Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 34

Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 34
„Jú, jú það er ágætt að vera komin heim. Ég var i námi í Danmörku í sjö ár með son minn lítinn. Nú vinn ég við þýðingar og tekst svona sæmilega að láta enda ná saman. Ég hef misst mikið samband við gömlu félagana úr mennta- skóla. Tek þó eftir því hvað heimilin þeirra eru flott en það er eins og enginn lesi bækur." (34 ára bókmenntafræðingur) „Ég fór með norskum félaga mínum upp í Bláfjöll um páskana. Hann sagðist aldrei hafa séð jafnmarga í jafnflottum skíðagöllum, á eins dýrum skíðum og jafnlélega á skiðum eins og þarna." (34 ára hagfræðingur) Það er alveg ótrúlegt hvað fólk um þrítugt sem er að skilja á miklar eignir - og skuldir. (37 ára lögfræðingur) I „Ég hef algerlega breytt um lífsstíl. Ég er skilin og sonur minn orðinn tví- tugur. Áður hafði ég allt til alls, mér liggur við að segja þjón á hverjum fingri. Síðar missti ég allt og nú geri ég allt aðrar kröfur. Ég leigi íbúð, á sex skeiðar, sex gaffla, sex hnífa, sex teskeiðar og einn smjörhníf. Silfrið sem ég notaði áð- ur er í kassa uppi í skáp. Fólk á mínum aldri er að átta sig á því að lífið er að hlaupa frá því. Margir eru komnir í hippastellingar upp á nýtt." (39 ára rithöfundur) „Öfund færist í vöxt. Það má enginn eiga meira né líta betur út." (37 ára skáldkona) NÍUNDI ÁRATUGURINN Fjármálaspekúlantar Skjótar lausnir Stílhreint umhverfi Leöur og stál Jakkaföt Dýrir bílar Einstaklingar Skipuleggjari Upplýsingar á tölvudiskum Sjónvarp Stjórnmálaflokkar Hundar Öfgar Samkeppni Uppgangur Frami Hagfræðingar Sælkerafæði Fólk á besta aldri Líkamsrækt Heilastarfsemi 34 HEIMSMYND TÍUNDI ÁRATUGURINN Umhverfismál Vandamál Hlýlegt umhverfi Rósótt áklæði og viður Flauel og gallabuxur Reiðhjól og mótorhjól Fjölskyldan Venjuleg dagbók Alfræðiorðabækur Bækur og tímarit Hugmyndasamtök Börn Markaðsöfl Sanngirni Leit Vinna Hetjur Hrísgrjón og grænmeti Gamalt fólk íhugun Hjartalag Hann viðurkennir að nútímalifnaðar- hættir séu ekki heppilegasti jarðvegurinn fyrir hjónaband. „Helstu streituvaldar í hjónabandinu nú eru að reyna að láta hlutina ganga upp, því kröfurnar eru ekkert smáræði. Konan á að mennta sig. Þegar hún er búin að því á hún að fá æð- islegt starf og eiga yndisleg börn. Þar af leiðandi verður hún að keyra sig áfram á mörgum vígstöðvum, standa sig vel í starfi og vera góð móðir. Nú er það líka sjálfsögð krafa, að faðirinn sé virkur þátttakandi í barnauppeldinu, og hann er því líka undir þessu álagi. Eftir and- vökunótt er þess krafist að maður sé til- búinn í slaginn, mæti upplagður á fund og líti vel út. Þegar heim er komið tekur annað starf við, og maður þarf að vera upplagður fyrir börnin sín. Þegar þau eru sofnuð reynir maður að sinna maka sínum og þá er orkan oft uppurin. Þarna reynir á þá ákvörðun sem hjónaband byggist á og hún má ekki gleymast. Það er svo auðvelt að ganga út, en það er engin lausn. Maður hefur gert samning við ákveðna manneskju, átt með henni góðar stundir og þegar reynir á þetta samband er í flestum tilfellum hægt að finna lausn.“ Eitt af einkennum sinnar kynslóðar segir Páll vera meiri hreinskilni. „Fólk er ekki eins hrætt við að vera opinskátt um tilfinningar sínar og vandamál. Okkur hefur verið mikill styrkur af góðum vin- um sem við höfum getað rætt við um flest, þar á meðal hjónaband okkar. Svo vill til að í vinahópi okkar eru hjón sem eiga einnig löng sambönd að baki. Við höfum til dæmis rætt hluti eins og fram- hjáhöld, fyrirbæri sem ég held að sé mun algengara hjá fólki yfir fertugt en okkar kynslóð. Þannig ræðum við saman um hluti sem ég veit að foreldrakynslóðin myndi aldrei opna sig um. Við munum aldrei fórna öllu til að halda í einhverja glæsta ímynd, en það gerði fólk af eldri kynslóðinni umhugsunarlaust. Það hélt í þessa fölsku framhlið þótt allt væri í brunarústum fyrir innan. Við skömm- umst okkar ekki fyrir veikleika okkar né vandamál. Hjón nú eru miklu opnari gagnvart hvort öðru. Við döðrum bæði“, segir hann hlæjandi, „og hún segir mér frá því ef hún hefur hitt einhvern aðlað- andi mann á fundi og ég leyni hana því ekkert ef ég hef hitt konu sem hefur sjarmerað mig upp úr skónum. Það er svo eðlilegt að tala við einhvern af gagn- stæða kyninu og fmna einhverja strauma sem leiða ekki til neins, en lyfta manni svolítið upp úr hversdagsleikanum." Páll segir að í framhaldi af þeirri opin- skáu umræðu sem eigi sér stað innan sinnar kynslóðar sé áberandi, hvað fólk leggi mikla áherslu á leitina að hamingj- unni. „Fólk gleymir stundum að nema staðar og þakka fyrir það sem það hefur. Það er allt of mikilli orku eytt í efasemd- ir um hvort það sé á réttri hillu í líf- inu.“D
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.