Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 74
Olga Markelova
skopmynd og niðurlæging hetjunnar og uppreisn gegn hefðbundnum
og klisjukenndum hugsunum tengdum henni (sumir munu kalla þetta
vanhelgun), jafnvel endurtúlkun á viðburðunum. Það sem skiptir meg-
inmáli í textanum er að farið er með vel þekkt efni á óvenjulegan hátt
sem kemur viðtakendum á óvart. Sama er að finna í textanum „Dauði
Snorra Sturlusonar“ af sömu plötu (Textar, 48). Stíllinn á kvæðinu er
talmálskenndur og passar illa á frásögn um fornhetjur. Stíllinn gerir
söguna hversdagslega og nútímalega þegar í upphafi, en það skrýtnasta
kemur í lokin: Snorri sleppur frá dauðanum, því að hann mætir ekki á
svæðið („hann bjó við Fálkagötu og gerði / grín að þessu og skellihló“).
Textinn byggist á ósamræmi: þótt hann beri titilinn „Dauði Snorra
Sturlusonar" segir hann hvergi frá dauða, og í síðasta erindinu breyt-
ist sviðsetningin óvænt í Reykjavík nútímans (Fálkagata er aðeins
ein á landinu, nefnilega í höfuðborginni, og hún varð ekki til fyrr en
um 1920). Þannig er dregið í efa að textinn fjalli í raun og veru um
síðasta ævidag höfundar Heimskringlu, en ekki um einhvern nafna
hans úr samtíma lagahöfundar og hlustenda. Ferð andstæðinga Snorra
um Reykholtsdal er lýst einsog prakkarastriki: „Þeir sungu frekt með
fólskuhljóðum:/ færum Snorra á heljarslóð / og vöktu alla upp á bænum
/ engum þóttu ljóðin góð“ (sama stað). í túlkun á Ijóðinu má velta fyrir
sér þeirri sögusögn að skáldið og vinir hans hafi ætlað að gera Halldóri
Laxness grikk, en á þeim tíma átti hann einmitt íbúð við Fálkagötu
og segir sagan að hann hafi hlegið dátt þegar hann frétti af þessu. í
þessu sambandi má vitna til orða Steinþórs Steingrímssonar: „I textum
Megasar verðum við þó að hafa þann fyrirvara á að hann bindur per-
sónur sínar ekki alltaf við tíma heldur renna oft aldirnar saman í eitt.“
(Steinþór Steingrímsson, 2002,13)
Textinn „Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar" er annað dæmi
um það hvernig saga um vel þekkta hetju er endurtúlkuð. Það má kalla
textann skopstælingu á ættjarðarljóðum, enda varðveitir hann helstu
einkenni þess kveðskapar: sögulegar persónur eru notaðar eingöngu
sem tákn fyrir glæsta fortíð ættjarðarinnar og forsendur fyrir lífi í
landinu í nútíma; tengsl glæstrar fortíðar við nútímann eru sérstaklega
undirstrikuð. Eins og sjá má nær Ingólfur í fyrsta erindi textans efsta
stigi táknræna gildisins, hann er miklu frekar stytta en manneskja. En
í textanum snýr skáldið blaðinu við, og árangurinn er „and-óður“ í stað
óðs. Ingólfur er gerður ábyrgur fyrir því að landið og þjóðfélagið er
orðið eins og það er nú á dögum. (Arnarhóll, þar sem styttan af Ingólfi
stendur, er frægur samkomustaður drykkju- og útigangsmanna.)
Stundum tekst Megasi að endurtúlka sögu um þekkta persónu án þess
72
TMM 2005 • 4