Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 56

Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 56
Straumsvík og löngum síðar. Hann leiddi til dæmis íslensku viðræðunefndina í álmálinu svokallaða 1983 og sat þá löngum fundi í London og Zurich milli þess sem hann skaust heim til þess að ráða ríkisstjórninni heilt í stjórn hinna erfiðu efna- hagsmála. Jóhannes er mörgum ráðgáta en flestir telja hann ljón- greindan, metnaðargjarnan og ráðríkan. Hann þykir klókur að fara með tölur og greina aðalatriðin frá hisminu. Fáir ríða feitum hesti frá viðureign við hann um reiknikúnstir og hagfræðikenningar. Hann á auðvelt með að láta aðra vinna fyrir sig og ræður þar nokkru geysimikið átórítet. Hann er veg- lyndur í samskiptum við menn en kon- unglegt fas hans heldur fólki í vissri fjar- lægð frá honum. Hann er sagður hakka bankastjóra í sig án þess að brýna nokkru sinni róminn. í föðurlegum um- kvörtunartón les hann þeim pistilinn svo þeir vilja helst sökkva á kaf í dúnmjúk bankastjórateppin. En það gerist víst ekki oft. Yfirleitt er hann þægilegur í umgengni og flestir telja hann ljúfmenni hið mesta. Líkt og Sigurður faðir hans tekur Jóhannes fólk með trompi og sjarma. Honum lætur vel að láta aðra vinna fyrir sig en er sjálfur hamhleypa til verka. Hann á aðgang að mörgum stærstu bönkum heims og það traust sem hann hefur aflað sér þar er ómetanlegt fyrir lánstraust íslendinga. Hann er sagður eini Islendingurinn sem nýtur þess trausts í alþjóðleg- um fjármálaheimi að orð hans gilda svo sem um skriflegan samning væri að ræða. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra sagði eitt sinn að Jóhannes vildi ráða miklu enda fylgdi það mönnum með ákveðnar skoðanir. Hann afgreiddi mál og kæmi þeim frá en frestaði þeim ekki endalaust eins og sumir aðrir. Samstarfsmaður segir hann kjarkaðan í starfi sínu. Það fylgdi því að vera formaður bankastjórnar Seðlabankans að eiga við margs konar og ólíkar ríkisstjórnir og ráðherra. Hann ætti mjög gott með að flytja mál sitt við hvern sem væri og fá menn til að hlusta. Það byggðist meðal annars á yfirburða- þekkingu hans og sérstökum hæfileikum til að setja mál sitt fram á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Hann brysti aldrei kjark til að segja afdráttarlaust skoðanir sínar. A yngri árum mun Jóhannes hafa staðið nærri krötum í stjórnmálum en á seinni árum má helst kalla hann frjálslyndan íhaldsmann. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa trú á of mikilli miðstýringu en sjálfur segist hann vera talsmaður aukins markaðsbúskapar. Stjórnmálamenn hafa stundum látið stór orð falla um Jó- hannes. Eitt sinn sagði fyrrverandi ráðherra að tími væri kom- inn til að leiða í ljós hver ætti að stjórna landinu, ríkisstjórnin eða Seðlabankinn. Og fræg eru ummæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar á sínum tíma sem sagðist mundu láta verða sitt fyrsta verk að reka Jóhannes Nordal ef hann kæmist til valda. Öllu þessu tekur Jóhannes Nordal með yfirveguðu jafnaðar- geði og rósemi og situr sem fastast. Almenningur lítur nánast á hann sem stofnun. Rétt eins og Sigurður Nordal var the grand old man í ís- lenskum fræðum er Jóhannes nú orðinn the grand old man í íslensku efnahagslífi. Báðir hafa þeir drottnað yfir umhverfi sínu með afburðagreind, þekkingu og persónutöfrum. Það er hið nordælska páfadæmi. í stjórnarkreppunni 1980 áður en Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn sína var tilbúin utan- þingsstjórn með Jóhannes Nordal í forsæti. Það sýnir í hnot- skurn hvers álits hann nýtur. Þó að Jóhannes sé fyrst og fremst á kafi í efnahagsmálum eru áhugamál hans víðfeðm. Úr foreldrahúsum hefur hann erft ríkan áhuga á bókmenntum og hugvísindum. Hann hefur verið forseti Hins íslenska fornritafélags, formaður útgáfuráðs Almenna bókafélagsins og í stjórn hugvísindadeildar Vísinda- sjóðs og á yngri árum var hann ritstjóri bókmenntatímaritsins Nýs Helgafells. Líkt og faðir hans og afi, sem hann er skírður eftir, er hann hrókur alls fagnaðar í vinahópi, fer jafnvel með eigin skáldskap, og veiði og útivera eru eftirlæti hans. Kona Jóhannesar Nordals er Dóra Guðjónsdóttir píanóleikari. Hún er dótt- ir Guðjóns Ó. Guðjónssonar prentara og bókaútgefanda, eiganda Prentsmiðju GuðjónsÓ. Það er kannski engin tilvilj- un að sú prentsmiðja prentar tékkahefti fyrir flesta banka landsins og ríkisskulda- bréf fyrir ríkisstjórnina. Börn þeirra eru Bera Nordal listfræðingur, forstöðumað- ur Listasafns íslands, gift Sigurði Á. Snævarr hagfræðingi hjá Þjóðhagsstofn- un, Sigurður Nordal rekstrarfræðingur, forstjóri Prentsmiðju GuðjónsÓ, sem sit- ur nú ættarsetrið á Baldursgötu 33, Guð- rún Nordal, doktor í miðaldabókmennt- um frá Oxford, gift Ögmundi Skarphéð- inssyni arkitekt, Salvör Nordal, BA í heimspeki, í sambúð með Árna Þórar- inssyni blaðamanni á Morgunblaðinu, Ólöf Nordal laganemi og Marta Nordal nemi. TÓNSKÁLDIÐ Yngri bróðirinn, Jón Nordal, hefur framhald á bls. 105 D Uáðir hafa drottnað yfir umhverfi sínu með afburðagreind, þekkingu og persónutöfrum. Það er hið nordælska páfadæmi. 56 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.