Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 38

Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 38
- - aði meðal annars Hús verslunarinnar og hið mikla útsýnishús sem verið er að byggja ofan á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð en þess má geta að Jóhannes Zoega hitaveitustjóri, sem eink- um hefur unnið því máli framgang, er giftur inn í Engeyjarætt- ina eins og síðar verður greint frá. Ingimundur er í skipulags- nefnd Reykjavíkur. Þriðja í röðinni er Guðrún Sveinsdóttir (f. 1944), gift Jóni B. Stefánssyni byggingaverkfræðingi. Yngstur sona Sveins er Einar Sveinsson (f. 1948) er var til skamms tíma forstjóri ættarfyrirtækisins Sjóvár en nú Sjóvár-Al- mennra. Fyrr á öldinni festi Sveinn Benediktsson kaup á jörðinni Ölfusvatni í Grafningi. Fyrir fáeinum árum keypti Reykja- víkurborg þessa jörð fyrir tugi milljóna króna vegna jarðhita- framkvæmda við Nesjavelli og fyrirhugaðs fólkvangs og vakti sú ráðstöfun mikinn úlfaþyt í borgarstjórn og fjölmiðlum. Stjórnarandstöðunni þótti sem verið væri að hygla Engeyjar- ættinni á kostnað bæjarbúa. Þessi jarðakaup sýna sterka fjár- málastöðu afkomenda Sveins Benediktssonar. SJARMERANDI GLÆSIMENNI Annað barn þeirra Guðrúnar og Benedikts var Pétur Bene- diktsson (1906-1969) en hann var að nokkru alinn upp á heim- ili ömmu sinnar, Ragnhildar, á Laugaveginum. Hann var að því leyti líkur Sveini bróður sínum að hann fór stundum ein- Af þriðju kynslóð Engeyinga er einn á Alþingi nií, Halldór Blöndal, systursonur Bjarna Benediktssonar, sonur Kristjönu sem gift var Lárusi Blöndai. Á myndinni er Halldór ungur með síðari manni langömmu sinnar, Ragnliildar, Bjarna Magnússyni skipstjóra. förum í málefnabaráttunni og var hvergi smeykur við að leggja á brattann. Þó að stundum virtist hann hrjúfur og mikil- úðlegur var hann þó mildari en Sveinn og yfir honum meiri gáski. Það gustaði með sjarmerandi glæsibrag af honum og um hann var sagt að sumum gallhörðum pólitískum andstæðing- um hans hefði beinlínis þótt vænt um hann. Jóhannes Nordal sagði í minningargrein að hann hefði verið hinn hugumstóri hjartaprúði sveinn, maður ríkra skapsmuna og tilfinninga. Þótt hann hefði verið manna fyrirmannlegastur í fasi og fram- göngu hefði hann þó alltaf varðveitt barnslund sína og drengslund. „Hann var alltaf hinn síungi Pétur Pan, drengur- inn sem aldrei varð gamall," sagði Jóhannes. Pétur sór sig í föðurættina að því leyti að hann var eftirsóttur félagi og hrók- ur alls fagnaðar. Pétur Benediktsson lauk lagaprófi en gekk í utanríkisþjón- ustu Dana 1930 með það fyrir augum að afla sér reynslu og þekkingar til að geta starfað í íslensku utanríkisþjónustunni þegar að því kæmi að sambandslagasamningnum frá 1918 yrði sagt upp. Hann varð síðan fyrsti sendiherra íslands í Bret- landi, skipaður í þá stöðu aðeins 33 ára gamall. Hann var því einn af frumherjum íslenskrar utanríkisþjónustu og mun hafa átt mikinn þátt í því að móta starfsvenjur hennar. „Gat hann beitt hverju sem við átti, leiftrandi rökfimi, ódrepandi seiglu eða ómótstæðilegri kímnigáfu,“ sagði Jóhannes Nordal um hann. Pétur var síðar sendiherra í Moskvu og París. Valtýr Pétursson listmálari sagði sögu um Pétur á Parísarár- um hans sem lýsir manninum vel. Það var eitt sinn að nokkrir íslenskir námsmenn í Parísarborg sátu að sumbli ásamt göml- um Svía, sem þar hafði lengi búið og kallaður var flóðhestur- inn vegna útlits síns og hreyfinga. Bar þá að Pétur Bene- diktsson sendiherra sem að sið kalífans Harún al-Rashild stöku sinnum gekk út í borgina og kannaði líðan og háttu þegna sinna. Pétur settist við borðið þar sem samkundan var fyrir og var kynntur flóðhestinum. Tókust þar hin bestu kynni og lyktaði þessari heimsókn Péturs á vit þegna sinna með ræðu gamla Svíans sem lét þess getið að ekki byggist hann við að á þessari öld rynni upp sá dagur er sænskur sendiherra blandaði geði við þegna Svíþjóðar með slíkri rausn og skör- ungsskap. Pétur hafði orð á sér fyrir að vera orðheppinn með afbrigð- um. Hann var sendiherra í Sovétríkjunum 1945 en þá stóð fyr- ir dyrum stofnun Sameinuðu þjóðanna. Rússar gerðu það að skilyrði fyrir aðild að þjóðir, sem stóðu utan við styrjöldina, segðu Þjóðverjum stríð á hendur. Pétur gekk á fund Molo- tovs, utanríkisráðherra Stalíns, til að ræða þessi mál og þar sem hann stóð fyrir framan hinn gráa utanríkisráðherra í söl- um Kremlar lét hann þetta út úr sér: „Mér finnst að þið Sovétmenn séuð einfærir um að sigra Þjóðverja!" Varð lítið um svör en Islendingar urðu ekki stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum. Á sendiherraárum sínum, ekki síst á Bretlandi, mun Pétur hafa unnið landi sínu mikið gagn með því að greiða fyrir sölu íslenskra sjávarafurða og hann átti stóran þátt í að leysa lönd- unarbann Breta á íslenskan ísfisk á sjötta áratugnum. Árið 1956 fluttist Pétur heim og gerðist bankastjóri Landsbankans og var það til æviloka. Kona hans Marta Thors var dóttir Ól- afs Thors forsætisráðherra. Þegar tengdafaðir hans féll frá tók Pétur upp merki hans í Reykjaneskjördæmi og var kosinn þingmaður þess í kosningunum 1967. Hann lést aðeins tveim- ur árum síðar en á þessum tveimur þingmennskuárum hans sópaði af honum og hann fór ekki troðnar slóðir frekar en fyrr. Sérstaklega var tekið eftir honum í forsetakosningum 1968 en þar var hann eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem 38 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.