Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Blaðsíða 33
Foreldrar Bunuels
Leonardo og sýna mér; þetta var sérstaklega myndarlegur maður,
mun fallegri en sonurinn, með þykkt og dökkt afturgreitt hár, og
nítjándualdarlegt yfirvaraskegg sem með aðstoð ofurlítils ímynd-
unarafls hefði verið nóg að stroka út af myndinni til að gera þá
Leonardo og Aðalstein ekki svo ólíka hvorn öðrum.
6
Á mánudeginum - sama degi og það varð ljóst að ég sjálfur
kæmist ekki til Ástu á laugardagskvöldið - hringdi Aðalsteinn í
nrig og sagðist vera að hugsa um að þiggja boðið, hvort ég gæti
látið Ástu vita?
„Ertu að hugsa um það, já?“ spurði ég.
„Já.“
„Þannig að þú ert ekki alveg laus við að vera forvitinn um
hvernig þessi Sesselja lítur út?“
Aðalsteinn svaraði með því að ítreka hvort ég gæti staðfest fyrir
sig boðið til Ástu.
„En varstu ekki að tala um að það gæti hugsanlega haft áhrif
á það sem myndi gerast í framhaldinu? Það er að segja að fara í
boðið?“
„Sagði ég það?“
„Eitthvað á þá leið, já.“
„Haft áhrif á það sem gerðist í framhaldinu?“
„Ef ég á að vitna alveg beint í þig,“ hélt ég áfram, „- ég man það
eins og það hafi staðið á prenti og ég hafi lesið það aftur og aftur
~ þá sagðirðu að „þetta hljómaði vissulega eins og verið væri að
skipuleggja eitthvað sem síðan myndi hafa áhrif á það sem gerðist
í framhaldinu“. Svo bættirðu við einhverju á þá leið að ef ekkert
gerðist, þá gerðist heldur ekkert í framhaldi af því. Þannig að ef
eitthvað er að marka þín eigin orð, þá ættirðu að hugsa þig vand-
lega um áður en þú þiggur boðið til Ástu. Enda erum við að tala
um heimboð á laugardagskvöldi, til manneskju sem þú þekkir;
nianneskju af sama kynstofni og þú, með mjög svipaðar hugmynd-
ir um hvernig fólk á vorum tíma á að umgangast hvert annað.“
Mér fannst hann eiga það skilið að vera strítt svolítið, og ég bætti
við þeirri spurningu hvort hann væri viss um að sú ákvörðun að
TMM 2005 • 4
31