Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Page 43
Ljóð gripin sem hálmstrá tíð, ástandið væri nú aldeilis betra á vorum póstmódernísku tímum, en ég treysti mér ekki alveg til þess, ekki ennþá. Vissulega hefur margt breyst og ekki vil ég kvarta. Ætli við séum ekki flestar búnar að átta okkur á því sem við vissum ekki áður að það er til kvenleg hefð í bók- menntum og við þurfum ekki að sætta okkur við að vera huldukonur í karlahefðinni lengur? Ungu skáldkonurnar okkar taka þessu auðvitað sem sjálfsögðum hlut enda eru þær kannski ekki mikið að velta hefðinni fyrir sér, en mig langar samt til að minna okkur öll á formæður okkar og skáldsystur sem bjuggu við lakari hlut en við, fengu ekki að mennta sig og áttu hvorki peninga né sérherbergi sem skáldkona getur ekki verið án að sögn Virginíu Woolf. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum var ein þessara skáldmæltu formæðra okkar, fædd uppúr miðri nítjándu öld. Hún orti ljóð sem mig langar til að lesa fyrir ykkur. Það heitir Óðulin mín: Ég erfði ögn af söndum í óðsnillingalöndum, því sigldi ég seglum þöndum að söngvaranna ströndum. Þeim knör ég kunni ei stýra né kaupa ljósið dýra, mér lýsti lítil týra, svo leið ég fann ei skýra. Ég villtist, varð að strandi á vanþekkingarsandi, er starði á óðul andi og ættmenn þar í landi. Mín sóllönd því ég seldi og sigling niður felldi. Við bjarma af orðaeldi á ævi sit ég kveldi. Til að binda enda á þetta viðkvæma umræðuefni væri kannski við hæfi að rifja upp ljóðlínu eftir áðurnefnda Önnu Akhmatovu. Um svipað leyti og ég var að ljúka menntaskólanámi, en Anna átti aðeins nokkur ár ólifuð, orti hún ljóð þar sem standa þessi beisku eða öllu heldur kald- hæðnu orð: Því miður er ljóðskáldi skylt - að vera karlmaður... TMM 2005 ■ 4 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.