Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Síða 113
Bókmenntir
á einum stað: „Algeng fararefni manna á miðöldum eru allt upp í tvö tonn af
voðum sem þarf að byrja á því að koma í verð í útlöndum.“ (LR:17) Sem er
hárrétt, en svo kemur túlkunin: „íslenskt vinnuafl er svo ódýrt að þrátt fyrir
flutningskostnað er afurðin samkeppnisfær við heimatilbúinn varning". Ég lít
þvert á móti þannig á að það hafi verið hárflutningskostnaður, fremur en ódýrt
vinnuafl, sem gerði vaðmálið samkeppnisfœrt. Og meina þá: samkeppnisfært
við aðrar útflutningsvörur, því að eitthvað urðu ferðamenn að taka með sér
sem gjaldeyri. Meðan flutningskostnaður útilokaði vörur eins og smjör, skreið
eða óunna ull, þá borgaði sig að flytja vaðmál, sem fól meira verðmæti í hverju
tonni, jafnvel þótt vinnuaflið hefði verið nákvæmlega jafndýrt á íslandi og í
„viðskiptalöndunum“.
Hér þykist ég sem sagt geta leiðrétt Pétur (með rökum sem í hagfræði milli-
ríkjaviðskipta eru kennd við „hlutfallslega yfirburði" gagnstætt „algerum yfir-
burðum“). Veit ég þó vel að margir kollegar mínir, og kannski flestir, myndu
fallast á hans túlkun, enda er hún fyllilega hlutgeng í fræðilegri umræðu.
í skáldskapnum sjálfum er höfundur ekki aðeins bundinn af kröfum stílsins,
heldur sviptur þeirri afsökun að skera upplýsingar við neglur heimildanna.
Sagnfræðingur getur leyft sér að segja þá sögu sem heimildir leyfa, ræða hrein-
skilnislega hvar þær brestur og hvernig helst megi geta í eyður þeirra. Skáldið
verður að geta í eyðurnar vafningalaust. Þá er vandi að fylla upp í útlínur
atburðanna án þess að misstíga sig á smáatriðum. Á flestu slíku skortir mig
þekkingu til að dæma um lýsingar Péturs, og efasemdir mínar snerta helst
smáatriði. Eitt ágreiningsefni tel ég umræðu vert:
Þar er komið sögu að Sunnlendingar hafa stráfallið í plágunni miklu (Svarta-
dauða), svo að fjarskyldir erfingjar komast að óvæntum eignum. Söguhetjan
er stödd í Fljótshlíðinni og „gerir sér að nýju ferð niður á Breiðabólstað til
að kanna sóknartöl (kirkjan heldur til haga víðtækum ættfræðifróðleik þar
eð hún bannar sifjar í fjórða lið).“ (VT:43) Hér er síst ofmælt um hjúskapar-
tálmana, því að skyldleiki hjónaefna, og þó ekki væri nema tengdir, í fimmta
og jafnvel sjötta lið krafðist undanþágu sem kostaði peninga. Það er ekki að
tilefnislausu að Pétur skáldar skýringu á því hvernig hægt var að framfylgja
svona reglum.
En eiginlega hafði hann sjálfur gefið betri skýringu í bókinni á undan. Þar
ræðir um hjúskaparmál Alienóru (eða Elínóru) af Akvitaníu, nú Frakkadrottn-
ingar en síðar Englandsdrottningar, móður Ríkharðs ljónshjarta og þeirra
bræðra. Hún er orðin langþreytt á fyrri manninum, Loðvíki helga Frakkakon-
ungi, og „fer fram á skilnað. Eftir fimmtán ára sambúð hefur henni borist vitn-
eskja um frændsemi í fimmta og sjötta lið. Hún ætlar að taka kirkjuna á orðinu
sem bannar blóðsifjar í sjöunda lið.“ (LR:48)
Þarna er svarið. Svona reglum var ekki hœgt að framfylgja, nema að litlu
leyti og á næsta tilviljunarkenndan hátt, því að tæmandi fróðleikur um fram-
ættir fólks lá einfaldlega ekki fyrir. Ekki einu sinni hjá háaðli Evrópu, hvað
þá meðal óbreyttra Fljótshlíðinga. Kirkjan hafði stigið hænufet til móts við
TMM 2005 • 4
111