Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 25

Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 25
töldu sig hafa skaddast andlega á þátt- tökunni, tapað áttum við allt tilstandið. Og samfara kvenfrelsisbaráttu og öðrum uppreisnarhreyfingum sjöunda og átt- unda áratugarins sköpuðust neikvæð við- horf í hinum vestræna heimi gegn slíkum uppákomum. Blómabörn hippahreyfing- anna voru heimspekilega sinnuð og létu sér meira annt um sál en líkama. Hug- sjónir skiptu þau öllu, föt og snyrtivörur engu, enda áttu þau ekki peninga til að kaupa neitt. Framsæknar konur létu ekki nægja að gagnrýna fegurðarsam- keppnir í ræðu og riti, heldur efndu til mótmælaaðgerða þeim til háðungar. Rauðsokkur leiddu kvígu á eina keppn- ina, og minnisstætt er þegar kvenna- framboðskonur birtust með gylltar pappakórónur á borgarstjórnarfundi til að undirstrika mótmæli sín. Ííðarandinn breyttist, pendúllinn sveiflaðist frá efahyggju til efnis- hyggju. Uppatímabilið gekk í garð með áherslu á munaðarleg- an lífsstíl, ytri glæsileika og snjalla hönnun. Neysluþjóðfélag á fullu með tilheyrandi auglýs- ingaflóði. Og fegurðarsam- keppnir blómstra sem aldrei fyrr. Þær eru nú haldnar í hverju krumma- skuði allt í kringum landið, enda verða hvorki meira né minna en sjö blómarósir sendar utan á þessu ári í alþjóðlegar keppnir. „Háar og hraustlegar norrænar konur eru í tísku,“ segir Baldvin Jónsson, sem annast hefur framkvæmd á vali ungfrú íslands undanfarin ár, og er af mörgum talinn maðurinn bak við sigra stúlknanna okkar á alþjóðavettvangi. Hann leggur mikla áherslu á landkynningarþáttinn: „Heimurinn skiptist í markaðssvæði, sem heyja grimmt stríð sín á milli. Þar erum við íslendingar dvergar meðal jötna. Það hjálpar okkur raunar að þjóð- arframleiðslan er ekki feiknamikil að magni. Séum við þekkt er hægur vandi að selja hana alla. Franska Perrier ölkelduvatnið er frægt og þess vegna keypt um allan heim. Is- lenskt ölkelduvatn er líka mjög gott. Það er bara enginn sem kannast við það.“ Ingjaldur Hannibalsson hjá Utflutn- ingsráði staðfestir að stúlkur eins og Hólmfríður Karlsdóttir og Linda Péturs- dóttir hafi veitt ómetanlegt liðsinni. Út- flutningsráð er samtök aðila sem afla þjóðinni gjaldeyris, hvort sem er á sviði sjávarafurða, iðnaðar, ferðaþjónustu, flutninga eða annars. Þegar Linda var kjörin ungfrú heimur var gert samkomu- lag við eigendur keppninnar, breskt hlutafélag, um að hún ynni hundrað daga á þessu ári (þeir gætu orðið fleiri og þá eru ferðadagar ótaldir) að kynningum fyrir íslenska aðila, það er að segja Út- flutningsráð, Ferðamálaráð og Flugleiði. BALDVIN JÓNSSON - á sinn þátt í sigurgöngu fegurðardísanna „Það sjónarmið að vera á móti fegurðarsamkeppni á fullan rétt á sér, alveg eins og fólk hefur leyfi til að vera á móti handbolta og hvalveiðum. Ég mundi sjálfur ekki hafa lagt vinnu í keppni sem eingöngu snerist um að velja fegurstu konu á íslandi. En hér er miklu meira á ferðinni. íslensk stúlka sem hreppir titilinn ungfrú heimur (Miss World) vinnur kynningarstarf sem vekur meiri athygli á landi okkar og þjóð en nokkuð annað sem ég fæ komið auga á. Opinberir aðilar hafa þó ekki þurft að