Heimsmynd - 01.05.1989, Page 68
Matur
/
I London má finna veitingahús úr öllum
heimshornum, indversk, afrísk, suður-amerísk,
ítölsk, grísk, kínversk og frönsk. Staðir þessir eru
eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Maturinn er í
öllum gœðaflokkum en verðið ekki algildur
mœlikvarði. HEIMSMYND fór á nokkur ólík
veitingahús í LONDON nýlega, sem kynnt eru hér.
Ennfremur fjöllum við vítt og breitt um
matarmenningu í stórborginni . . .
Þótt Bretar séu síst frægir fyrir matargerð
eru opnuð hundruð nýrra veitingahúsa í
London í hverri viku. Ferðalangar á þessum
slóðum þurfa ekki að kvarta undan skorti á
fjölbreytni en hitt getur verið erfiðara að
finna veitingastað sem fólk er ánægt með.
HEIMSMYND valdi nýlega þrjú veitingahús
í London af ólíkum uppruna, franskt, kín-
verskt og indverskt. í þeim aragrúa af veit-
ingahúsum af ólíku tagi veitir ekki af örlítilli
leiðsögn. Staðirnir eru eins mismunandi og
þeir eru margir. Verðlagið er misjafnt. í
London er hægt að borða mjög ódýrt en fín-
ustu veitingahúsin eru á við þau dýrustu hér í
Reykjavík, jafnvel dýrari ef tekið er mið af
stjarnfræðilega háu verði vínlista.
í London eru opnuð í
viku hverri hundruð
nýrra veitingahúsa
en aukið framboð
hefur leitt tif harðari
samkeppni og
betri þjónustu.
68 HEIMSMYND
FRIÐPJÓFUR HELGASON