Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 90

Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 90
KONURNAR Á BAK VIÐ KNÖ TTINN ngibjörg Kaldalóns, unnusta Porgils Óttars, er tvítug Reykjavíkurmær, stundar nám í Kvennaskólanum og verður stúdent í vor. Auk þess er hún mikið í félagslífi og vinnur með skólanum í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Það vakti athygli, að eftir sigurgönguna í Frakklandi komst hún ekki út með eiginkonum landsliðskappanna til að samfagna þeim, því að hún var veðurteppt úti á landi. Þá hafði hún einmitt farið í skíðaferðalag með unglingun- um úr Frostaskjóli, skilaboð lágu fyrir henni þegar hún kom til Akureyrar, en hún varð veðurteppt, flug féll ein- mitt niður þennan dag. Ingibjörg og Óttar eru búin að vera í föstu sambandi í tvö ár, en hafa að sjálfsögðu þekkst nokkru lengur, og búa hvort fyrir sig í foreldrahúsum. „Þess vegna er þetta auðveld- ara fyrir mig, en þær sem búa og eiga börn,“ segir Ingibjörg. Hitt er svo annað mál, að það er erfitt að venjast því að allar áætlanir um að gera eitthvað saman, fara í ferðalög, helgar- reisur eða bara einhver fjölskyldusamkvæmi, geta allt eins far- ið út um þúfur á síðustu stundu. Þessi tími undirbúnings fyrir ólympíuleikana hef- ur verið mjög slít- andi. Oftast hafa verið æfingar tvisvar á dag, bæði í hádeg- inu og á kvöldin. Þegar gefst eitthvert frí veitir ekki af að hvfla sig fyrir næstu átök. Síðan koma óvæntir kappleikir inn í dæmið heima eða erlendis. Menn komast í gegnum þetta með því að hugga sig við, að eft- ir að þessi törn sé búin, muni þetta breytast til hins betra. En þá byrjar kannski bara ný törn. Sem dæmi má nefna að við höfðum gert áætlanir um að eftir ólympíuleikana mundi okkur gefast tími til að fara í ferðalag um jólin. En það varð ekki neitt úr neinu. Það vár byrjað að æfa á fullu aftur. Óttar er náttúrlega orðinn vanur þessu. Lífið hjá honum er búið að ganga út á þetta í tíu ár. Hann þekkir ekki annað en vera allt- af á fullri keyrslu. Verðurðu fyrir óþægindum út á við vegna sambandsins við Óttar? Það getur náttúrlega snúist á báða vegu. Fólk talar mikið um þetta og ræðir við mig. Ég verð að viðurkenna að það var oft erfitt fyrir mig, sem veit hvað menn hafa lagt feikna- mikið á sig, að hlusta á sleggju- dóma fólks, meðan á ólympíuleikunum stóð. Þetta snerist svo alveg á hinn veginn eftir leikina í Frakklandi. Menn eru ýmist hafnir til skýjanna eða eru einskis nýtir, hetjur eða aumingjar. Farið þið oft með liðinu í keppni erlendis? Nei, það tíðkast ekki, að konurnar fari með á slíka kapp- leiki. Sumar, sem kannski hafa verið giftar landsliðsmanni í tíu ár, hafa kannski komist £ eina slíka ferð. Þess í stað reyn- um við að koma saman. Meðan á ólympíuleikunum stóð hitt- umst við allar til að horfa saman á sjónvarp frá leikjunum. Það var eftirminnileg stund, þótt æsingurinn yrði mikill. Ann- ars kynntumst við best eftir mótið í Júgóslavíu sumarið 1987. Ég var þá að vinna í Lignano, en svo komu konurnar allar þangað og við vorum saman í viku áður en strákarnir komu. Þetta er frábær hópur. Ég var einna yngst, en maður fann engan aldursmun. Svo vorum við mikið saman á ólympíutím- anum og það er mikil samkennd innan hópsins. Allur lands- liðshópurinn kemur líka saman að skemmta sér ásamt mökum þegar tilefni gefast, til dæmis í þrítugsafmæli Sigga Sveins og tuttugu og fimm ára afmæli Geirs. Þá er mikið stuð á mann- skapnum og ferlega gaman. Þeir eru allir miklir félagar og eiga gott með að ræða málin. Hefurðu áhuga á handbolta? I byrjun hafði ég bara svipaðan áhupa og hver annar Is- lendingur. Samband okkar Óttars væri sennilega vonlaust, ef mér fyndist hand- bolti leiðinlegur. En ég hef auðvitað fyllst óhemju áhuga og reynt að setja mig sem best inn í tækni- leg atriði, varnar- og sóknarkerfi og svo framvegis. Við þurf- um að geta rætt mál- in og ég reyni að fylgjast með eins vel og ég get. Framtíðin? Óttar er ekki bú- inn að gera endan- lega upp við sig, hvort hann hættir eða heldur áfram enn um stund. En við erum allavega ákveðin í að nota vel þetta hlé, sem nú gefst. Ég fer í stúdentsferð til Mexíkó með skólafélögum mínum í vor og svo ætlum við Óttar að hittast í Bandaríkjunum á eftir, komast til Florida og fleiri áhuga- verðra staða. Svo tekur við vinna, íbúðar- kaup, heimilisstofnun - og kannski meiri handbolti. Hver veit? Óttar ásamt unnustu sinni, Ingibjörgu Kaldalóns. Lífið hefur ekki verið leikur hingað til heldur leikurinn lífið. Nú er það vinna, heimilisstofnun og íbuðarkaup, sem krefjast athygli og undirbúnings. En fyrst eru það langþráð frí og hveitibrauðsdagar. 90 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.