Heimsmynd - 01.05.1989, Qupperneq 102
Anna S. Björnsdóttir: Ég kann ekki
að yrkja nema ástarljóð.
STRÖNDUÐ
ÁSTRÖNDUM
„Hvorki heimamenn né Reykvíkingar botna í því að ég skuli una mér hér, en
þetta hefur verið vetur ævintýranna," segir Anna S. Björnsdóttir. Hún kvaddi
höfuðborgina í haust til að gerast skólastjóri við ysta haf, nánar tiltekið við
grunnskólann á Broddanesi, skammt sunnan við Hólmavík á Ströndum. Vegna
fannfergis hefur stundum þurft að keyra börnin á dráttarvélum í skólann, og all-
oft hafa þau gist f skólanum frá þriðjudegi til föstudags. Þá daga eru vegir rudd-
ir.
Það kemur sér vel að Anna á ekki langt að fara á vinnustað. Skólastjóraíbúð-
in er á efri hæð skólahússins, dálítið minni um sig og svalir allt í kring. Af þeim
er fagurt útsýni yfir Húnaflóann, þar sem selir gægjast forvitnir upp úr vatns-
skorpunni, kannski að skima eftir grænfriðungum. Hér er staður til að yrkja,
enda er Anna langt komin með nýja Ijóðabók. Fyrri bók hennar, Örugglega ég,
kom út síðastliðið sumar, fagurlega myndskreytt af Blöku Jónsdóttur. Nú er
verið að þýða hana á sjö Norðurlandamál, þar á meðal færeysku, samísku og
grænlensku, að undirlagi dönsku myndlistarkonunnar Ullu Tarp-Danielsen,
sem Anna kynntist á kvennaráðstefnunni í Osló.
Nýju Ijóðin endurspegla veturinn. „Þó ekki veðurfarið," segir Anna, sem er
fjögurra barna móðir og hefur tvö þau yngstu hjá sér þar nyrðra.
„Ég kann ekki að yrkja um neitt nema ástir og tilfinningar.“ Sem sýnishorn
birtum við nýtt Ijóð eftir hana. Það heitir Strönduð og líklega verður það einnig
heiti bókarinnar.
Við
í þessari nótt
týnd
í þessum heimi.
Finnumst aldrei framar
fyrsta sinni.
102 HEIMSMYND