Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 24

Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 24
gildum uppanna sem orðnir eru for- eldrar. Stórblaðið Sunday Times fjallar um einkenni þessarar kynslóðar nýver- ið og þær breytingar sem eru að eiga sér stað í viðhorfum fólks á fertugs- aldri. Hægt og sígandi er þessi kynslóð að snúa frá ríkjandi efnishyggju eins og slyngustu markaðsfræðingar eru þegar búnir að átta sig á, og breytt neyslu- mynstur fylgir í kjölfarið. Sjónvarps- þátturinn Thirties Something (Á fer- tugsaldrí), sem tvær og hálf milljón sjónvarpsáhorfenda fylgjast með víða um heim, endurspeglar þennan tíðar- anda. Unga, framagjarna fólkið er komið á þann aldur að þurfa að endurskoða líf sitt. Það skynjar sumt hættuna á að vera útbrunnið fyrir aldur fram og óttast það að missa af börnunum sínum. Sumir leita á náðir hugleiðslu, breytts mat- aræðis, draga úr áfengisnotkun, hætta reykingum og spyrna við streitunni af lífs- og sálarkröftum. Margir skynja að það þarf meira til. Enn eru óleyst vandamál í sambandi við dagvist barnanna og hvernig foreldrar ná að sam- ræma starfsframa og uppeldi barna sinna. Hjónaskilnaðir færast í vöxt hjá þessari kynslóð, þar sem sextíu prósent hafa verið í vígðri eða óvígðri sambúð. Af þessum hópi sem er fæddur á sjötta ára- tugnum höfðu tæp tólf prósent þegar skilið lögskilnaði 1988 og er þá ekki með- talinn sá hópur sem er skilinn að borði og sæng. Aðeins hálft prósent eru ekkjur eða ekklar. Það gefur auga leið að nú- tímalifnaður er ekki heppilegasti jarðvegur fyrir gott hjónaband. Ungur prestur benti á það í sjónvarpsþætti nýlega hve algengt væri að fólk leitaði á náðir sálusorgara vegna vandræða í hjóna- bandi. Erlendis hafa hjónabandsráðgjafar nóg verkefni á sinni könnu. Tímarit á borð við Time og Newsweek hafa bæði gert samlífi hjóna á þessum aldri - eða skorti þar á - skil. í Gamla testamentinu eru hjón hvött til þess að eyða tíma saman í tilbeiðslu á Guð en ung hjón nútímans eru oft svo örmagna eftir lang- an vinnudag að þau eyða hugsanlega aðeins saman smástund fyrir framan sjón- varpið. Minna fer fyrir samræðum um hin ýmsu hugðarefni. Newsweek komst að þeirri niðurstöðu að pör af uppakynslóðinni hefðu ekki mikinn tíma fyrir kynlíf. Táknrænt dæmi um þetta er í kvikmyndinni Baby Boom sem sýnd var hér fyrir ári. Þar leit Diane Keaton á elskhuga sinn í rúminu sem einnig var að fletta fjármálatíðindum. Þau elskuðust á meðan myndavélinni var beint að klukku á náttborðinu sem sýndi um það bil sjö mínútur. Þá voru lesgleraugun sett upp aftur og nýjustu tölur á verðbréfamarkaðinum skoðaðar. Sumir vilja halda því fram að svona hafi þetta nú verið í flestum hjónaböndum fyrr og síð- ar. Það gefur þó auga leið með þessa kynslóð, að þegar dagurinn gengur út á kapphlaup við klukku og þeyting um bæinn þveran og endilangan að keyra og sækja börn, að fólk hefur ekki mikla aukaorku þegar líður að miðnætti. Yfirmaður hjónabandsráðgjafar í London segir að fólkið sem sæki þang- að sé í vandræðum út af þeim valkost- um sem það hefur. „Þessir llóknu val- kostir og fullkomnunarárátta veldur samlífsörðugleikum. Þetta fólk hefur allt aðrar væntingar í samlífi hjóna en fólk af foreldrakynslóð þess.“ Þessi sami aðili bendir á að eiginkonur þess- arar kynslóðar séu allt öðruvísi en eig- inkonur af eldri kynslóðinni. Þessar konur hafa margar verið í langskóla- námi og úti á vinnumarkaðinum. Þar hafa þær umgengist karlmenn sem vini og félaga og þær vilja ekki láta ein- hvern eiginmann skipa sér að slökkva ljósið á náttborðinu. n : Sigurður segir að streitan sé ein hliðin á öngþveiti þessarar kynslóðar, en sekt- arkennd gagnvart börnunum önnur. „Ég er kerfisbundið að vinna að því núna að ná eins góðu sambandi við son minn og ég get. Hann er orðinn sjö ára gamall og mér finnst ég vera að missa af honum. Tölvan hefur gert það að verkum að skil- in milli vinnu og heimilis verða engin. Undanfarin ár hef ég staðið mig að því að koma heim úr vinnunni og jafnvel ýta Jóhannesi litla frá mér svo að ég gæti al- farið einbeint mér að tölvunni. Svo var eins og ég vaknaði upp við vondan draum í fyrravetur. Ég þurfti að fara í nokkurra daga ferð til Finnlands og drengurinn var ekki mönnum sinnandi meðan ég var í burtu. Ég fór að spyrja sjálfan mig að því, hvort allar þessar skyldur mínar í starfi væru svona mikil- vægar eða hvað þær skyldu eftir og til hvers ég léti þetta stöðugt vera í fyrir- rúmi. Ég horfði upp á drenginn eiga erf- itt með að einbeita sér við ákveðna hluti og ákvað þaðan í frá að einbeita mér heilshugar að börnunum þegar ég væri með þeim. Ég hef sérstaka sektarkennd gagnvart stráknum, enda er hann eldri og ég ætla að gefa honum tvíhjól á næst- unni“, segir hann brosandi. „Ég nýt hverrar mínútu sem við erum saman núna, þegar við borðum í hádeginu og horfum saman á barnatímann á kvöldin. Hingað til hef ég verið fréttasjúkur, en nú hef ég vanið mig af sjónvarpsfréttun- um á báðum stöðvum enda eru þær ekki mjög merkilegar.“ Það var Sigurður sem notaði orðið slysavarnir um sínar aðferðir til að vinna á streitunni og þeim vonbrigðum sem önnum kafnir foreldrar upplifa í sam- bandi við börn sín og hvort annað. „Þessi lífsstfll okkar er áreynsla á hjóna- bandið og auðvitað verða gos með jöfnu millibili. Atti maður sig hins vegar í tæka tíð, getur maður reynt að aðlaga sig eftir bestu getu. Þó er ástandið samt þannig að við karlmenn getum ekki yfirgefið vinnumarkaðinn og snúið okkur alfarið að barnauppeldi og heimili. Konur hafa ennþá þann valkost án þess að vera for- dæmdar. Að vísu myndi konan mín aldrei taka það í mál og ég ekki heldur, en við vildum gjarnan geta fengið tæki- færi til að leysa okkar mál sjálf óháð þessum reglugerðum stjórnvalda.“ Hann segir að í þeirra tilfelli hafi aldrei komið upp sú spurning hvort þeirra bæri meiri ábyrgð á heimilishaldi og barnauppeldi. „Líkast til er ástæðan sú að ég ólst upp hjá móður sem var í fullu starfi utan heimilisins. Þá er konan mín jafnvel í meira ábyrgðarstarfi en ég (Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns Islands) og stundum hef ég hótað henni að kaupa Hagkaupsslopp og bíða með rúllurnar í hárinu í stigaganginum þegar hún kemur seint heim.“D 24 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.