Heimsmynd - 01.05.1989, Side 57

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 57
sú að ef við gefum okkur að 120 núlif- andi myndlistarmenn hafi lífsviðurværi sitt af listsköpun, sem er reyndar mun hærri tala en ágiskanir bjartsýnustu manna, liggur nærri að fyrir hvern þann sem lifir af því að búa til myndlist lifi annar á því að handfjatla hana, færa milli staða, eða túlka hana. Samtímis því að fátt eitt er vitað um starfsemi myndlistarmanna, nema að í þeim sumum virðist snarka óræður hug- sjónaeldur, þá magnast sú stétt manna upp sem meðhöndlar verkin, án þess að þurfa að eyða tíma í að skapa þau, og verður sýnilegri og atkvæðameiri sköp- unarkraftur í heimi myndlistarinnar með hverju ári sem líður. NÝJA LISTSKÖPUNIN A síðustu tveimur áratugum hefur þriðji maðurinn í myndlistarheiminum reist sér hvað veglegasta minnisvarða víða um heim. Fyrst er þar að nefna mannvirki sem reist hafa verið sem vígi listarinnar. Þessi mannvirki eru gjarnan svo stórbrotnar framsetningar á sköpun- armætti mannsandans, að listsköpun „venjulegra" listamanna sýnist í saman- burði léttvægt og smásmugulegt fikt. í þessu sambandi mætti minnast á Gugg- enheimsafnið í New York, Pompidou listamiðstöðina í París og Ríkislistasafnið í Ottawa í Kanada sem var opnað fyrir skömmu. Þá er að nefna mótun og þró- un á margvíslegum „nýjum“ listastefnum eða nýjungum í listsköpun. Loks er það meðferð á listaverkum sem verðmætum, þar sem meira og meira fjármagn er sett í umferð til þess að tryggja fjárfestingar- gildið í verkum „gömlu meistaranna". Og síðast en ekki síst í samsetningu á sí- fellt yfirgripsmeiri og flóknari yfirlits- og hópsýningum listamanna. A þessu sviði má segja að „nýsköpun og takmarkalaus frumleiki" þriðja mannsins öðlist mesta fyllinpu. Á Islandi hafa umsvif þriðja mannsins í listalífinu smám saman orðið meiri. Þessu veldur aukin velmegun og mennt- un þegnanna. Hann hefur heldur aldrei verið stórtækari en um þessar mundir. Formerkin eru öll eftir alþjóðlegum upp- skriftum: Mikill íburður og snjallar hug- myndir í byggingu listaverkahúsa. Marg- föld árslaun skrifstofumanns eru greidd fyrir einstök ómissandi meistaraverk. Hver yfirlitssýningin rekur aðra og er fylgt úr hlaði með sífellt veglegri skrám og bókum. Þessar skrár eru reyndar einn heppilegasti leikvöllur þriðja mannsins þegar sýna þarf tilþrif í ritmáli eða hönn- un. Og eru um leið upplagður vettvang- ur til þess að varpa fram stefnumótandi hugmyndum um nýjar listastefnur, nýjan hugsunarhátt eða óvæntar aðferðir. Tímabil þriðja mannsins í vestrænni myndlist er runnið upp. Kannski er hann að einhverju leyti manngerð upplýsinga- byltingarinnar. Og máttur hans fer vax- andi. Listamaðurinn og áhorfandinn/ neytandinn eru honum nauðsynleg hrá- efni sem hann handfjatlar síðan að vild með sínum ósýnilegu, blessandi hönd- um. En nái hugur og hönd listamanna og listneytenda að nota þriðja mannin og hugarheim hans sem hráefni í sín eigin sköpunarverk og þar með að gera hann sýnilegan í réttum hlutföllum - líkt og þegar það varð flestum ljóst að heilagan anda var hvergi að finna nema sem hug- arfóstur fámenns hóps - þá væri þess að vænta að við það sprytti fram frjóvgandi vitnisburður þeirra sem hlut eiga að máli. Ef til vill væri það fyrirheit þess að eitt frjóanna rataði þá inn í þjóðarsálina og þaðan út í tvísýnan jarðveg íslenskrar menningar.D
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.