Heimsmynd - 01.05.1989, Page 82

Heimsmynd - 01.05.1989, Page 82
okkur velmegun eftir vannæringu kreppuáranna og meðan ungmenni heimsins urðu að etja kappi upp á líf og dauða á blóðugum vígvöllum Evrópu og Asíu gat okkar æskufólk att kappi í drengilegri keppni á fátæklega búnum íþróttavöllum okkar. Við stóðumst þó stærri þjóðum ekki . ^he:. jmam. lengi snúning á þessu sviði. íþróttir okkar hljóta ævinlega mestan part að byggjast á áhuga- mennsku, þar sem hrein eða dulbúin at- vinnumennska verður hlutskipti flestra afreksmanna erlendis. Sennilega er það engin tilviljun að okkur hefur gengið best í íþróttum, þar sem einstaklingurinn fær notið sín. Ekki bara vegna þess að íslendingar eru ein- staklingshyggjufólk, frábitið aga og hóp- samstillingu, heldur líka vegna þess að okkur skortir skipulagða starfsemi, sem einstaklingar geta fallið inn í. Frjáls- íþróttafólkið okkar fyrr á árum er gott dæmi um þetta, en kannski ekki hvað síst skákmeistararnir, sem þó hafa smám saman fengið skipulögð samtök kringum íþrótt sína, sem megna að veita þeim nokkurn stuðning, auk þess sem ríkis- valdið hefur veitt þeim hæfustu þeirra stöðu, sem eftirsóknarvert er að keppa að: Stórmeistarar komast sjálfkrafa á menntaskólakennaralaun um leið og þeir ávinna sér titilinn. í fótboltanum hafa ís- lendingar líka eignast marga afreksmenn á síðustu árum, sem gert hafa garðinn frægan erlendis, án þess þó að okkur hafi tekist að skapa landslið, sem takist að skara fram úr, þótt það sé vel fram- bærilegt og takist oft að ylja þjóðinni um hjartarætur. Pví meira afrek verður það að teljast þegar tekst að skapa liðsheild hér á íslandi úr einstaklingum, sem lang- flestir keppa með innlendum félagsliðum og tekst þannig að viðhalda stöðugum áhuga unnenda íþróttarinnar, en verður þó best, þegar hún kemur saman og etur kappi við landslið annarra þjóða. Það af- Allt frá því ólympíuleikunum lauk í Los Angeles 1984 hafa ís- lenska landsliðið í handknatt- leik og íslenska þjóðin verið í ástasambandi. Það hefur geng- ið á ýmsu í þessu sambandi eins og oft vill verða um nýtrúlofað par. Á ólympíuleikunum í Los Angeles unnu piltarnir hug þjóðarinnar og hjarta, sambandið treyst- ist við heimsmeistarakeppnina í Sviss 1986, en þess á milli hafa efasemdirnar seytlað inn. Stundum finnst þjóðinni þeir ekki hafa staðið sig nógu vel, þeir misbjóða virðingu hennar, valda vonbrigðum, þeir skaffa ekki nógu vel, skapa sér ekki þá virðingu umheimsins sem okkur þyrstir eftir, og þá hriktir í sambandinu svo liggur við skilnaði. En ævinlega er eins og slíkar uppákomur verði aðeins til að skerpa kærleikann, innan skamms lyfta drengirnir sér úr öldudalnum og verða aftur „piltarnir OKKAR“, þeir leika á als oddi, þjóðin tekur þá í sátt og umvefur þá ást og um- hyggju, ekkert er nógu gott fyrir OKK- AR menn, við fylgjum þeim gegnum þykkt og þunnt, í meðlæti og mótlæti, blíðu og stríðu, eins og vera ber í sam- böndum, sem ætlað er að tjalda lengur en til einnar nætur. Öðru hverju hafa íslendingar eignast afreksmenn í andlegum og líkamlegum íþróttum, sem þjóðin öll hefur verið stolt af, sem hafa lyft henni í eigin vitund og umheimsins, sannfært okkur um að við erum einskis eftirbátur í samfélagi þjóð- anna. Slíkir afreksmenn eru hverri þjóð nauðsynlegir, ekki síst smáþjóð sem jafnan á í vök að verjast. En í þessu efni er ekkert sjálfgefið. Það þarf mikla hæfi- leika, staðfestu, skapgerðarstyrk til að ná langt í heimi, sem hefur tekið tækni og vísindi í þjónustu sína á þessum svið- um sem öðrum, þar sem stórþjóðir ein- beita yfirburðum fjármagns síns, ytri skilyrða og þekkingar á öllum sviðum til að skapa afreksmenn og halda þeim í toppformi svo lengi sem hægt er. Svo langt er seilst í þeirri keppni hinna stærri þjóða, að ekki er skirrst við að breyta íþróttafólki í zfn&fabrikkur, sem píndar eru til afreka umfram venjulegan mann- legan mátt, sem hafa þann eina tilgang að setja met og hnekkja metum, þó svo það geti kostað stórtjón á sál og líkama. Ólympíuleikarnir í Sól voru kórónan á þeirri skömm, sem þessi keppni íþrótta- stórvelda hefur leitt yfir hina forngrísku hugsjón keppnisíþrótta, að stefna að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Vart er unnt að draga heiðarlega keppni dýpra í svaðið en það að láta úrslit hennar ráð- ast af þvagprufum. Þá er þetta hætt að vera keppni milli einstaklinga, en orðið að keppni efnafræðinga um uppfinningu efna, sem ekki verða greind í líkamsvess- um hetjanna. Kristján Arason skoraði þúsundasta mark sitt í landsleik í keppninni í Frakklandi. Það varð þjóðlegum metnaði okkar mikil lyftistöng, þegar við eignuðumst íþróttamenn á Evrópumælikvarða á fyrstu árunum eftir lýðveldisstofnunina. Þjóðin naut þess, að stríðið hafði fært rek vill hverfa í skuggann um leið og eitthvað bjátar á. Þá ganga sögurnar manna á milli um austantjaldsaga, sem ekki henti Islendingum, menn séu bældir og brotnir niður. Þegar betur gengur er skýringin oft talin sú, að nú hafi piltarnir okkar fengið meira frjálsræði og endur- heimt sjálfstraust sitt. En er málið svona einfalt? HEIMSMYND reyndi að skyggnast bak við tjöldin hjá landsliðinu, leita orsakanna fyrir velgengninni, sigur- göngu, hrasi og hröpum. Við drögum upp augnabliks mynd af þjálfaranum, Bogdan Kowalczyk, tökum tali tvo dæmigerða landsliðsmenn, Alfreð Gísla- son og Þorgils Óttar Mathiesen, og ræð- um við konur þeirra, Köru Melsted og Ingibjörgu Kaldalóns. 82 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.