Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 20

Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 20
 A Ú R H E E N N I N G A R ÞAÐ SEM LÍFIÐ KENNDI SHAKESPEARE. .. Shakespeare-unnendur geta verið hinir ánægðustu þetta árið. Fyrst sýndi Iðnó Hamlet í leikgerð Kjartans Ragnarssonar við miklar vinsældir og talsverðar deilur. Þá hefur RÚV sýnt frábærar BBC upptökur af mörgum leikritanna og nú er Ofviðríð komið á svið í Þjóðleikhúsinu. Það er sagt gáfulegast af öllum verkum þessa furðumanns. Aðalpersónan er Prosperó, hertogi af Milanó, (Gunnar Eyjólfsson) sem hefur verið flæmdur frá völdum af bróður sínum og býr á eyðieyju ásamt Miröndu dóttur sinni (Maríu Ellingsen). Prosperó er þó ekki af baki dottinn. Með fjölkynngi nær hann valdi yfir öndum lofts, láðs og lagar. Eftir tólf ár er hann orðinn nógu slyngur til að magna gjörningaveður, þannig að bróðir hans og aðrir spilltir valdhafar verða skipreika við eyna. Þar ræður Prosperó öllu og setur þrjótana í andlega endurhæfingu. Öld eftir öld hefur þetta leikrit verið lesendum og áhorfendum óþrjótandi brunnur lífsvisku og heimspekilegra hugleiðinga. Talið er að þetta sé síðasta leikrit Shakespeares, kveðja hans til leikhússins. Lífsspekingurinn Prosperó í Ofviðrinu er staðfastur og sjálfsöruggur, frábrugðinn ýmsum öðrum persónum í verkum Shakespeares sem Gunnar Eyjólfsson hefur áður túlkað, eins og hinum svikula lago og hinum tvístígandi Hamlet. Prosperó sé í raun hann sjálfur og flytji niðurstöður hins lífsreynda manns um listina og lífið: Vér erum þelið sem draumar spinnast úr, vor œvi er stutt og umkringd svefni . . . NÝR DOÐRANTUR EFTIR UMBERTO ECO Metsölubókin á Ítalíu þessa dagana, Pendúllinn hans Foucoult, er rammflókin saga um alheimssamsæri musterisriddara og trúvillinga á krossferðatímunum, fimm hundruð blaðsíður að lengd, margar þeirra mesta torf, með nákvæmum lýsingum á dulhyggju löngu horfinna kynslóða. Hver gæti skrifað slíka sögu þannig að almenningur gleypti hana í sig eins og reyfara annar en Umberto Eco? Það þótti saga til næsta bæjar þegar þessi hógláti háskólaprófessor skrifaði fyrir nokkrum árum skáldsöguna Nafn rósarinnar (þýdd á íslensku af Thor Vilhjálmssyni) þar sem dularfull munkamorð, klausturbruni, glatað rit Aristótelesar um gleðina, latínuklausur og klerkaspeki frá tólftu öld fléttuðust saman á svo spennandi máta að fólk sem byrjaði á bókinni hvarf afsíðis með hana í fanginu og birtist ekki fyrr en eftir nokkra daga, stundum tautandi: Nú eru bara fimm síður eftir, og ég tími ekki að ljúka þeim. Nýja sagan greinir frá Umberto Eco: rithöfundurinn sem blandar saman morðgátum og fræðimannatorfi. þremur starfsmönnum við ítalskt útgáfufyrirtæki sem telja að musterisriddararnir hafi haft á prjónunum ráðagerðir um að ná heims- yfirráðum með því að virkja segulmagn jarðar. Lykilinn að hernaðaráætlun ridd- aranna sé að finna undir pendúl nokkrum sem eðlisfræðingurinn Foucoult hengdi upp í París á síðustu öld til að mæla snúning jarðarinnar. En ítalirnir komast í hann krappan þegar upp skjóta kollinum náungar sem vilja eignast hlutdeild í fróðleik þeirra og það ekki í friðsamlegum tilgangi. Saga um krabbamein mannsandans, segja sumir, ótrúleg þvæla, segja aðrir, en hvað sem því líður kemur Pendúllinn hans Foucoult brátt út í tuttugu og fjórum löndum utan Ítalíu. 20 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.