Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 24

Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 24
En við eigum jákvæðari ímyndir. Þar eru söngvarar, skáld, skák- menn og íþróttahetjur í bland. Ekkert kemst þó í hálfkvisti við þá góðu kynningu sem við höf- um fengið fyrir atbeina íslenskr- ar fegurðar á þessum áratug. Síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslands árið 1980 hefur hún unnið hug og hjörtu margra erlendra þjóða með tígulegri framkomu, þar sem persónutöfrar og yndisþokki hafa ekki haft lítið að segja. Og nú hafa fleiri dísir af íslensku bergi brotnar vakið aðdáun erlendis. Árið 1985 vann Hólm- fríður Karlsdóttir titilinn ungfrú heimur í London. Hún var strax virkjuð í þágu þjóðarbúsins og fengin til að ferðast um og kynna Island og íslenskar útflutnings- vörur við mikinn orðstír. Þremur árum seinna, 1988, hreppti Linda Pétursdóttir sama titil, og eins og fram kemur hér á eftir létu útflutningsaðilar ekki happ úr hendi sleppa. Hún vinnur allt að því sex- tán stunda vinnudag að því að kynna land og þjóð. Fleiri stúlkur mætti nefna eins og Önnu Margréti, sem komst í þriðja sæti í fyrrnefndri keppni í London árið 1987, og hefur síðan aðstoðað nokk- uð við landkynningu. Þessar þrjár fóru til dæmis saman til Parísar í febrúar á vegum Ferðamálaráðs, til að blása Frökkum þeirri hugmynd í brjóst að ís- land væri ákjósanlegur dvalarstaður í sumarleyfinu. Það eru tvær leiðir til að vekja athygli á Islandi í fjölmiðlum úti í heimi. Önnur er að gera eitthvað sem er í frásögur fær- andi, leyfa bjórdrykkju eftir 76 ár, velja konu í æðsta embætti lýðveldisins, eign- ast sigurvegara í íþróttum, skák eða feg- urðarsamkeppni. Hin er að kaupa aug- lýsingar og það er dýrt. Ýmis stórfyrir- tæki eyða upphæðum sem fjárlög íslenska ríkisins mundu varla hrökkva til að greiða til kynningar á vörum sínum. Þeirri fjárhæð hefðum við íslendingar þurft að snara út, til að kosta þá land- kynningu sem fengist hefur með atbeina fagurra og glæsilegra íslenskra kvenna. Þær hafa gert margfalt meira fyrir út- flutningsvörur okkar og þar með sameig- inlegar tekjur landsmanna heldur en elsku stjórnmálamennirnir með allt sitt pex og þref. Nú er fyrirbærið fegurðarsamkeppni oft gagnrýnt, og það með gildum rökum. Andstæðingar slíkra keppna líkja þeim við gripasýningar þar sem líkami kvenna og kynþokki sé skoðað líkt og um skyn- lausar skepnur væri að ræða. Meðan karlmenn leggi allt kapp á að vera metn- ir eftir gáfum, menntun og dugnaði séu konur dæmdar eftir útlitinu, en varla taldar vitsmunaverur. „Var ég þá ekkert annað en umbúðirnar,“ spurði Bryndís Schram sjálfa sig eftir að hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppni á Langasandi 1957. Sumir aðrir sigurvegarar á þeim árum 24 HEIMSMYND ■1 jS : ÍK P- *r v V'- * % Það er varla til sú íslensk útflutningsvara sem ekki selst betur þegar fegurðardís með tltilinn ungfrú heimur leggur henni lið. Hár kynnir Hófí Svala á írlandi ásamt Margréti eiginkonu Baldvins Jónssonar. Linda sem ungfrú heimur 1988. Hún var aðeins 18 ára þegar hún hreppti þennan eftirsótta titil. Linda kynnir fisk á sýningunni Boston Sealood Show í mars síðastliðnum. Hvar sem hún kemur stendur fólk í blðröðum til að fá myndir af henni með eiginhandaráritun, og viðtöl við hana i útvarpi og sjónvarpi veita landi og þjóð auglýsingu, sem er jafnvirði margra milljóna króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.