Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 18

Heimsmynd - 01.05.1989, Síða 18
afleiðingum, að þeir menn sem skara fram úr eru fyrst þjálfaðir með ærnum kostnaði af Ríkisútvarpinu, en svo yfir- boðnir af samkeppnisaðilum. Þessu yrði að fylgja, að RUV ætti ekki að hafa neinn aðgang að ríkissjóði til að jafna hallann af starfsemi sinni. I rauninni er líka órökrétt, að RÚV haldi rétti sínum til afnotagjalda eftir að einokun hefur verið afnumin og því ætlað að keppa við aðra á jafnréttisgrundvelli. Afnotagjöld- in standa hins vegar fyrir tveimur þriðju af tekjum RÚV og vandséð, að það gæti án þeirra verið, nema til komi stórauk- inn rausnarskapur, metnaður og djörf- ung þeirra menningarpostula, sem fara með fjármálavald hér á landi fyrir hönd þjóðarinnar. Hins vegar má rökstyðja það á margan hátt, að við höfum þörf á öflugu og menningarlegu ríkisútvarpi, meðal ann- ars með því að svara þurfi aukinni ásókn frá öðrum menningarsvæðum um gervi- hnetti. Að tala um þetta eins og styrjald- arástand er kannski fulldjúpt í árinni tek- ið („baráttan um menningarhelgi og loft- helgi íslands er nú loksins að hefjast fyrir alvöru. . . í lofthelgi landsins er innrásin þegar hafin“). Sé RÚV slíkt vopn í bar- áttunni um framtíð íslenskrar menning- ar, er spurningin hvort ekki ætti að létta af því samkeppnisskyldum við léttvæga fjölmiðla, fría það við alla hættu á því að gerast háð auglýsendum, lofa því alfarið að snúa sér að fréttum og menningar- legri dagskrárgerð með myndarlegum framlögum úr ríkissjóði, leggja því til fé til að sinna lagalegum skyldum sínum um gerð efnis fyrir börn, fræðsluvarp, þjónustu við sjúka og aldraða. Til þess þarf miklu fjölmennara starfslið og betri tækjakost en nú er. Pessa leið hafa Bret- ar farið með rekstur BBC. Þeir líta á það sem höfuðstoð menningar sinnar og lista, láta það halda afnota- gjöldum, en leyfa engar auglýsingar. uðvitað er einhver þriðja mála- miðlunarleið hugsanleg, þannig að RÚV keppi að hluta á mark- aði, en fái aukalega tekjustofna frá ríkinu til að standa undir þeim skyldum, sem ríkisvaldið leggur því á herðar umfram aðra fjölmiðla. Vandinn við þá leið er sá, að með því eru rýrðir mögu- leikar samkeppnismiðlanna, sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum og/eða frjálsum áskriftum til að geta veitt RÚV verðuga samkeppni. Ríkisútvarpið getur líka notað aðgang að ríkissjóði til að undirbjóða auglýsingar, eins og sam- keppnisaðilar þess fullyrða að nú eigi sér stað um 70 til 100 prósent, með þeim af- leiðingum að skekkja þann markað veru- lega loftmiðlunum í hag og að sama skapi prentmiðlunum í óhag. Ef stjórn- málamenn líta í raun á framtíð íslenskrar menningar í heimi nútíma alþjóðlegra fjarskipta jafngrafalvarlegum augum og þeir láta í veðri vaka opinberlega, mundu þeir sjá sóma sinn í því að gera RÚV að menningar- og listafyrirtæki, sem öllum væri óháð, bæði kaupsýslu- hagsmunum og ríkisvaldi, gæti snúið vörn í sókn með því að gefa íslenskum börnum kost á að alast upp við íslenskt eða íslenskað efni, og jafnvel hafið út- flutning á íslenskri menningu og listum, ef menn telja hana hæfa til annars en heimabrúks. Við það mundu samkeppn- ismiðlarnir fá í sinn hlut þann fjórðung (600 milljónir), sem RÚV hefur haft af auglýsingamarkaðnum (2.400 milljónir) og eflst þannig til frekari átaka í inn- byrðis samkeppni og við erlenda miðla um efni, efnistök og auglýsingar. Þetta yrði örugglega stærsti greiðinn, sem íslenskri fjölmiðlamenningu væri gerður um þessar mundir og samkeppnin yrði nóg, þótt RÚV stæði utan og ofan við hana. Um stjórnunarþátt RÚV er í rauninni þarflaust að tala fyrr en teknar hafa ver- ið grundvallarákvarðanir um stöðu þess. Allir hljóta þó að hafa vissar efasemdir um skynsemi þess að fela starfsmönnum stofnunarinnar nánast allt vald í hendur um stjórnun þess og stefnumörkun. Og að breyta afnotagjaldinu í íbúðaskatt og þar með nánast fasteignaskatt er svo gagnstætt allri rökvísi, að fráleitt er að láta sér koma í hug, að meirihluti Al- þingis geti komið sér saman um þá vit- leysu. Til þess að innheimtan batni verð- ur RÚV að batna stórlega. Það mun það ekki gera meðan ríkisvaldið beitir því eingöngu út á gadd auglýsinga og afnota- gjalda. Alþingi verður að horfast í augu við að menning kostar peninga og breyta samkvæmt því. Það er svo þáttur út af fyrir sig, að menntamálaráðuneytið, af öllum opin- berum stofnunum, skuli leyfa sér að af- henda fréttamönnum frumvarpsdrög þessi morandi í prentvillum, mállýtum og öðrum subbuskap, og ekki til þess fallið að glæða með mönnum trú á gildi faguryrða um ást á tungu og menningu þessarar þjóðar. En vonandi bera menn gæfu til þess að fela þessi frumvarpsdrög hulu gleymskunnar og skoða öll þessi mál á ný, í erlendu og innlendu sam- hengi, allsgáðum augum og af sjónarhóli þess veruleika sem blasir við í dag. Efstaleitið er greinilega ekki sá tindur, sem best er til þess fallinn.D Bragógóóur BITI með SKINICU BORGARNES - BITINN er tilbúinn á augabragði, aöeins 3-4 mín. á grillinu og enn skemmri tíma í örbylgju- ofninum. BITINNer með skinku, osti, ananas, papriku og kryddi. Reyndu líka hina með nautahakki og pepperoni. Mjólkursamlag Borgfirðinga, Borgarnesi sími: 93-71200. 18 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.