Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Qupperneq 74
Olga Markelova skopmynd og niðurlæging hetjunnar og uppreisn gegn hefðbundnum og klisjukenndum hugsunum tengdum henni (sumir munu kalla þetta vanhelgun), jafnvel endurtúlkun á viðburðunum. Það sem skiptir meg- inmáli í textanum er að farið er með vel þekkt efni á óvenjulegan hátt sem kemur viðtakendum á óvart. Sama er að finna í textanum „Dauði Snorra Sturlusonar“ af sömu plötu (Textar, 48). Stíllinn á kvæðinu er talmálskenndur og passar illa á frásögn um fornhetjur. Stíllinn gerir söguna hversdagslega og nútímalega þegar í upphafi, en það skrýtnasta kemur í lokin: Snorri sleppur frá dauðanum, því að hann mætir ekki á svæðið („hann bjó við Fálkagötu og gerði / grín að þessu og skellihló“). Textinn byggist á ósamræmi: þótt hann beri titilinn „Dauði Snorra Sturlusonar" segir hann hvergi frá dauða, og í síðasta erindinu breyt- ist sviðsetningin óvænt í Reykjavík nútímans (Fálkagata er aðeins ein á landinu, nefnilega í höfuðborginni, og hún varð ekki til fyrr en um 1920). Þannig er dregið í efa að textinn fjalli í raun og veru um síðasta ævidag höfundar Heimskringlu, en ekki um einhvern nafna hans úr samtíma lagahöfundar og hlustenda. Ferð andstæðinga Snorra um Reykholtsdal er lýst einsog prakkarastriki: „Þeir sungu frekt með fólskuhljóðum:/ færum Snorra á heljarslóð / og vöktu alla upp á bænum / engum þóttu ljóðin góð“ (sama stað). í túlkun á Ijóðinu má velta fyrir sér þeirri sögusögn að skáldið og vinir hans hafi ætlað að gera Halldóri Laxness grikk, en á þeim tíma átti hann einmitt íbúð við Fálkagötu og segir sagan að hann hafi hlegið dátt þegar hann frétti af þessu. í þessu sambandi má vitna til orða Steinþórs Steingrímssonar: „I textum Megasar verðum við þó að hafa þann fyrirvara á að hann bindur per- sónur sínar ekki alltaf við tíma heldur renna oft aldirnar saman í eitt.“ (Steinþór Steingrímsson, 2002,13) Textinn „Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarsonar" er annað dæmi um það hvernig saga um vel þekkta hetju er endurtúlkuð. Það má kalla textann skopstælingu á ættjarðarljóðum, enda varðveitir hann helstu einkenni þess kveðskapar: sögulegar persónur eru notaðar eingöngu sem tákn fyrir glæsta fortíð ættjarðarinnar og forsendur fyrir lífi í landinu í nútíma; tengsl glæstrar fortíðar við nútímann eru sérstaklega undirstrikuð. Eins og sjá má nær Ingólfur í fyrsta erindi textans efsta stigi táknræna gildisins, hann er miklu frekar stytta en manneskja. En í textanum snýr skáldið blaðinu við, og árangurinn er „and-óður“ í stað óðs. Ingólfur er gerður ábyrgur fyrir því að landið og þjóðfélagið er orðið eins og það er nú á dögum. (Arnarhóll, þar sem styttan af Ingólfi stendur, er frægur samkomustaður drykkju- og útigangsmanna.) Stundum tekst Megasi að endurtúlka sögu um þekkta persónu án þess 72 TMM 2005 • 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.