Heimsmynd - 01.05.1989, Page 21

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 21
KRISTNIHALD í FÆREYJUM egar kvikmyndafélagið Umbi frumsýndi myndina Stella í Orlofi haustið 1986 þusti þriðjungur þjóðarinnar á myndina á skömmum tíma. Stella skilaði aðstandendum sínum góðum hagnaði og nægri bjartsýni til að ráðast í gerð kvikmyndar af allt öðru tagi. Þann 25. febrúar síðastliðinn var síðan myndin Kristnihald undir Jökli frumsýnd. Leikstjóri er Guðný, dóttir höfundar verksins, og með helstu hlutverk fara Sigurður Sigurjónsson, Baldvin Halldórsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Myndin hlaut mjög góða dóma hjá gagnrýnendum en því miður virðist slæm færð hafa haft einhver áhrif á aðsókn. „Við renndum alveg blint í sjóinn með hver aðsókn yrði,“ segir Kristín Pálsdóttir kvikmyndagerðarmaður og Guðný Halldórsdóttir bætir við að 30 þúsund áhorfendur þurfi að koma til að dæmið gangi upp. Hingað til hafa um 15 þúsund manns séð myndina, „en það eru ekki þessir venjulegu bíógestir," segir Kristín, „heldur mikið af fólki sem hefur ekki farið í bíó árum saman og biður um prógramm og stúkusæti.“ I þessari mynd er samankomið úrval íslenskra leikara og samspil þeirra er að mati gagnrýnenda frábært. Þessa dagana stendur yfir norræn kvikmyndahátíð í Færeyjum, sú fyrsta sem þar er haldin, í tilefni þess að Færeyingar eru að frumsýna fyrstu innlendu kvikmyndina sína. Kristnihald undir Jökli verður sýnd þar í fyrsta sinn utan landsteinanna en þaðan fer myndin líklega til dreifingaraðila í Los Angeles, þess bæjar á vesturströnd Bandaríkjanna (um 13 milljónir íbúa), sem Halldór Laxness dvaldi í ungur maður. Guðný Halldórsdóttir leikstjóri verður í ítarlegu viðtali í næsta tölublaði HEIMSMYNDAR. MADONNA MONA LISA Söngkonan Madonna er búin að skipta um gervi. Núna lítur hún út eins og Mona Lisa, hvíta hárið er orðið dökkbrúnt og rauðu varirnar eru málaðar í mildari lit. Eftir sem áður er hörund hennar mjólkurhvítt og undirfötin svört. Madonna er þrítug og segist orðin þreytt á gömlu ímyndinni. Nýja platan hennar, Like a Prayer, fjallar um áhrif kaþólskrar trúar í lífi hennar og þær ástríður sem trúin vekur með henni. „Ég hef sungið um margvíslegar tilfinningar á umliðnum árum en í fyrsta sinn núna er ég tilbúin að sýna þær,“ segir Madonna. „Þetta krefst mikils hugrekkis af minni hálfu og með þessari nýju plötu er ég að taka meiri áhættu en ég hef nokkru sinni gert.“ Madonna hefur fengist við fleira en sönginn upp á síðkastið en nýlega lauk sýningum á leikriti eftir David Mamet sem hún lék í á Broadway í New York. „Leikurinn vakti með mér nýjar spurningar og krafði mig um hógværð í samvinnu við aðra, sem ég var ekki vön.“ Spurningin er hvort áhorfendur kæra sig um hógværa Madonnu í Monu Lisu gervi eftir þá sem vildi líta út sem Marilyn Monroe endurborin. HEIMSMYND 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.