Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 14
Stjórnmál
KJARNFOÐ URSJOÐ UR
FJÖLMIÐLA-
ÞJOÐNÝTING OG
RITSKOÐ UN
ndurskoðunarnefnd útvarpslaga
hefur nýlega skilað af sér drög-
um að frumvarpi til laga. Nefnd-
in telur sig hafa lagt á það höf-
uðáherslu „að skapa samræmt
fjölmiðlaumhverfi á fslandi “.
Þetta eru fullkomin öfugmæli.
Nefndin hefur einmitt gefist upp
við að draga ályktanir af þeim
nýju viðhorfum, sem skapast hafa með
afnámi einkaréttar ríkisins á loftmiðlum,
en í staðinn fundið þá dæmigerðu ís-
lensku lausn sem Vilmundur Jónsson,
landlæknir kallaði „sósíalisma andskot-
ans“, óskapnaðarsamkrull einkareksturs
markaðssamkeppni og ríkisreksturs;
með tilburði til þjóðnýtingar fjölmiðla og
ritstýringar af hálfu stjórnmálaflokk-
anna. Skal þessum fullyrðingum nú
fundinn staður.
Sjálf skipan nefndarinnar er ekki til
þess fallin að vekja traust á hæfni hennar
til að skapa samræmt fjölmiðlaumhverfi
á íslandi. Ekki fyrir það að nefndarmenn
séu ekki út af fyrir sig hið mætasta fólk.
En svo einkennilega vill til að mikill
meirihluti nefndarmanna er núverandi
og fyrrverandi starfsmenn eins fyrirtækis
innan greinarinnar, Ríkisútvarpsins.
Formaður er Ögmundur Jónasson, fyrr-
verandi fréttamaður og hefur fengið í lið
með sér Arnþrúði Karlsdóttur, og al-
þingismennina Árna Gunnarsson og Eið
Guðnason. Erna Indriðadóttir og Hörð-
ur Vilhjálmsson eru frá RÚV rekstrar-
deild; Magdalena Schram (útvarpsráð,
Kvennalisti, staðgengill hennar Ingibjörg
Hafstað); Helgi Guðmundsson (stjórn
Þjóðviljans, MFA); Jón Óttar Ragnars-
son, Þorgeir Ástvaldsson (loftmiðlar í
einkarekstri), og loks ráðuneytisstarfs-
mennirnir Þórhallur Arason (fjármála-
ráðuneyti) og Þórunn Hafstein (mennta-
málaráðuneyti).
Maður úr fjölmiðlaheiminum, sem
haft hefur aðstöðu til að fylgjast náið
með skipan og starfi nefndarinnar, segir:
Ég þurfti ekki annað en að sjá andlit
nefndarmanna til að sjá fyrirfram að
hugmyndir hennar mundu mótast af inn-
anhússmálum RÚV og leiðarljósið yrði
Stöð 2 leitar fyrir sér með erlenda
meðeigendur. Jón Óttar telur að við
eigum ekki bara að sporna gegn
erlendri lágmenningu, heldur flytja út
íslenska menningu. En er hún kannski
bara hæf til heimabrúks?
14 HEIMSMYND