Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 82

Heimsmynd - 01.09.1989, Blaðsíða 82
framkvæmda, mesta kúnstin er að hemja sig. Það er svo smekksatriði hvort fólk hemur sig á réttum stöðum eða of lítið.“ Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Ragnhildi að koma inn í þessa stráka- klíku, en hún gerir lítið úr því: „Þetta þróaðist svona af sjálfu sér eftir að við Jakob gerðumst kærustupar og ég varð aldrei vör við nein mótmæli frá hinum. Það eina sem var erfitt var að ég náði ekki uppí þessa hæfni hjá þeim, en féll samt ágætlega inní húmorinn. Eg ólst upp með strákum og kann að umgangast þá, hef enga vanmetakennd gagnvart þeim eða fólki yfirleitt. Ég held að það sé vanmetakenndin sem gerir það að konur verða oft undir í karlahóp. Auð- vitað eru þetta óttalegir egóistar og ég varð að beijast fyrir mínu til að ná full- um hlut, en það verður maður víst alltaf að gera.“ — rosm i Og Ragnhildur lítur svo sannar- lega út fyrir að vera fullfær um að halda sínum hlut gagnvart hverjum sem er. Hún situr á móti mér við geysistórt borð- stofuborðið á heimili þeirra Jakobs í grænmynstruðum silkikenndum afanáttfötum, með svarta hárið í tagli uppi á höfðinu, sérstök og glæsileg að vanda, hlýleg og brosandi, en jafnframt svo ákveðin og afgerandi að ég myndi treysta henni til að hafa sigur í baráttu við hvern sem væri. Hún og Jakob eru ekki gift en „við köllum okkur oft popphjón, svona eins og Ellý og Svavar og Svanhildur og Gaukur, þú veist það er þessi húmor- inn.“ Hún hefur látið hafa það eftir sér að hún myndi aldrei taka í mál að búa með poppara ef hún væri ekki þátttak- andi sjálf og ég spyr hana hvort þessi heimur sé svo fullur af freistingum að hún myndi ekki treysta manninum ef hún sæti heima. “Nei, það er ekki það. Þetta er bara á sama grunni og að ég gæti aldrei hugsað mér að vera gift sjómanni. Það er ekki vegna þess að líf popparans sé fullt af kynsvalli, fylleríi og dópi, ég vil bara fá að vera með í þessum heimi, vera þátt- takandi. Það er fullt af stelpum sem þyk- ir ofsalega spennandi að lenda í sam- bandi við poppara, en sitja svo heima leiðar og sárar þegar þeir eru að ferðast og taka upp á því að reyna að fara að breyta lífi þeirra. Það gengur ekki. Það heíur oft eyðilagt stemmninguna í bönd- um þegar konurnar ætla að fara að skipta sér af. Þær verða annað hvort að sætta sig við þetta líf eins og það er eða sleppa því.“ Ég spyr hana hvort konur hinna Stuðmannanna séu þá ekki sárar út af því að hún sé þátttakandi í þessum heimi sem þeim sé lokaður, en hún segir svo ekki vera: „Þær hafa þroska til að skilja þetta líf og meðtaka það. Þetta eru greindar konur. Ég hef oft fundið slæma strauma frá eiginkonunum í öðrum böndum sem ég hef verið í, einhverja af- brýðisemi út í mig sem var algjörlega ástæðulaus, en ég hef aldrei fundið fyrir því frá Stuðmannakonunum. Kannski af því að við Jakob erum saman.“ Kjaftasögur eru leiðinlegur fylgifiskur frægðarinnar og ein af þeim kjaftasögum sem gengið hafa um Ragnhildi er að hún hafi eyðilagt hjónaband Jakobs og Önnu Björns á meðan á tökum myndarinnar Með allt á hreinu stóð. „Það er algjör della. Anna og Jakob voru búin að vera skilin í meira en ár áður en við svo mikið sem kysstumst í fyrsta skipti. Við tókum ekkert eftir hvort öðru þegar við vorum að vinna í Með allt á hreinu, enda vissi ég ekki betur en að maðurinn væri harð- giftur. Nei, ég kippi mér ekkert upp við svona kjaftasögur. Sumar koma sér auð- vitað illa fyrir mann, en ég bara hlæ að þeim. Ef maður tæki slíkt nærri sér væri maður löngu hættur. Hitt hefur hins veg- ar oft vakið furðu mína hvernig í ósköp- unum sumar sögur komast af stað, það get ég alls ekki skilið." Hinir Stuðmennirnir sögðu spila- mennskuna taka sinn toll af heimilislíf- inu en hvernig heimilislíf er það þegar bæði eru í þeim bransa? Ragnhildur þekkir ekki annað, en segist ekki vita Lumma, Grýla, Gæra, Stuðmaður, Ragnhildur „þorskalýsi" hljómsveitarinnar. 82 HEIMSMYND Wr' • ■ 1 l1 . íf -'M m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.