Heimsmynd - 01.09.1989, Page 14

Heimsmynd - 01.09.1989, Page 14
uðina. Fyrst er það fjárlagagerðin, síðan koma erfiðir kjarasamningar og svo sveitastjórnarkosningar sem stjórnarand- stæðingar binda miklar vonir við að verði áfall fyrir stjórnarflokkana. Þá verður aðeins tæpt ár í næstu þingkosn- ingar. Sjálfstæðismenn segjast vilja kosning- ar, en samt vilja þeir þær ekki. Þeir vita að Sjálfstæðisflokkurinn græðir heilmik- ið á því ef núverandi ríkisstjórn verður ennþá við völd í borgarstjórnarkosning- unum í vor. Þeir vita einnig að Kratar kunna að missa það bakland sem þeir hafa í sveitarstjórnum í Reykjavík og Reykjanesi. En það hefur líka staðið heilmikill styrr um strákana í Sjálfstæðisflokknum. Enginn þeirra flokksformanna sem ruðst hafa inn á sjónarsviðið á þessum áratugi hefur átt eins erfiða daga og Þorsteinn Pálsson. Hann var kjörinn formaður haustið 1983 og var utan ríkisstjórnar í tvö ár. Þá ýtti hann Geir Hallgrímssyni út og settist sjálfur í stól fjármálaráð- herra, þegar ár var í næstu kosningar. Þá kom skattsvikamál Alberts Guðmunds- sonar upp og Þorsteinn lýsti því yfir að Albert yrði aldrei ráðherra í stjórn hjá sér. Albert stofnaði Borgaraflokkinn og Sjálfstæðisflokkur kom illa út úr kosn- ingunum. Ber að baki varð Þorsteinn forsætisráðherra í fimmtán mánuði en þá lýstu samráðherrar hans því yfir, að það væri ekki hægt að vinna með honum. Of- an á þetta ástand bættist slæmt samband Þorsteins Pálssonar við eigin þingflokk, en þar hafði hann stuðað marga með að lýsa yfir opinberlega að það þyrfti að aga þingflokkinn. Hann hafði móðgað þá áð- ur með því að lýsa yfir opinberlega að hann vildi velja sína ráðherra sjálfur. Slíkt tíðkast í Bretlandi Thatchers en á íslandi atvinnupólitíkusanna er erfitt að vera leiðtogi. Nokkrum mánuðum eftir að Stein- grímur hafði myndað ríkisstjórn með Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi hittust þeir Þorsteinn einslega og ræddu lengi saman. Þeir hittust aftur á vordögum 1989 og töluðu aftur saman einslega. Þorsteinn Pálsson var þá búinn að taka þá ákvörðun að snúa vörn í sókn. Hann kallaði á sinn fund nokkra ráðgjafa sína og ákvað að koma sjálfur með nýjar efnahagstillögur á haustdögum. Eitthvað fór þetta fyrir bijóstið á sumum þing- manna flokksins, sem töldu að þarna væri formaðurinn að gera hluti upp á sitt eindæmi, en ekki í nafni þeirra allra. I ágústmánuði sat Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur ásamt nokkrum öðrum og samdi tillögurnar. Á sama tíma voru nokkrir þingmanna Framsóknarflokks að berja sama nýjar efnahagstillögur í góðu sambandi við hluta Sjálfstæðisfor- ystunnar. Á þessum tíma í ágúst fór að hitna í kolunum á öðrum vettvangi innan Sjálf- stæðisflokks. Samband Þorsteins Páls- sonar við ýmsa forkólfa í atvinnulífinu var ekki sem skyldi. Andspænis hörðum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og bágs ástands í atvinnulífinu töldu þessir menn sig ekki eiga stuðning í Þorsteini Pálssyni. Þessir menn fóru að róa í Dav- íð Oddssyni. Þar sáu þeir foringjann sem Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti. Reykjavík- urbréf Morgunblaðsins á afmælisári borgarinnar var hrein lofræða um Davíð Oddsson borgarstjóra, og niðurstaðan sú að betur væri ef stjórnunin á landsvísu væri eitthvað í ætt við