Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 32

Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 32
DÆMISÖGUR ÚR HVERSDAGSLÍFINU „Við erum skuldug. Hann stofnaði fyrirtæki og er enn að súpa seyðið af stofnkostnaðinum. Við keyptum stórt raðhús sem við teljum okkur ráða við en það er ár og dagur þar til við verðum búin að borga það. Afborganir eru mjög háar og lánin hækka í hvert sinn sem við greiðum af þeim. En hvað erum við að kvarta, við hefðum getað fest kaup á minna húsnæði." (33 ára kennari með tvö börn) „Við ráðum ekki við að flytja úr litlu íbúðinni okkar. Barnanna vegna vinn ég hálfan daginn þótt ég hafi meiri menntun en hann. Hann hefur meiri tekju- möguleika á þeim vettvangi sem hann er. Vinir okkar búa flestir í mun stærra húsnæði en við. Stundum finnst mér samanburðurinn erfiður en þegar ég hugsa út í það hvað flest þetta fólk vinnur mikið og leggur hart að sér, finnst mér það síður en svo öfundsvert." (35 ára kona með tvö börn) „Ég er tvífráskilin tveggja barna móðir, og hef 68 þúsund krónur í mánaðar- laun. Með mikilli yfirvinnu fór ég upp í 89 þúsund krónur fyrir skatta. Ég leigi einstaklingsíbúð fyrir 30 þúsund krónur á mánuði. Ég borga 6 þúsund fyrir dag- vist yngra barnsins en meðlög og mæðralaun á mánuði eru 18 þúsund krónur. Ég sef í stofunni og dætur mínar tvær í svefnherberginu. Sú eldri er 11 ára og sjálfala á daginn og stundum oft fram á kvöld en þá nær hún í þá yngri á dag- heimilið og er með hana þar til ég kem heim úr vinnunni. Ég á einn svefnsófa og hin húsgögnin hef ég fengið úr draslherbergi systur minnar. Ég hef einn skelfilegan veikleika. Mér þykir gott að fara út að borða og leyfi mér það stund- um. Ég fer ekki á Holtið eða Sögu heldur á pizzastað með stelpurnar. Stundum fer ég á bjórkrár en aldrei á staði sem ég þarf að borga inn á. Um miðjan mán- uð er ekki til króna á heimilinu. Þá er hafragrautur og hrísgrjón á borðum til skiptis það sem eftir er mánaðar. Mig dreymir ekki um einbýlishús eða lúxus. Ég yrði ánægð með litla íbúð sem ég ætti sjálf." (33 ára blaðakona á dagblaði) „Konan mín er kennari og vinnur mun færri stundir á viku en ég. Við erum heppin með barnapössun þar sem foreldrar mínir búa í nágrenninu og systir sem oft hleypur undir bagga. Ég vinn til sex á daginn, stundum lengur og fer í hesthúsið eftir að ég kem heim. Hrossin eru í tveggja kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þangað fer ég á fjallahjóli sem ég keypti nýlega. Við fórum í nokk- urra vikna sumarfrí og bjuggum á lúxushóteli með krakkana." (30 ára lögfræðingur) „Ég er hundleið á þessu peningatali. Maðurinn minn er í fjölskyldufyrirtæki sem hefur ekki gengið of vel. Við eigum stórt einbýlishús, hund en engin börn. Gluggapóstur fer meira í taugarnar á mér en nokkuð annað. Þegar ég las í DV að húsið okkar væri á nauðungaruppboði, skreið ég undir sæng og setti kodd- ann yfir höfuðið. Nú er ég orðin vön þessu." (33 ára listakona) „Það býr lögfræðingur í næsta húsi sem er jafngamall okkur. Ég hef aldrei séð aðra eins skrifstofu og hans. Flottheitin eru slík að maðurinn minn dauðsér eftir því að hafa farið í læknisfræði. Lögfræðingurinn og konan hans eiga þrjú börn sem eru aldrei í sömu fötunum. Kannski rekur hún barnafataverslun á laun eða hann græðir svona á innheimtunum. Mér finnst samt alltaf jafnhlægilegt að sjá hana koma heim úr barnafataleiðangri." (32 ára nágrannakona) „Við erum ánægð. Hann er sérfræðingur hjá opinberri stofnun og meira að heiman en góðu hófi gegnir. Ég er arkitekt en er ekki alveg í fullri vinnu þar sem yngri sonur minn er aðeins eins árs. Ég er úr sveit og mamma kenndi mér nýtni. Við borðum einfaldan mat og ég versla á útsölum, sauma jafnvel á börn- in. Ég held að vinkonum mínum finnist ég vera nísk." (32 ára arkitekt) „Við keyptum parket á alla íbúðina. Sjö þúsund kall fermetrinn takk! En arki- tektinn sem Anna þekkir segir að þetta sé alvinsælasta parketið núna. Aum- ingja Siggi vinnur eins og brjálæðingur og við erum ákveðin í að láta staðar numið hér. Ég veit hann tryllist samt þegar hann færa Visareikninginn næst. Ég keypti mér svo mikið af fötum i Luxembúrg um daginn." (31 árs flugfreyja) VIÐ ERUM HREIN- SKILNARI Páll Halldór Dungal er 35 ára gamall og rekur eigið fyrir- tæki. Hann og eiginkona hans sem er arkitekt eiga tvo syni þriggja og fjögurra ára. Að mati Páls þarf fólk af þessari kynslóð að vera á varðbergi gagnvart utanaðkomandi þrýstingi og kröfum um hvern- ig fjölskyldulífið á að vera. „Kynslóð okkar er í vand- ræðum því hún á sér enga fyr- irmynd í foreldrahlutverkunum. Eg tek sem dæmi allar þessar hæfu ungu nú- tímakonur sem þjást af stöðugu sam- viskubiti yfir því að vera ekki eins og mæður þeirra tilbúnar með heitt kókó allan daginn. Þetta á ekki síður við unga feður. Við ólumst ekki upp hjá feðrum sem þurftu að hafa áhyggjur af bleyju- skiptum, pelagjöfum og því að smyrja brauð. Feður okkar tóku aðeins ákvarð- anir í stórum málum og því eru ungir feður nútímans komnir í allt annað hlut- verk. Af þessu leiðir að kynslóð okkar verður að taka af skarið og hætta að heim- færa sitt fjölskyldumynstur upp á úrelta fyrirmynd foreldrakynslóðarinnar. Við búum við allt aðrar aðstæður, þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi í flestum tilvikum, og verðum að haga fjölskyldu- lífi okkar eftir því. Ég neita því alfarið að við séum verri foreldrar. Sú stað- reynd að konur af okkar kynslóð hafa eytt mörgum árum í að mennta sig og vilja vera úti á vinnumarkaðinum, þýðir ekki að þær langi ekki til að verða mæð- ur. Það er frumþörf sem ekkert tekur frá þeim. Þær eru ekkert verri mæður. Þær eru öðruvísi mæður en geta orðið verri mæður ef þær láta sektarkenndina þjaka sig. Varðandi hjónaband fólks af þessari kynslóð segir hann, „Ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hjónaband byggðist fyrst og fremst á vináttu þá er 32 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.