Heimsmynd - 01.05.1989, Side 89

Heimsmynd - 01.05.1989, Side 89
sinnar, tíðkaðist ekki að menn stunduðu hann eingöngu án þess að hafa annað starf með. Þegar hann var með Essen vann hann í tvö og hálft ár við kerfis- fræði og bætti svo við sig námi í þeirri grein. Handboltinn verður því aldrei at- vinna í sama skilningi og fótboltinn. Svo gæti líka verið, að vegna þess að hand- boltinn byggðist mjög á hraða, við- bragðsflýti, leikfléttum, samstillingu liðs- heildar, sóknar- og varnarkerfum, laðaði hann að sér menn, sem léti vel að hugsa kerfisbundið og taka snöggar ákvarðan- ir. En að fara í meting milli íþróttagreina á þessum grundvelli væri út í hött. Hvernig er samspilið milli liðsins og ís- Ienskra áhorfenda? Islenskir áhorfendur eru með þeim betri í heimi. Þeir lifa sig inn í leikina, eru með af lífi og sál. Þeir styðja okkur án málamiðlunar og láta ekki bitna á okkur þótt á móti blási. Liðið, sem hefur fylgt okkur á stórmót erlendis, er líka mjög gott og gaman að hafa það með. Það leggur ekki árar í bát þótt illa gangi, enda mikið til sjómenn. Þessir áhorfend- ur eru mjög vel með á nótunum og þegar við erum ekki að keppa færir það holl- ustu sína yfir á þau lið sem okkur kemur best að sigri og oft tekst þeim að hrífa áhorfendaskarann með sér í ákafanum. Hvað er það sem fær menn til að fara út í flokkaíþróttir eins og handbolta og halda það út í tíu ár undir svona miklu álagi? Markið liggur í loftinu. Alfreð í einu af sínum heimsþekktu loftköstum rétt áður en Bjarni Felixson æpir: skot og mark. Ég býst við að í fyrstu hafi það verið persónulegur metnaður. En síðar koma inn í atriði sem maður metur æ meir eftir því sem fram líða stundir. Þessi ár hafa veitt margt. Maður lærir að aga sjálfan sig og hafa góða reglu á hlutunum. En ætli það sé ekki félagsskapurinn, sem maður metur mest þegar upp er staðið, náin tengsl við hóp manna sem keppir að sama marki, hlutdeild í vonbrigðum og sigurgleði. Þetta hafa verið góð ár. Ertu að hætta? Ég var ákveðinn í því að leikurinn við Pólverja yrði minn síðasti landsleikur. En ég hef, eins og margir okkar, sem vorum staðráðnir í að hætta núna, sam- þykkt að bíða með endanlega ákvörðun til haustsins. Núna er tími til að slappa af, taka sér langþráð sumarfrí og athuga sinn gang vel og vandlega. Ég hef fengið tilboð erlendis frá sem ég mun skoða, en tími ákvörðunar er ekki runninn upp.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.