Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 30

Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 30
Austfirðingar hrósuðu sigri þegar Linda Pétursdóttir frá Vopnafirði var kjörin ungfrú heimur 1988 og þeir hafa sannar- lega fulla ástæðu til að vera hreyknir af henni. Reyndar vildu Þingeyingar eigna sér hana líka, og ekki alveg út í bláinn.- Hún á til þeirra ættir að rekja. Faðir hennar, Pétur Olgeirsson, var skipstjóri á Húsavík þegar hún fæddist þar 27. des- ember 1969. Hún var ekki há í loftinu þegar hún fór að trítla niður á bryggju til að taka á móti honum. Eldri bróðir hennar, Sigurgeir, gerðist skipstjóri, en sjómannsblóðið kemur ekki aðeins úr föðurættinni. Móðir Lindu, Ása Dagný Hólmgeirsdóttir, er fædd og uppalin í Flatey á Skjálfanda, og þar hefur víst oft verið dýft árum í sjó gegnum aldirnar. Flatey er nú í eyði, en fjölskylda Lindu á þar sumardvalarstað og hún hefur oft farið þangað með þeim sér til skemmt- unar. Þannig hefur hún frá blautu barns- beini verið í tengslum við sjó og fisk- vinnslu, og sú reynsla kemur sér trúlega vel þessar vikurnar, þegar hún ferðast um og kynnir ekki síst sjávarafurðir. Linda var blíðlyndur krakki, en snemma nokkuð ákveðin og órög við ferðalög. Fyrsta flakk á eigin spýtur upp- hófst þegar hún stakk af frá barnaheimili þriggja ára gömul, fór yfir umferðargötu og tókst að finna hús þar nokkuð frá, þar sem mamma hennar vann á sauma- stofu uppi á annarri hæð. Móðirin sat þar, álút yfir saumavél- inni, og vissi ekki fyrr en barnið stóð við hliðina á henni. Henni varð hverft við og ávítaði það fyrir að fara eitt yfir aðal- götu. En sú stutta var kotroskin. „Þetta var allt í lagi, ég gáði bæði til hægri og vinstri. Mig langaði svo að sjá þig sauma.“ Linda var svo tíu ára þegar foreldrar hennar fluttu til Vopnafjarðar, þar sem faðir hennar er framkvæmdastjóri Tanga hf. Þaðan eru gerðir út tveir togarar og einn bátur, saltaður fiskur og verkuð sfld og sem unglingur var Linda þrjú sumur í hraðfrystihúsinu, eins og aðrir í plássinu. Síðan var hún eitt ár, 1986 til 1987, í Minnesota í Bandaríkjunum sem skipti- nemi. Hún var í Ármúlaskólanum, á mála- braut, þegar hún var beðin að vera með í keppninni ungfrú Austurland, en neit- aði. Það hefði ekkert orðið af þátttöku hennar nema af því að keppninni var frestað vegna óveðurs. Þegar hún loks var haldin hittist svo á að Linda var stödd hjá foreldrum sínum í páskafríi. Þá var hún beðin enn á ný og ræddi málið fram og aftur við móður sína, uns þær mæðgur urðu ásáttar um að slá til og Ása hringdi og tilkynnti þátttöku henn- ar. „Ó, mamma, hvað ertu búin að gera,“ kveinaði Linda, en fór strax að þjálfa sig, gera æfingar og synda. Eftirleikinn þarf ekki að rekja og allir aðstandendur eru harðánægðir nema kannske helst tíkin Doppa, sem Linda eignaðist rétt áður en hún flutti frá Húsavík. Doppa saknar Lindu sinnar sárt og skilur ekkert í því hvað hún er alltaf að flækjast í útlandinu. Þegar sagt er við Doppu: „Linda er að koma“ þýtur hún fagnandi út í glugga, en verður fyrir sárum vonbrigðum, þegar hvorki sést tangur né tetur af eiganda hennar. Doppa má þreyja enn um sinn, því vegna vinsældanna eru Lindu sífellt fundin ný verkefni. „Hún er alveg meiri háttar, stelpan, þetta er harðasta púl hjá henni," segir Sigurður Haraldsson hjá SÍF sem fylgdist með Lindu í þriggja daga Spánarferð rétt fyrir páska, þar sem Kynnmg a isiensKum saunsM vai mjög á dagskrá. „Það leikur sér engin venjuleg mann- eskja að því að vera í viðtölum og opin- berum móttökum allan daginn og skjót- ast inn á milli í beina sjónvarpsútsend- ingu í stöð sem sést um allan Spán, og það með fjölda áhorfenda í sal. Fyrir okkur stresskallana var lærdómsríkt að sjá hvað hún tók álaginu með miklu jafn- aðargeði, alltaf jafnsallaróleg. Hún var spurð að öllu milli himins og jarðar, hvaða tegund af salti væri notuð í fiskinn okkar, hvort hún væri trúlofuð og hvern- ig karlmenn henni fyndust mest spenn- andi. Snögg upp á lagið fann hún svör við öllu, og þegar hún var spurð hvort hún kysi heldur að eiga við karlmenn eða þorsk var hún fljót að segja: „Þorsk, það er miklu einfaldara mál!“D 30 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.