Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 133
Umræður
U M R Æ Ð U R
Huginn Freyr Þorsteinsson
Gleneagles 2005
Umræða um hnattvæðingu virðist ekki hafa náð til eyrna íslendinga nema að
litlu leyti. í Bretlandi, þar sem höfundur hefur búið í rúmt ár, er öldin önnur;
dagblöð, ljósvakamiðlar og tímarit eru stútfull af útskýringum á þessu fyrir-
brigði. Ekki virðist áhugi almennings vera minni en fjölmiðla; hart er tekist
á um eðli hnattvæðingarinnar á kaffi- og öldurhúsum, ekki síður en í lesenda-
bréfum blaðanna. Og af hverju ætti þetta einmitt ekki að vera svona?
Hnattvæðingin - sem heitir á ensku „globalization“ - varðar okkur öll,
hvernig við skipuleggjum samfélag okkar, hvernig við umgöngumst náttúruna
sem og aðra menningarheima og mannfólk. Helstu átakamál samtímans, eins
og stríðsaðgerðir í írak, niðurfellingu skulda fátækustu ríkja heims, Kyoto-
bókunina, einkavæðingu auðlinda, ríkisfyrirtækja og velferðarþjónustu má
fella undir umræðu um hnattvæðingu. Það er því nokkur eftirsjá að því hversu
lítt umræða um þessi mál hefur þroskast á Islandi. Vonandi tekur hún brátt
við sér - í ljósi þess að kannski er umræða á íslandi yfirleitt á eftir þeirri sem
á sér stað í erlendis.
Til marks um gríðarlegan áhuga Breta á umskiptum af völdum hnattvæð-
ingarinnar voru haldin afar fjölmenn mótmæli í tilefni af fundi leiðtoga G8
ríkjanna - Bandaríkjanna, Kanada, Japans, Frakklands, Bretlands, Þýska-
lands, Rússlands og Ítalíu - á Gleneagles hótelinu í Edinborg 6.-8. júlí síðast-
liðinn. Fyrir leiðtogafundinn hafði lögregla búist við um hundrað þúsund
mótmælendum. Reyndin varð sú að um kvartmilljón mótmælenda þyrptist
á skipulögð mótmæli fjölmargra félagasamtaka og góðgerðarstofnana. Skipu-
lögð mótmælaganga var farin undir kjörorðunum „Útrýmum fátækt“ eða
„Make Poverty History“, en þau voru krafa á hendur leiðtogum G8 ríkjanna að
taka á einu mest knýjandi vandamáli heimsins; fátækt meirihluta jarðarbúa og
misskiptingu auðæfa.
Vœntingar miklar
Að vera viðstaddur stóratburð á borð við mótmælin í Edinborg er lífsreynsla
út af fyrir sig: Hátt í allur íbúafjöldi íslands samankominn á litlum bletti í stór-
borg með kröfuspjöld, tónlist, gjörninga og kynningarbása, og fólk á öllum
aldri að reyna að vekja athygli á sínum málstað, oft eftirminnilega. Það var
TMM 2005 • 4
131