Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 18

Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 18
Fyrir kosningarnar 1987 kynntum við Kvennalistakonur rækilega að við ætluðum okkur að skipta á miðju kjörtímabili um þingkonur í tveimur sætum. Það vakti mikinn úlfaþyt og hefur tæplega farið fram hjá mörgum. Það hlálega var að við vorum hundskammaðar fyrir að kynna þessar fyrirætlanir okkar, því auðvitað er þetta ekki í fyrsta sinn sem þingmaður hverfur af þingi, meðan kjörtímabilið stendur yfir. Það sem var nýtt, var þessi kynning og að við skiptum út skipulega. Okkur þótti sann- gjarnt gagnvart kjósendum að þeir vissu hvað við hefðum í hyggju og þar með hverjar þeir væru að kjósa. Við höfum verið mjög ákveðnar í að það væri stefna Kvennalistans en ekki einstaklingarnir sem skiptu máli, en okk- ur fannst heiðarlegast að láta það ekki fara milli mála hvaða einstaklingar myndu framfylgja stefnunni á Alþingi og hve lengi. Hvaða málum muntu beita þér fyrir persónulega? Auðvitað fylgja ákveðin blæbrigði með hverjum einstaklingi og ég fæ áreið- anlega tækifæri til að vinna í þeim mál- um sem brenna heitast á mér. Þau eru nú svo sem ekkert frumleg í Kvennalistaumræðunni. Það eru svona „smáskekkjur“ í samfélaginu eins og til dæmis í launamálunum þar sem konur eru alltaf verst settar. Ég hef sérstaklega verið að kynna mér hvernig stór hópur láglaunafólks er allt í einu kominn með verktakanafnbót og er ekki bara á afleitu kaupi heldur algerlega réttlaus. Ég er búin að opna munninn og flytja þings- ályktun um að þessi mál verði betur könnuð og þegi áreiðanlega ekki lengi um þau eftir að ég sest á þing. Og svo er ég með launamál almennt á heilanum, enda sífellt að heyra fleiri dæmi um kon- ur með mikla ábyrgð á vonlausu kaupi. Alþingi getur ef það vill gripið inn í launamál til bóta, nóg er frelsið ef skerða á kjör fólks. Svo læðist að mér sá grunur að eftir nokkurra ára afskipti af sveitastjórnar- málum muni ég einnig hafa áhuga á þeim á Alþingi. Það er margt í sambandi við sveitastjórnarmál sem er áhugavert, ekki síst umhverfismál og virkni íbúa á hverju svæði til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Miklu virkari valddreifing og öflug samvinna milli sjálfstæðra hópa íbúa, stjórnvalda og héraðsheilda myndi áreið- anlega skila okkur betra umhverfi. Og svo er það allt hitt sem ég hef sér- stakan áhuga á. . . Sérðu þig í ráðherrastól ef Kvennalistinn færi í stjórn? Nei, það geri ég reyndar ekki. Ég er búin að koma auga á svo margar aðrar Kvennalistakonur sem ég vildi endilega sjá í þessum umræddu stólum, sem flest- ar auðvitað. Og á meðan ég veit um fjöldann allan af hæfum konum í hvert einasta ráðuneyti, þá finnst mér fráleitt að vera að velta því fyrir mér hvar ég ætti heima þar á meðal. Er að halla undan fæti hjá Kvennalistan- um eftir meðbyr sem sýndi allt upp í 30 prósenta fylgi í skoðanakönnunum? Nei, við erum búnar að upplifa alls konar sveiflur í skoðanakönnunum, en fyrr mætti nú vera frekjan ef maður liti á það sem mótbyr að hafa alltaf verið tals- vert fyrir ofan fylgið í síðustu kosning- um, í augnablikinu heilum fimmtíu pró- sentum ofar samkvæmt þessum könnun- um. Veíður erfitt fara í spor Kristínar Hall- dórsdóttur? Areiðanlega, en það er verðugt mark- mið.D 18 HEiMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.