Heimsmynd - 01.05.1989, Page 45

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 45
Hún beinlínis kenndi mér að sjá, hlusta, snerta og meta, þótt ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar. Hún gat til dæmis átt til að setja handfylli af mold í lófa mér til þess að ég ekki einungis sæi heldur fyndi að moldin væri leirblandin, eða hvað það nú var. Maður átti ekki bara að geta séð hvort efni var úr baðm- ull eða silki, heldur geta sagt til um það með lokuð augu, vegna snertingarinnar. Svo átti fólk að gefa gaum að hvað nefið gat sagt því. . . og eyrun: Hvaða fugl söng? Skorti mann leikföng, þá mátti alls staðar finna þau. . . í líki ótrú- legustu hluta. Brug din fantasi, Lille min; notaðu hugmyndaflugið, Litla mín - var stöðug ábending hennar.“ „Mér þótti amma vera óhemju skemmtileg. Hún átti ættir að rekja til suðlægra landa, enda brún- eygð og dökkhærð, en var reyndar furðulegur samruni íssins og eldsins; hins norræna og suðræna. Það var ævintýra- legt að heyra hana segja frá fólkinu sínu. Þá var hún hláturmild í upphafi hverr- ar frásagnar, en síðan angurvær. . . sneri sér oft undan og horfði út um einhvern glugga. . . til þess að ég sæi ekki að hún grét.“ Afinn var gamansamur og ekki alveg laus við að vera stríðinn. „Eitt ágætis dæmi um, hve gjörsamlega ósammála við afi gátum verið, var þessi saga af honum óþolandi Gunnari heimska á Hlíðarenda. Gunnarinn sá, á enda ver- aldar, var illbærilegur montrass, hvorki meira né minna. En hann afi þurfti alltaf að kalla nafnann hetju. . . að vísu með glotti. ., samt var afi svo ólýsanlega þröngsýnn í þessu sambandi. Og gæti ég ekki hlustað eins og önnur börn, eða hvað? “ í samtali við Franziscu yngri báðum við hana að lýsa afa sínum í smæstu hugsanlegu hnotskurn. Svar hennar var svohljóðandi: „Þá mundi ég ekki tvínóna við að velja orðið mannvinur. Eini „isminn" sem hann í reynd fylgdi var húmanisminn. Samt er orðið heldur þröngt, sé það skil- ið í bókstaflegri merkingu. Hann bar nefnilega takmarkalausa virðingu fyrir lífinu öllu; lífríkinu í heild og rétti hvers þáttar þess til lífs í hvaða mynd sem við á. Enda hafði hann orðið vitni að afleið- ingum tveggja heimsstyrjalda. í samræmi við mannkærleika sinn, sem ég vil heldur nefna lífskærleika, þá var allt jákvætt honum fagnaðarefni, og það alveg sérstaklega ef íslendingur átti í hlut. Hann gerði óhemju mikið fyrir fjöl- marga íslenska listamenn og gekk það langt í dýrkun sinni á framlagi þeirra, að mér leyfðist ekki að halla orði á þá, hvað þá meir. Gerði ég það, þá var mér um- svifalaust sagt, að þessi eða hinn væri svo mikill listamaður að smápeð eins og ég skyldi komast til þroska áður en ég færi að tíunda einhverja mannlega breyskleika stórmenna. Slíkt væri jafn- ómerkilegt og að fárast yfir klæðaburði þeirra. Raunar þótti mér alltaf dálítið bros- legt hve langt hann afi gekk í ættjarðar- ást sinni. Til dæmis get ég nefnt, að hann hafði hvorki minnsta vit né áhuga á fót- bolta, en ættu íslenskir leikmenn í höggi við einhverja útlendinga á því sviði, þá sat afi negldur við útvarpið og síðan sjónvarpið, þegar það kom til sögunnar. Og þetta átti við allar íþróttir. Ef íslend- ingum vegnaði vel, þá hagaði afi sér eins og hann hefði sjálfur unnið leikinn, svo ánægður var hann. Þegar Islendingar töpuðu, nú þá voru hins vegar ævinlega margvíslegustu skýringar og afsakanir á því. Hann var jafnframt mikill skákáhuga- maður og svo hreykinn af Friðrik Olafs- syni, að því má tæpast lýsa. Að sama skapi áleit hann Bengt Larsen, sem hafði sýnt Friðrik einhvern ótuktarskap í orði eða verki, vera ódreng hinn mesta. Afi taldi alla þurfa að temja sér aga, sérstaklega ef þeir ætluðu sér að ná markverðum áfanga. Sjálfur vann hann óhemju skipulega alveg fram á síðasta dag, og þegar einhver náði góðum ár- angri á sínu sviði, þá gladdist afi sérstak- lega vegna þess að erfiðið hafði leitt til góðrar uppskeru. Hann reyndi hvað hann gat að innræta mér þennan sjálfsaga, en því miður hefur það ekki skilað sér ennþá!“D Að leiðarlokum sextíu árum síðar, ástin ekki kulnuð enn. " 1 ' * ,1 l .4 , # L L 1: •# HEIMSMYND 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.