Heimsmynd - 01.05.1989, Side 88

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 88
BESTl MAÐUR B-KEPPNINNAR kureyringurinn Alfreð Gíslason er fæddur 7. september 1959, sagnfræðingur og kerfisfræð- ingur að mennt og starfar sem kerfisfræðingur hjá Trygginga- miðstöðinni. Alfreð lék um fimm ára skeið með þýska lið- inu Essen, jafnframt því að vera í landsliðinu. Alfreð er mikill að vallarsýn, einn metri og níutíu sentímetrar á hæð og eft- ir því þrekinn. Hann er hæglátur og yfir- vegaður, en geislar þó svo af lífsorku að maður fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hvernig hann muni finna henni útrás, þegar hann segir skilið við handboltann. Hann segist hafa byrjað að leika á ungl- ingsárunum með K.A. og var valinn í landsliðið 1979, þegar Jóhann Ingi Gunnarsson var með liðið. Haustið 1980 hóf hann nám í sagnfræði við Háskólann og fór að leika með KR. Síðan hefur líf- ið snúist um þrotlausar æfingar, nám, vinnu, keppni heima og erlendis. Hvern- ig gengur svo að samræma nám, störf og leiki? Þetta er náttúrlega ævinlega erfitt púsluspil og spurning um góða skipu- lagningu á tíma. Menn reyna að lesa námsbækurnar á ferðalögum og milli leikja, en stundum er það ansi erfitt að skipta snöggt þar á milli. Stundum missa menn of mikið úr og verða að fresta prófum. En þegar ákveðið hefur verið að skella sér í próf verða menn oft að sleppa æfingum og það er náttúrlega ekki vinsælt hjá hinum leikmönnunum. Þannig að þetta verður alltaf togstreita, sem menn verða að leysa úr eftir bestu getu. Eftir að út í vinnuna er komið hef- ur yfirleitt ekkert skort á að vinnuveit- endur okkar hafi sýnt fullan skilning á okkar aðstöðu, en við vitum að oft geta verkefnin ekki beðið og þessi tvískipting okkar kemur þá niður á samstarfsmönn- unum. En eftir því sem lengra líður verður líka eðlilega erfiðara og erfiðara fyrir fjölskyldur leikmanna að sætta sig við stöðugar fjarvistir við æfingar, leiki og ferðalög. Mér finnst þó að hafi gengið furðuvel að samhæfa öll þau atriði einka- lífs, náms og starfs, sem þurfa að falla saman til að fá samstillta liðsheild. Þetta er miklu samstilltari hópur en þeir sem ég hef kynnst til dæmis í Þýskalandi og Islendingar félagslyndari en flestar þjóð- ir. Þótt menn séu ekki síður metnaðar- fullir en annars staðar, kemur það lítið fram í ríg milli manna, vináttan er traust og laus við að byggjast á því sem manni kemur best í þann og þann svipinn í framapoti einstaklinga. En maður hefur líka orðið var við að þeir, sem ekki hafa náð að koma þessum þáttum lífsins í samræmi, hafa helst úr lestinni. Þó finnst mér að margir hafi átt verr með að þola velgengni en þótt móti hafi blásið. Ég segist hafa tekið eftir því að í landsliðinu er mikið um menn með há- skólamenntun eða sambærilega skólun. Er handboltinn íþrótt menningarvitanna, en fótboltinn fyrir þá ómenntuðu? Al- freð segist ekki vilja gera samanburð á þeim nótum. Þó sé það staðreynd, að at- hugun, sem gerð var í Þýskalandi í fyrra á menntun manna í handbolta og fót- bolta hafi leitt í ljós að tveir þriðju hlutar hinna fyrrnefndu höfðu framhalds- menntun af einhverju tagi, en mjög fáir í fótboltanum. Þessi mismunur gæti þó legið ekki hvað síst í mismunandi upp- byggingu íþróttagreinanna. Fótboltinn væri hrein atvinnumennska, þar sem þeir færustu sinntu engu öðru, þar væru miklu meiri peningar í húfi en í hand- boltanum, mjög ungir yrðu menn nánast eign félaga sinna og stæðust þeir álagið um nokkurt árabil, gætu þeir dregið sig í hlé án þess að hafa áhyggjur af afkomu- möguleikum sínum. Þótt handboltamenn gætu haft drjúgar tekjur á hátindi getu 88 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.