Heimsmynd - 01.09.1989, Side 36

Heimsmynd - 01.09.1989, Side 36
Landlæknir Bandaríkjanna hefur ráðlagt mönnum að búast ekki við virku bóluefni gegn alnæmi á þessari öld. [kki eru nema ein tíu ár síðan menn töldu smitsjúkdóma vart lengur teljandi ógnun við tækni- þróuð vesturlönd. Þeirra kross væri einkum illkynja æxli, hjartamein og hrömunarsjúk- dómar. En nú er upp kominn sjúkdómur sem hefur feykt þess- ari spilaborg um koll. Árið f981 varð þess vart í Bandaríkjunum að kvillar, sem áður voru afar fágætir, voru að breiðast úr meðal samkynhneigðra karla. Sammerkt þessum sjúkdómum var að þeir voru áður þekktir hjá fólki sem haldið var veilum í náttúrlegu varnar- kerfi líkamans, ónæmiskerfinu. Brátt fór lækna að gruna að um áður óþekktan smitsjúkdóm væri að ræða. Samanburður á sýktum og ósýktum hommum, en annars sambærilegum, benti til að þeir sýktu skæru sig úr um fjöllyndi í kynlífi. Brátt þóttust menn geta rakið ný tilfelli veikinnar gegnum samkynja kynmök við áður sýkta karla. Lokastig sjúkdómsins, sem jafnan dregur menn til dauða, hlaut á ensku nafnið AIDS, Acquired Immunodef- iciency Syndrome, sem fyrst var á ís- lensku útlagt áunnin ónœmisbœklun en fékk síðan þjálli heiti, eyðni og alnæmi. Heilbrigðisyfirvöld hafa tekið upp síð- arnefnda heitið, og mun ég nota það. Árið 1982 varð alnæmis vart meðal eit- urlyfjaneytenda, sem deildu sprautum með öðrum, og hjá mönnum sem þegið höfðu blóð eða blóðafurðir en höfðu ekki unnið til smitunar með öðrum hætti. Að meðaltali liðu ein tvö ár milli blóðgjafar og fyrstu sjúkdómseinkenna, og ævinlega mátti rekja að minnsta kosti eina blóðgjöf til homma eða eiturlyfja- sprautanda. I janúar 1983 voru í Bandaríkjunum skráð tvö tilvik af alnæmissmiti hjá kon- um sem bjuggu með körlum sem tóku eiturlyf í æð. Þar með var ljóst að sjúk- dómurinn getur smitast sem kynsjúk- dómur, jafnt meðal samkynhneigðra sem gagnkynhneigðra, og með blóði sem berst milli manna. Síðan hefur komið í ljós að fóstur eða nýburar smitaðra mæðra geta sýkst á meðgöngutíma, við fæðingu eða með móðurmjólkinni. Blóðblöndun við sýktan einstakling getur valdið sýkingu, til dæmis ef hjúkr- unarfólk stingur sig á sprautunálum sem sjúklingar hafa notað. Þar með eru upptaldar þekktar smit- leiðir sjúkdómsins. Engin dæmi eru um það að skorkvikindi sem sjúga blóð færi alnæmi milli manna. Dagleg samskipti við alnæmissjúklinga virðast ekki vera smitandi. I rúmlega tvö þúsund tilvikum, sem skráð voru í Bandaríkjunum, þar sem hjúkrunar- starfslið komst með húð eða slímhúð í snertingu við blóð eða aðra líkamsvökva alnæmissjúklinga, smitaðist enginn. Luc Montagnier og samstarfsmenn hans við Pasteurstofnunina í París ein- angruðu snemma árs 1983 veiru sem 36 HEIMSMYND eftir ÖRNÓLF THORLACIUS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.