Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 59
SlGGA LITLA SYSTIR MÍN ...
Ríðum ríðum ríðum uppí rúmi,
sængin er að detta niðrá gólf.
Framhaldið er á ýmsa vegu. „Flýtum okkur, mamma er að koma“ segja
sumir, eða „Varúð varúð, mamma er að koma“ eða „Þey þey, þey þey,
einhver er að koma.“ Einn hafði framhaldið svona: „Það er gott að vera
uppí rúmi/ þegar klukkan er að verða tólf.“ Börn nútímans þekkja líka
þessa vísu. „Þú mátt syngja hana! Ég ætla ekki að gera það!“ sagði 10 ára
gamall drengur við félaga sinn þegar þessi vísa barst í tal fyrr á þessu ári.
Eins og nærri má geta eru börn yfirleitt ófús til að fara með klúra texta
fyrir fullorðna. Ég hef heldur aldrei þrýst á þau að gera það, og spyr þau
aldrei um slíka texta að fyrra bragði, en ef börnin sjálf nefna dónalega
texta bið ég þau að fara með þá fyrir mig. Oftast eru það strákar sem
minnast á slíkt.
Einn tíu ára gamall strákur fór með þessa vísu fyrir mig:
Holdið var nakið,
ég lagð' ana' á bakið,
hitti' ekki' í gatið
svo allt fór í lakið.
Ekkert lag fylgdi þessari vísu.
Kona fædd 1978 sagðist hafa lært eftirfarandi kvæði 10-12 ára gömul,
líklega á Selfossi. Lagið er „Vorvindar glaðir“.
Hátt upp til hlíða
helst vill hann ríða
ljóshærðum meyjum,
miðnæturskin,
leggst hún á bakið.
byrjar þá skakið,
böllurinn rennur
beinustu leið.
Helst vil ég liggja
henni' ofan á,
finna hvernig sæðið
rennur manni frá.
Svo má hún fara
fjandans til bara
þegar það búið er.
TMM 2005 • 4
57