Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 106

Heimsmynd - 01.09.1989, Síða 106
mold og vatni og þar af leiðandi hluti af heild sem er alheimurinn en með allt öðrum hætti en áður. Við höfum meiri möguleika á að verða að vatni en ein- hverju öðru þegar við deyjum. Eins og fram kemur hér að ofan svar- aði Jean Jacques Annaud spurningum frumsýningargesta Bjarnarins í Regn- boganum og sagði frá tæknibrögðum og ýmsum uppákomum við töku myndar- innar. Starfsmenn voru um tvö hundruð talsins. Vegi þurfti að stækka og minnka aftur eftir að búið var að flytja tré og kletta eftir þeim og margar vikur tók að kvikmynda nokkrar mínútur. Samtals stóð kvikmyndataka yfir í níu mánuði og undirbúningur í sjö ár. Á þeim árum vann Annaud einnig að undirbúningi og kvikmyndun á Nafni Rósarinnar. Hann sagði að ekki væru alls staðar raunveru- legir birnir í myndinni. Ballerínu bregð- ur fyrir í bjarnarhúð. Atriðið á klettasyll- unni er raunverulegt. Leikarinn var nær dauða en lífi af ótta við bjarndýrið og hafði möguleika á að henda sér fram af syllunni í öryggisnet. Það nýtti leikarinn sér ekki en brást þess í stað við eins og kvikmyndin sýnir, með því að grúfa sig niður í geðshræringu. Börnum sem við- stödd voru frumsýninguna til léttis tók Annaud það fram að engin dýr hefðu verið drepin, ekkert blóð væri ekta blóð. Að birnirnir í aðalhlutverkunum væru við góða heilsu. Sá litli, sem væri fædd stjarna, væri nú orðinn unglingur. Hann hefði verði valinn úr hópi fimmtán bjarn- arunga sem sérstaklega voru fæddir til að leika í myndinni. Ráðgjafar hans völdu gáfuð, skemmtileg og fyndin bjarndýr, nokkur pör til að eignast afkvæmi og úr hópi þeirra var litli björninn valinn. Þegar maður heyrir um þær ævintýra- legu fjárfúlgur sem útlendingar leggja í kvikmyndir sínar verða íslenskir kvik- myndagerðarmenn og myndir þeirra æ merkilegri. Það er fyllsta ástæða til þess að hvetja íslendiga til að flykkjast á ís- lenskar kvikmyndir og kvikmyndahúsa- eigendur til þess að sýna þær allt árið, til að mynda einu sinni í viku. Þannig gæfist íslendingum stöðugt kostur á að sjá þró- un íslenskrar kvikmyndagerðar í kvik- myndahúsi og útlendingar gætu barið myndirnar augum. Annaud harmaði að hafa ekki séð neinar íslenskar kvikmynd- ir, hafði aðeins heyrt um þær. Sjón er sögu ríkari. □ Hetjusaga . . . framhald af bls. 67 boðsent bréf frá borgarstjóra. í bréfi þessu ítrekaði hann þá ósk sína að ég léti staðar numið og hætti við þetta verk, en að öðru leyti óski hann mér velfarnaðar í þeim störfum sem ég tæki mér fyrir hendur í framtíðinni. Ég sendi honum svarbréf, skýrði mína hlið þessa máls og óskaði honum líka velfarnaðar í þeim störfum sem hann tæki sér fyrir hendur í framtíðinni. Þarna lauk okkar samskiptum og Dav- íð má eiga það að hann hefur ekki lagt stein í götu mína síðan. Nú þurfti ég að róa á ný mið við samningu bókarinnar. Ég ræddi við vini hans og þeir sem ég tel að sé hans bestu vinir hafa reynst mér hjálplegir. Ég hef rætt við hundrað manns. Sumir fengu bakþanka eftir að hafa rætt við mig, jafnvel eftir að hafa rætt við mig í mörg skipti, einn talaði af sér og sá mjög eftir því, en menn skiptu um skoðun í sífellu. Margir voru hræddir við hann. Hinir raunverulegu vinir hans voru óhræddir við að tala við mig. Þá fékk ég hótanir. Menn úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins hringdu í mig og báðu mig að hætta við. Einn aðili sagði að ég yrði að fá einhvern nákom- inn Davíð til að lesa handritið yfir áður en það væri prentað. Gamall samstarfs- maður Davíðs sem hafði tekið umleitan minni um upplýsingar vel í upphafi hafði samband við mig. Ég veit ekki hvort hann talaði við Davíð í millitíðinni. Hann sagðist hafa fengið hugboð um að þetta framtak mitt myndi enda illa. Ég spurði hann hvaðan hann fengi þessar bendingar. „Utan úr geimnum“, sagði hann. Þá kom maður að máli við mig og sagðist hafa það fyrir satt að Frímúrara- reglan hygðist ganga frá mér. Ég veit ekkert hvort Davíð er frímúrari. Hef ekki kannað það og finnst það ekki skipta máli. Eru ekki allir frímúrarar? Væri ég borgarstjóri, væri ég frímúrari. Máli sínu til áréttingar sagði umræddur maður að hér áður fyrr hefði frímúrurum á Akureyri ekki orðið skotaskuld úr því að láta menn hverfa. Haldi einhver að Davíð Oddsson sé með í ráðum um smíði þessarar bókar er það alveg út í hött. Þá búast margir við því að þessi bók sé árás á Davíð Odds- son. Það er einnig út í hött. Bókin fjallar ekki um Grandahneykslið, Ráðhúsmálið né önnur mál sem hafa verið í eldlín- unni. Ég held það sé varla minnst einu orði á ráðhúsið í bókinni. Hefði útgef- andi viljað fá slíka bók hefði hann getað talað við blaðamann á Þjóðviljanum sem hefði rumpað henni af á nokkrum vik- um. Þeir örfáu sem hafa nú þegar lesið handritið að bókinni eru hissa á því hve hún er jákvæð. Þessu fólki finnst bókin bæði skemmtileg og forvitnileg. Rétt eins og Davíð er sjálfur. Ég er búinn að skrifa bók af því tagi sem ég vildi sjálfur lesa um svona mann. Það er klárt að svona ævisaga hefur ekki verið skrifuð á Islandi áður, fyrir utan bók Jónasar frá Hriflu um Albert Guðmundsson sem kom út árið 1957. Ég veit ekkert hvernig þessi bók kem- ur út fyrir Davíð. Sú spurning hefur aldrei hvarflað að mér frá því að ég hófst handa, hvort Davíð hagnaðist á þessari umfjöllun. En ég býst alls ekki við því að hann tapi á henni." Hvernig bók er þetta? Þetta er hetju- saga ungs manns. Stundum finnst mér þegar ég lít á hana, þar sem hún er best, að hún sé eins og Dimmalimm.“D Húsbyggjendur! Smíði á: # Handriðum úti og inni # Stigum # burðarvirki úr stáli Vélsmiðja Guðmundar Davíðssonar Háholti, Mosfellsbæ, sími 666155 1C8 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.