Heimsmynd - 01.09.1989, Side 79

Heimsmynd - 01.09.1989, Side 79
um, eins og öll hjón ættu að gera. Hljómsveitin starfaði ekkert frá sjötíu og sjö til áttatíu og ég held að það hafi fyrst og fremst verið hinn félagslegi þáttur sem rak menn saman aftur. Umburðar- lyndið hefur aukist með árunum og deildaskiptingin líka, enda grundvallar- atriði þess að hægt sé að skipuleggja svona fyrirtæki að hver fái að sinna því sem honum fellur best. Annað lykilatriði er að skipuleggja aldrei nema tvo til þrjá mánuði fram í tímann. Þetta má ekki verða of bindandi. Það hefur aldrei kom- ið til tals að leggja hljómsveitina niður og þótt maður verði fúll út í þetta lið annað slagið og skilji ekkert í sér að vera að leggja lag sitt við svona pakk, þá finn- ur maður alltaf að þetta er góður félags- skapur og að í hverju rúmi er í rauninni besti maður sinnar tegundar." Hvað með samkeppni innan hópsins, er ekki fúlt hvað sumir fá miklu meiri at- hygli en aðrir? Jakob: „Söngvararnir fá auðvitað mesta athygli, þannig er það í öllum hljómsveitum, enda eru þeir andlit Þórður: „Fyrir tuttugu árum voru ekki til gamlir rokkarar, einfaldlega af því að rokkið var ekki orðið nógu gamalt fyrirbæri." hljómsveitarinnar út á við. Ég held að enginn sé fúll út af því. A fyrstu árunum var töluverð samkeppni á milli okkar Valla, við sömdum mest og vorum stundum fúlir ef annar átti fleiri lög á plötu en hinn, en þetta er alveg horfið og ég held að þetta súra-sæta hafi frekar þjappað hópnum saman. Já, ég hef líka notið töluverðrar athygli, hinir minna, en Tómas er átorítet í upptökunni og út- setningum, þannig að hann skapar það andlit sem ekki sést, ef svo má segja. Þórður er sá eini okkar sem numið hefur við Berkley, gagnmenntaður í tónlist- inni. . .“ „Eiginlega fyrir neðan mína virðingu að spila með þessu liði“, glottir Þórður og Jakob heldur áfram: „Nei, það er held ég enginn rígur innan hljóm- sveitarinnar, við berum allir keim af þessu músíklega uppeldi sem við höfum hlotið í Stuðmönnum og maður finnur greinilegan mun þegar maður fer að vinna í öðrum hljómsveitum. Sköpunar- frelsi, eins og það sem blómstrar innan Stuðmanna, finnur maður hvergi nema í þessari hljómsveit. Hér er leyfilegt að gera hvað sem er og ekki til sú hugmynd sem er dæmd úr leik af því að hún sé of púkaleg." vert telja þeir leyndarmálið að baki velgengninni? Jakob verður enn fyrir svörum: „List- in að lifa af er fólgin í því að láta fólk krefjast meira en látið er í té, svala ekki fullkomlega eftirspurninni og það höfum við reynt að hafa í heiðri. Höf- um raunar lent í því einu sinni eða tvisv- ar að spila aðeins lengur en við hefðum átt að gera, en brennum okkur vonandi ekki oftar á því. Arskvótinn er ekki nema svona tveir mánuðir.“ Sjá þeir sjálfa sig í anda í Húnaveri eftir önnur tuttugu ár? Nú er það Þórður sem svarar: „Já, því ekki það. Ekkert er ómögulegt þegar Stuðmenn eiga í hlut.“ HEIMSMYND 79
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.