móti að útfæra hana, útskýra og færa í aðgengilegan búning sem hæfir íslensk- um lesendum. Andri sýnir líka íslenskum lærimeisturum sínum hollustu með því að leggja útaf skrifum þeirra og skoðunum á vísindasögu í inngangi. Það má því slá föstu að markmið Andra er að skýra, fræða og síðast en ekki síst færa í íslenskan búning, og auðvitað styrkir bók eins og þessi alla fræðilega umfjöllun og umræðu um sögu og heimspeki vísinda. Mig grunar að notin sem nemendur, kennarar og aðrir áhugamenn um efn- ið hafi af bókinni kunni fyrst og fremst að varða þá staðreynd að hvað sem þessum markmiðum höfundar líður þá er hún fyrst og fremst yfirlitsrit. Hún er einmitt bók af því tagi sem hægt er að nota til að fletta upp einstökum höf- undum, stefnum og kenningum. Nú veit ég ekki vel hvort þetta ætti heldur að teljast til galla bókarinnar eða kosta hennar. Bókin hefur gríðarmargt til síns ágætis, en það er ekki víst að hún hafi það sem fræðileg úttekt eða heild- arskýring á vísindabyltingunni. Óslitnir þrœðir ogframvinda sögunnar Nú er ekki svo að skilja að Andri sé sér ekki meðvitaður um að það er umdeilt að hægt sé að segja sögu vísindabyltingarinnar með þeim hætti sem hann ætlar sér. I inngangskaflanum fjallar hann stuttlega um aðferðafræðileg álitamál, ekki síst þau sem varða sýn á fortíðina frá sjónarhóli nútíðar. Hvernig getum við gert grein fyrir vísindakenningum fyrri tíma þegar ljóst er að við höfum allt aðrar kenningar nú? Er besta leiðin að gleyma einfaldlega því sem við TMM 2005 • 4 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.