Heimsmynd - 01.05.1989, Page 67

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 67
höfundar og forsvarsmenn kvikmynda- vera. Hoffman neitar þessu ekki með öllu. „Ég veit að ég er þekktur fyrir að færa myndir sem eru komnar á fram- kvæmdastigið aftur á undirbúningsstig- ið,“ segir hann með nokkru stolti. En hvað er raunverulega hæft í þessum ásökunum? John Malkovich, sem lék á móti honum í Sölumaður deyr, hefur sína skilgreiningu. „Tökum dæmi með atriði þar sem leikarinn þarf að detta og stingast á höfuðið. Flestir leikarar spyrja leikstjórann einfaldlega „hvernig þá?“ Leikstjórinn svarar og þeir vinna verkið. Tíundi hver leikari vill ekki gera eins og ætlast er til og segir leikstjóranum að éta það sem úti frýs. Örsmátt hlutfall þeirra kemur með hugmyndir. Svo vill til að Dustin er einn þeirra, hann hefur margar hugmyndir sem stundum tengjast ekki hlutverki hans beint. Ef leikstjórann skortir sjálfstraust og er ekki með á nót- unum er Dustin sagður erfiður. En það er hinn mesti misskilningur.“ Sjálfur hef- ur Hoffman ekki áhyggjur af þessum stimpli. „Fólk er alltaf að spyrja mig af hverju ég vinni ekki bara verkið og geri eins og mér er sagt. En það er bara ekki hægt, þetta verður að vinnast í sam- starfi." Rain Man, ef nokkuð, er dæmi um þess konar samstarf. Hoffman tengdist þessu verkefni snemma sterkum böndum og ákvað að það skyldi verða að veru- leika hvað sem tautaði og raulaði. Um tíma leit reyndar út fyrir að of mörg ljón væru í veginum Ýmsir leikstjórar og handritshöfundar spreyttu sig en gáfust upp. í öngum sínum rakst Hoffman á Barry Levinson sem að lokum féllst á að taka að sér leikstjórnina eftir að Sidney Pollack hafði siglt í strand. Allir að- standendur myndarinnar, Levinson, mótleikari hans Tom Cruise, handrits- höfundarnir Barry Morrow og Ronald Bass og framleiðandinn Mark Johnson, eru sammála um að ef ekki væri fyrir þráhyggju og ákveðni Hoffmans hefði Rain Man aldrei orðið til. aymond Babbitt, sem Hoffman leikur í Rain Man, er lokaður í eigin hugarheimi og lítt fær um að hafa samskipti við annað fólk né skynja umhverfi sitt. Sjúk- dómur hans kallast einhverfa. Samkvæmur sjálfum sér lagði Hoffman mikið á sig til að nálg- ast persónuna. Hann eyddi heilu ári meðal ei'nhverfra og byggði að lokum túlkun sína á tveimur þeirra er hann kynntist. „Þegar mér var sent handritið var gert ráð fyrir að ég vildi hlutverkið sem Cruise leikur. Það var hlutverkið sem var ætlað „stjörnunni". En ég hafði aldrei áður leikið persónu sem opinber- lega var talin hafa „geðræn vandamál" framhald á bls. 110
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.