Heimsmynd - 01.05.1989, Side 84

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 84
Bogdan Kowalczyk hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla þessi ellefu ár, sem hann hefur dvalið á íslandi, fyrst fimm ár sem þjálfari Víkings og síðan sex ár sem þjálfari landsliðsins. Eftir sigurinn í Frakklandi í febrúar var hann hafinn til skýjanna. Haft var eftir erlendum kunnáttumönnum að hann væri meðal bestu þjálfara heims, ef hann væri ekki hreinlega bestur. „Við erum með gull- mola í höndunum þar sem Bogdan er,“ var haft eftir Ólafi Jónssyni landsliðs- nefndarmanni. Það er ekki alltaf, sem honum hafa verið svo vandaðar kveðjurnar. Þess er skemmst að minnast, að eftir ólympíu- leikana í Sól fékk hann það óþvegið á íþróttasíðum dagblaðanna. Einn frétta- ritari hafði meira að segja séð votta fyrir brosi á andliti hans eftir tapleikinn við Sovétmenn, og var helst á honum að skilja að þarna væri landráðamaður á ferð. Að vísu verður að taka íþróttasíður dagblaðanna með hæfilegum fyrirvara, því að þær eru þær einu síður, sem eftir eru, þar sem geðbrigði og skapsmunir fá að fljóta um alla dálka, svo að út af flóir stundum. En krafan var nokkuð ein- dregin: við þennan óheillafugl þyrfti að losna sem fyrst. Bogdan er orðinn nokkuð hagvanur hér, hefur dvalið langdvölum á landinu með fjölskyldu sinni, konu og ungum sonum, sem gengið hafa hér í barna- skóla, og öll eru mælt á íslensku. En hann hefur líka átt annað heimili í Pól- landi. Eftir að hann tók við þjálfun Vík- ings gerði hann liðið á nokkrum árum að stórveldi hér innanlands og vel gjald- gengt á Evrópumælikvarða. Víkingar urðu Islandsmeistarar í fjögur ár og unnu bikarmótið þrisvar. Hann tók við lands- liðinu 1983 og síðan hefur leiðin legið upp á við með nokkrum öldudölum þó: Þátttaka í tvennum ólympíuleikum, Bogdan Kowalczyk. Er hann orðinn besti þjálfari heims? Aðferðirnar eru umdeildar, en árangurinn ekki. heimsmeistarakeppninni í Sviss, mörgum stórmótum og nú síðast gullverðlaun í B- keppninni í Frakklandi, sem tryggði þátttöku í heimsmeistaramótinu í Tékkóslóvakíu á næsta ári. „Framfarirn- ar í handboltanum á undanförnum árum má að stórum hluta rekja til þess hvernig Bogdan hefur starfað," sagði Guðjón Guðmundsson liðsstjóri í viðtali nýlega. Hann hefur raunar unnið svo náið með Bogdan, að rætt hefur verið um að Bogdan setji það sem skilyrði við ráðn- ingu annars staðar, að hann fái Guðjón með sér. Hins vegar hafa austantjaldsað- ferðir Bogdans ekki verið óumdeildar. Margir vilja halda því fram að við aga- lausa Islendinga dugi ekkert annað. Hins vegar eru landsliðsmennirnir okkar ekki sú manngerð, sem er því vön að þegja og hlýða. Þeir eru ófeimnir við að gagnrýna og vilja að sanngjarnt tillit sé tekið til þess, sem þeir hafa fram að færa. Aðferð Bogdans hefur verið kölluð einræði - með undankomuleiðum þó. Hann er lítið hrifinn af því sem hann kallar sósíaldemókratíseringu, eða að minnsta kosti eigi hún ekki við í hand- boltanum. Hann vinnur mjög nákvæm- lega og kerfisbundið og hefur skrifað niður allar sínar æfingar og á þær skráð- 84 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.