Heimsmynd - 01.05.1989, Side 29

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 29
tískusýningar, dýrar matarveislur og uppboð þar sem meðal annars voru boðnar upp stækkaðar ljósmyndir af mér með áritun,“ segir Hófí. Eins og fram kemur í bókinni, Hófí, dagbók fegurðardrottningar (eftir Jón Gústafsson) vann hún mikið, en var jafn- framt víða meðhöndluð eins og prins- essa. Á einum stað segir hún: „Mér hef- ur fundist þetta erfiður tími á margan hátt, en oftast líka mjög gaman. Eftir að ég fór að heimsækja börnin hefur þetta gefið mér mjög mikið. Það skemmtileg- asta sem ég hef gert á þessu ári er að heimsækja börn og koma til nýrra landa.“ Nú, rúmlega tveimur árum seinna, hefur hún ekki skipt um skoðun. Heldur ekki um lífsstíl. Hún elskar sama manninn og er í sömu vinnunni. Áður en allt um- stangið hófst var hún á föstu með Elfari Rúnarsyni og nú eru þau gift. Hann var að ljúka lögfræði- námi, en hún fór aftur til barn- anna sinna á Vífilsstöðum, sem fögnuðu henni ákaft. „Hvar er kórónan, hvar er blái kjóllinn?" spurðu þau og á kvöldin heima leituðu litlu stúlkurnar að bláum flíkum og klíndu sig út með varalitum mæðra sinna. Sjálf segist hún hin ánægðasta með líf- ið. Það sé ágætt að vera komin heim eft- ir þetta mikla ævintýri og taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið. Hverju stefnir hún þá að núna og hvernig eyðir hún tómstundunum? „Þær á ég næstum engar, en mér finnst fínt að koma heim og smeygja mér í æf- ingagallann. Mér líður best með fjöl- skyldu og vinum, er ennþá svolítið feim- in þegar ég þarf að segja eitthvað frá eig- in brjósti. Eg reyni að gæta heilsunnar og spenna mig ekki of mikið upp. Að lifa lífinu og vera hamingjusöm, það er óskadraumurinn. “ Með þriggja ára starfsreynslu og deild- arstjórn fær Hófí 51 þúsund krónur á mánuði í kaup. „Ég gæti ekki lifað á því ef ég væri ein,“ viðurkennir hún, en tel- ur þetta starf mikilsverðara fyrir sjálfa sig en að birtast á skjánum fyrir augum nokkurra milljóna áhorfenda. Hún hefði svo sem næg tækifæri til þess og var meðal annars boðið að vinna fyrir Eileen Ford í Bandaríkjunum, en hafnaði því. „Að hlúa að litlum einstaklingum er meira ábyrgðarstarf," segir Hófí, „og ég reyni að gera það eins vel og ég get.“D Þótt Hófí byðist áframhaldandi dvöl í hinni gylltu tilveru auglýsinga og tyrirsætustarfa sneri hún aftur til barnanna sinna á Vítilsstöðum. „Að hlúa að litlum einstaklingum er miklu meira ábyrgð- arstarf," segir hún. Þarna er hún í El Salvador með munaðarlausa telpu í fanginu. HEIMSMYND 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.