Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 43
Ljóð gripin sem hálmstrá
tíð, ástandið væri nú aldeilis betra á vorum póstmódernísku tímum,
en ég treysti mér ekki alveg til þess, ekki ennþá. Vissulega hefur margt
breyst og ekki vil ég kvarta. Ætli við séum ekki flestar búnar að átta
okkur á því sem við vissum ekki áður að það er til kvenleg hefð í bók-
menntum og við þurfum ekki að sætta okkur við að vera huldukonur í
karlahefðinni lengur? Ungu skáldkonurnar okkar taka þessu auðvitað
sem sjálfsögðum hlut enda eru þær kannski ekki mikið að velta hefðinni
fyrir sér, en mig langar samt til að minna okkur öll á formæður okkar og
skáldsystur sem bjuggu við lakari hlut en við, fengu ekki að mennta sig
og áttu hvorki peninga né sérherbergi sem skáldkona getur ekki verið án
að sögn Virginíu Woolf. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum var ein þessara
skáldmæltu formæðra okkar, fædd uppúr miðri nítjándu öld. Hún orti
ljóð sem mig langar til að lesa fyrir ykkur. Það heitir
Óðulin mín:
Ég erfði ögn af söndum
í óðsnillingalöndum,
því sigldi ég seglum þöndum
að söngvaranna ströndum.
Þeim knör ég kunni ei stýra
né kaupa ljósið dýra,
mér lýsti lítil týra,
svo leið ég fann ei skýra.
Ég villtist, varð að strandi
á vanþekkingarsandi,
er starði á óðul andi
og ættmenn þar í landi.
Mín sóllönd því ég seldi
og sigling niður felldi.
Við bjarma af orðaeldi
á ævi sit ég kveldi.
Til að binda enda á þetta viðkvæma umræðuefni væri kannski við hæfi
að rifja upp ljóðlínu eftir áðurnefnda Önnu Akhmatovu. Um svipað
leyti og ég var að ljúka menntaskólanámi, en Anna átti aðeins nokkur
ár ólifuð, orti hún ljóð þar sem standa þessi beisku eða öllu heldur kald-
hæðnu orð:
Því miður er ljóðskáldi skylt - að vera karlmaður...
TMM 2005 ■ 4
41