Heimsmynd - 01.05.1989, Page 50

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 50
: *’ÍSæ8& * ; ■# $$ . * ’ ::-p Ólöf Kolbrún sem greifafrúin Rösína í Brúðkaupi Fígarós: „Við söngvararnir könnumst ágætlega við tilfinningarnar sem lýst er í þessu verki, þótt það gerist á löngu liðnum tíma, og ég hef gaman af greifafrúnni sem elskar sinn breyska mann...“ glæsilega hæfileika máttu margar söng- konur þola basl og erfiðleika, eins og lesa má um í ævisögum og frásögnum þeirra Maríu Markan, Guðrúnar Á. Símonar, Puríðar Pálsdóttur, og þó ekki síst í Lífsjátningu Guðmundu Elíasdótt- ur. Lífshlaup Ólafar Kolbrúnar hefur ver- ið friðsælla. Hún byrjar rólega, í kirkju- kór, þjóðlagatríói, syngur það sem til fellur, við jarðarfarir, giftingar og á árs- hátíðum, og er síðan með í Islensku óperunni frá upphafi. „Mín kynslóð er sú fyrsta sem hafði tækifæri til að syngja samfellt," segir hún. „Mér finnst lífið hafa leikið við mig. Fyrst að eiga góða fjölskyldu, næst að vera svo lánsöm að vinna mín er líf mitt og yndi. I hvert sinn sem ég kem inn í þetta hús verð ég glöð . . . Ég sé ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þetta uppbyggingarstarf, þó tekjurnar hafi ekíci alltaf verið miklar. Hér er líka þröngt, saumakonur, smiðir og skrif- stofufólk situr undir söngnum allan dag- inn. Pað hefur raunar líka sína kosti. Það er engin stéttaskipting, starfsfólkið skiptist ekki niður í einangraðar deildir, við hjálpumst að og óperan verður eins og barnið okkar allra. Þessar átta vikur eða svo, sem æfingar og undirbúningur stendur, finnast mér alltaf yndislegur tími.“ 1 Olöf Kolbrún er fædd og uppalin í Langholtshverfinu og býr þar enn. „Afi minn og amma áttu lítinn bæ sem hét Langholt þar sem nú er Holts apótek. Faðir minn og bræður hans sátu yfir geitum og ráku kýr um Efsta- sund og Skipasund. Foreldrar mínir byggðu sér lítið timburhús þar sem nú er Hrafnista, en það land var tekið eignarnámi þegar ég var sjö ára. Faðir minn byggði þá fjölbýlishús innar við Langholtsveginn. Þar eignaðist ég íbúð eftir að ég hafði stofnað eigið heim- ili. Eg er komin af góðu, venjulegu fólki, elst af fjórum systkinum. Pabbi, Hörður Haraldsson, var húsasmiður og vann myrkranna á milli, mamma, Aðalheiður Jónasdóttir, var lærð hjúkrunarkona, en vann mest heima meðan við krakkarnir vorum litlir. Bæði höfðu yndi af tónlist og það var hækkað í útvarpinu þegar söngkonur eins og Erna Sac eða Galli- Curci voru kynntar. Mamma söng í kór Langholtskirkju í mörg ár. Það þurfti að fara vel með peningana en þegar að því kom að lyfta sér eitthvað upp var farið með okkur krakkana í leik- hús, ég man til dæmis eftir sýningu á Rakaranum í Sevilla í Þjóðleikhúsinu. Sex ára var ég send í ballett niður í Edduhús við Lindargötu - þá voru ekki tök á að keyra krakka fram og aftur eins og nú er. í fyrsta sinn var mér fylgt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.