Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 66

Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 66
[iríkur fer ekki dult með aðdáun sína á Davíð Oddssyni í samtali við HEIMSMYND. Hann telur hann einn mesta stjórnmálaskör- ung samtíðarinnar og segir að ekkert annað en eitthvert stór- kostlegt slys geti komið í veg fyrir að þessi maður verði leiðtogi þjóðarinnar. Bók Eiríks Jónssonar ber und- irtitilinn: Þetta er sagan um Davíð Oddsson, lœknissoninn og skáld- ið sem lagði höfuðborgina að fótum sér. Sjálfur er Eirikur sonur Jóns Þorsteins- sonar læknis en hvort hann leggur höfuð- borgina að fótum sér með þessu verki er önnur saga. „Eg var beðinn að skrifa allt aðra bók upphaflega um efni sem mér leist ekkert á. Önundur Björnsson útgefandi hafði samband við mig þegar ég hætti sem fréttastjóri á Stjörnunni síðastliðinn vet- ur og kom með ýmsar uppástungur. Þeg- ar nafn Davíðs Oddssonar bar á góma, greip ég þá hugmynd á lofti. Eg held að Önundur hafi samt búist við allt öðruvísi bók. Eitt sinn rakst ég á bók í flugvél sem bar titilinn The Life and Story of Frank Sinatra. Hana hafði ég í huga þegar ég hóf verkið um Davíð Oddsson. Upphaf- lega var talað um að þetta yrði viðtals- bók. Agætur maður hefur bent á, að í þeim aragrúa viðtalsbóka sem út komi á íslandi árlega, sé skrásetjarinn flaðrandi upp um viðmælandann eins og hundur. Útkoman er misjöfn en sagan er sögð eins og viðmælandinn túlkar hana sjálf- ur. DAVIÐ LÍFOG SAGA Þetta er sagan um Davíð Oddsson, lœknissoninn og skáldið sem lagði höfuðborgina að fótum sér. Hér er tæpast um ævisögu að ræða þar sem Davíð Oddsson er rétt rúmlega fer- tugur. Þó vildi ég hafa hann með í ráð- um, sérstaklega í lokaskrifum bókarinn- ar og hófst því ekki handa fyrr en Davíð kom aftur frá Japan þar sem hann var í nokkrar vikur síðastliðið vor. Þegar ég hitti hann á skrifstofu hans sagði hann mér að tvö bókaforlög væru þegar búin að hafa samband við hann í því skyni að gefa út viðtalsbók. Ég sagði honum strax að þetta yrði engin viðtalsbók. Heldur yrði þetta einhvers konar Life and Story of Frank Sinatra. Hann skildi um leið hvað ég var að fara. Sagðist ekki vilja neina ævisögu fyrr en hann væri orðinn sextugur en benti á að sem lögfræðingur vissi hann vel, að hann gæti ekki stöðvað þessa bók. Hún yrði bara að vera mitt mál. Ég spurði hann hvort ég mætti hafa samband við hann síðar. „Ég tek á móti öllurn“, svaraði hann og leit ég á það sem grænt ljós. Á þessum fyrsta fundi okkar tjáði Davíð mér að ég hefði verið á svörtum lista hjá honum vegna fréttaskrifa minna í DV. Hann tilkynnti símastúlkunni sinni að ef Eiríkur Jónsson hringdi þá væri hann ekki við. Hann sagði að fréttaskrif mín hefðu verið andstæð sér. Fleiri virð- Vorið 1947 brá ung kona úr Hafnarfirði sér í heimsókn til foreldra sinna, læknishjónanna á Selfossi. Ingbjörg Lúðvíksdóttir var eiginkona Snorra Björnssonar bókara og saman áttu þau son á þriðja ári. Á Sel- fossi var starfandi ungur aðstoðarlæknir, Oddur Ólafsson og eigi má sköpum renna, læknisdóttirin og ungi aðstoðarlæknirinn felldu hugi Draumar hans um erlendis saman. Hún var 25 ára og hann 33 ára. Kalda janúarnótt árið 1948 í Hlíðahverfinu í Reykjavík, þegar sjómenn í Vestmannaeyjum treystu sér ekki á sjó af því að barómeterinn var óhag- stæður, fæddist Davíð Oddsson. Ingibjörg hafði skilið við Snorra Björnsson og eftir fæðingu Davíðs reyndu hún og Oddur að hefja sambúð, sem ekki gekk upp. Eftir það stóð Ingibjörg uppi ein með syni sína tvo. Fluttist hún til foreldra sinna á Selfossi með eldri soninn og Davíð tveggja mánaða. Þar dvöldust þau næstu sex árin. Afi Davíðs, Lúðvík Norðdal héraðslæknir, gekk honum í 66 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.