skörungsskap borgarstjórans. Á meðan efnahagsráðgjafar Þorsteins lömdu saman tillögurnar, sem áttu með- al annars að beina athyglinni frá forystu- vandanum, lét Þorsteinn þreifa á Stein- grími Hermannssyni enn eina ferðina. Hann vildi athuga hvort það væri smuga á einhverju samstarfi beinu eða óbeinu við Framsóknarflokk. Ólafur Ragnar Grímsson var nýkominn frá Mexíkó, og Jón Baldvin Hannibalsson hafði flúið lætin í utanríkisþjónustinni til Tyrklands. Enn hitnaði í kolunum og menn töl- uðu stíft við Davíð. Davíð og Þorsteinn ræddu saman einslega í nokkur skipti. Niðurstaða þeirra samtala var sú að Þor- steinn gaf Davíð það í skyn að hann mundi ekki víkja úr formannsembætti. Á þessum tímapunkti finnst Þorsteini Páls- syni sú hugmynd fjarstæða, óháð því hvaða þrýstingi hann er beittur. Hann telur sig vera búinn að ná flokknum upp í sitt fyrra fylgi. Hann eyddi bæði vinnu og tíma í það að ná sáttum við Albert Guðmundsson áður en Albert hélt til Parísar, með þeim afleiðingum að Al- bert lýsti því yfir að hann myndi beina sínu fyrra fylgi yfir til Sjálfstæðisflokks. Þorsteinn telur fylgisaukningu Sjálfstæð- isflokksins, samkvæmt skoðanakönnun- um, vísbendingu um að hann eigi sín tækifæri eftir óháð því hvað Davíð vill. Báðir vita þessir menn sem og fleiri að tfmi Davíðs kemur innan Sjálfstæðis- flokkins. Á honum brennur nú að vinna næstu borgarstjórnarkosningar sem margir Sjálfstæðismenn eru vissir um að hann geri í skjóli óvinsælda ríkisstjómar- innar. En Davíð gæti líka verið að glata tækifæri sem ekki kemur aftur í bráð. Nái Þorsteinn því, sem hann virðist trúa sjálfur, að rífa flokkinn upp og vinna næstu þingkosningar, gæti hann haldið formennskunni fram til aldamóta. Þá verður Davíð Oddsson kominn á sex- tugsaldur. Þorsteinn Pálsson veit vel að hann sem formaður og Friðrik Sóphusson sem varaformaður fá ekki rússneska kosn- ingu á næsta landsfundi eins og oftast áð- ur. Ef Þorsteinn á undir högg að sækja, er sá þrýstingur sem Friðrik er beittur um þessar mundir ekki minni. Þegar Friðrik Sóphusson varð varaformaður 1981 við hlið Geirs Hallgrímssonar urðu margir stuðningsmanna Geirs mjög óhressir. Sumir þeirra litu þó svo á, að hinn ungi varaformaður gæti lægt ýmsar óánægjuöldur innan flokksins og að auki yrði hann aldrei bein ögrun við formann- inn sjálfan. Hið sama er enn upp á ten- ingnum. Þorsteinn veit vel að Friðrik verður aldrei formaður. En sú staðreynd að Friðrik ögrar honum ekki, vegur ekki lengur eins þungt á metunum og sú stað- reynd, að saman eru þeir tveir óvinsælli en Þorstein með öðrum varaformanni eða Friðrik með öðrum formanni. Þor- steinn veit einnig að Davíð myndi líkast til sigra Friðrik í kjöri um varafor- mennsku færi hann fram. Og á því er enn möguleiki. Það yrði Þorsteini Páls- syni heldur ekki á móti skapi. Davíð myndi styrkja ímynd forystunnar út á við og síðan yrði Þorsteinn að taka því sem að höndum bæri, jafnvel því að varafor- framhald á bls. 110 Verður Þorsteinn Páisson formaður tii aldamóta Teikning Halldórs Þorsteinssonar af Þorsteini eins og hann kemur til með að líta út árið 2000 Þorsteinn ætlar ekki að gefa þumlung eftir. Hann ætlar sér eitt tækifæri enn og sumir hallast að því að landsfundurinn verði ein hallelúja samkunda. 14 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.