Heimsmynd - 01.09.1989, Side 16

Heimsmynd - 01.09.1989, Side 16
Ieinn tíma, þegar konur voru meira þústaðar á mannamótum, svo sem dansleikjum, en þær eru nú, var stundum tilkynnt um dömufrí. Gátu þá konur sjálfar ráðið því við hverja þær dönsuðu. í dömufríi völdu þær eins og þeim sýndist og þurftu ekki kurteisinnar vegna að dansa við sömu karlhrútana lengi nætur væru þeir komnir með gras í skóna. Og sumt af því sem ort hefur verið í danslagatexta fjallar einmitt um það forræði fyrir kon- um sem karlar tóku sér um aldir, saman- ber þessi laglega orðaða stuna úr óvissunni: Guð má vita hvar ég dansa næstu jól. Nú þegar konur eru komnar í dans stjórnmálanna, þetta rosalega stóra sveitaball, þar sem ýmist er grátið út undir vegg út af skött- um, eða sopið á glasi upp á tvo þriðju kostnaðar eins og þeir sem sitja veislur í Mexíkó, halda þær uppi merki hinna mjúku mála, sem er ekki í rauninni pólit- ík eins og við þekkjum hana, heldur einskonar rórill yfir prjónum. Karl- rembusvínin skilja ekki mjúk mál yfir- leitt, ekki frekar en þeir skildu dömufrí- ið sem þeim fannst skerðing á rétti þeirrá til að þústa konur. Og að öllu fara konur öðruvísi að í pólitik en karlar. Þann L september, þegar dömufríið byrjaði að nýju á Alþingi, hefur orðið sú breyting á þingliði Kvennalistans að Anna Olafsdóttir Björnsson, sagnfræð- ingur, tekur sæti Kristínar Halldórsdótt- ur, fyrrum blaðamanns og ritstjóra, en nú þingmanns og húsfreyju, samkvæmt fyrri ákvörðun um útskipti á þingmanna- liði Kvennalistans. Tekst þeim með þessu móti að „fjölga á toppnum“, eins og það heitir, því varla hættir Kristín í kvennapólitíkinni, en manni skilst að hún hafi verið orðin sérfræðingur Kvennalistans í ríkisfjármálum. Anna er það kannski líka, en það veit ekki undir- ritaður enda aldrei setið við að prjóna. Stjórnmál eru í eðli sínu tvíþætt: I fyrsta lagi eru þau flókin mál sérfræðinga og þeirra sem hverju sinni fara með völd í landinu. Að hinu leytinu eru þau hið almenna tal, þegar maðurinn eða konan á götunni segja álit sitt án þess að hafa undir höndum nokkrar þær forsendur, sem gerir hinum áðurnefnda flokki manna auðveldara að taka ákvarðanir og móta sér skoðanir. Þegar Kvennalistinn kom til sögunnar þurfti enginn að efast um góðan vilja frambjóðenda á listan- um. Þeim tókst að sveigja umræðu um sjónarmið bundin félagshyggju út úr fari kreddukenninga þar sem málum var í gadda slegið og draga úr áhrifamætti þeirra flokka, sem sátu í fleti fyrir eins og þeir væru einkarétthafar sósíalisma. Aftur á móti ber tal þeirra á Kvennalist- anum stundum keim af tali mannsins á götunni um pólitík, og það notfærðu sér þeir sem töldu sig „vana rnenn". Fylgisaukning Kvennalistans hefur verið með nokkrum ólíkindum, einkum þegar hann taldist hafa nítján prósent fylgi og þar yfir í skoðanakönnunum. Tregða þeirra kvennanna við að taka þátt í stjórnarmyndun virtist ekkert trufla fylgið, þótt ljóst sé að flokkar hafa ekkert að gera í pólitík annað en freista þess að ná völdum til að geta haft áhrif samkvæmt stefnumiðum. Þessa megin- reglu hefur Kvennalistinn gefið lönd og leið, að því er virðist með ágætum ár- angri, þótt ekki verði vart áhrifa þeirra í stjórnarandstöðu. Þessi pólitíska patt- staða virðist láta þeim vel, en talið er að nú hafi listinn um fimmtán prósent fylgi. Síðan taka þær Kvennalistakonur til við að leika sér og láta nú yfir okkur ganga skiptingar á þingmönnum með sama hætti og skipt er á þreyttum liðs- mönnum í boltaleikjum fyrir óþreytta. Komið hafa fram þær skoðanir, að þing- menn geti ekki sett menn í staðinn fyrir sig með þeim hætti sem Kvennalistinn gerir. En þær munu sigrast á þeirri mót- báru. Kristín Halldórsdóttir hættir og Anna Olafsdóttir Björnsson tekur við af henni. Síðan mun Guðrún Agnarsdóttir leika sama leikinn, því miðað við þing- setuergið í karlkyninu verður afbrigði Kvennalistans að teljast leikur. Þannig spilar þingmannalið Kvennalistans af fingrum fram á Alþingi, eilítið mjúkar, fullar af samúð með smælingjum og jafn- vel hvölum, svolítið grænar í aðra rönd- ina en fyrst og fremst hissa á vonsku heimsins, sem hefur verið svona eins lengi og elstu menn muna. Dömufríið á Alþingi heldur áfram þrátt fyrir þá óvenjulegu skiptingu sem átti sér stað 1. september.D Kvennalistakonur láta nú yfir okkur ganga skiptingar á þingmönnum með sama hætti og skipt er á þreyttum liðsmönnum í boltaleikjum. 16 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.