leggja fram eina krónu til keppninnar," segir Baldvin Jónsson. Honum tókst að endurreisa fegurðar- samkeppnir hér á landi eftir langt niðurlægingarskeið, með þeim árangri sem raun ber vitni. Jafnvel er farið að leita til hans um aðstoð erlendis frá. Þannig fengu írar hann fyrir skemmstu til að vera formaður í dómnefnd um fegurstu stúlku þar í landi. Hann starfar raunar sem auglýsingastjóri á Morgunblaðinu en fór að stjórna fegurðarsam- keppninni Ungfrú ísland árið 1982, að beiðni Einars Jónssonar heitins sem unnið hafði gott starf á þeim vettvangi á árum áður. „Mér reyndist erfitt að fá stúlkur til að keppa. Almenningur hafði engan áhuga, um 100 til 150 manns komu til að fylgjast með úrslitum,“ segir Baldvin um fyrstu keppnina. „Sama ár fór ég til London að skoða heimskeppnina þar og mér sýndist Is- lendingar hafa möguleika á að vinna hana. En það yrði að gera allt sem hægt væri til að stúlkur þyrftu ekki að skammast sín fyrir að vera með. Keppnin yrði að vera með þeim brag að þeim yrði ekki mætt með fyrirlitningu, heldur gætu þær verið hreyknar af þátttöku sinni og fengju auðveldlega leyfi foreldra sinna til að keppa. Við reyndum að vanda sem best til skemmtananna þar sem stúlk- urnar voru kjörnar. Ungir og upprennandi listamenn voru fengnir til að koma fram eða einhverjir mjög þekktir eins og til dæmis Kristján Jóhannsson söngv- ari og Rod Stewart." Að keppni lokinni fengu efnilegustu stúlkurnar þjálfun í tvo mánuði áður en haldið var utan á heimskeppnir. Mest áhersla var lögð á íþróttir og líkams- rækt, en auk þess var fengið fagfólk til að leiðbeina þeim um framsögn, hár- greiðslu, snyrtingu og annað sem að gagni mætti koma. Þær fóru þannig betur undirbúnar að heiman en stúlkur frá öðrum löndum. „Fyrstu fimm árin voru uppbyggingarstarf," segir Baldvin. „Það fór að skila árangri 1985, þegar Sif Sigfúsdóttir vann titilinn ungfrú Norðurlönd og Hólm- fríður Karlsdóttir titilinn ungfrú heimur. Þessir fyrstu sigrar erlendis um langt skeið skiptu sköpum. Héðan af mátti gera sér vonir um að okkar keppendur yrðu í hópi þeirra fremstu." Enda spyrja blaðamenn nú strax þegar stúlknahópurinn kemur til keppni: hvar er ungfrú ísland? Hólmfríður Karlsdóttir ruddi brautina, og þegar Linda Pétursdóttir kom á eftir var öll umfjöllun um hana tengd íslandi: íslensk stúlka verður ungfrú heimur, um hana leikur ferskur íslenskur blær, hún er efst á hnettinum, og þar fram eftir götunum. Blaðamenn fóru mörgum orðum um hvað það væri merkilegt að þetta litla land skyldi eiga slíka fegurðardís. Og þeir fundu upp ótal orðaleiki þar sem eyes og ice, augu (þessi bláu hennar Lindu) og ís voru látin ríma saman. „Blaðagreinar um þær Hólmfríði og Lindu hafa birst í ótal löndum og skipta núorðið eflaust þúsundum, auk þess sem sex hundruð milljónir manna fylgjast með krýningu ungfrú heims hverju sinni,“ sagði Baldvin Jónsson. Höfuöpaur fegurðarsamkeppninnar, Baldvin Jónsson og Ólafur Laufdal. Milli þeirra sifja (frá vistri) Margrét, eiginkona Baldvins, Kristín Ketilsdóttir, eiginkona Ólafs Laufdal, og ungfrú Reykjavík 1988, Guðný Elísabet Ólafsdóttir. HEIMSMYND 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.